Atvinnuleysi 28% í Reykjanesbæ þar sem veiran bætir gráu ofan á svart Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. maí 2020 14:49 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að byggja verði fjölbreyttara atvinnulíf á svæðinu. Vísir/EinarÁ Ástand atvinnumála í Reykjanesbæ er alvarlegt en kórónuveirufaraldurinn og aðgerðir ríkja heims til að stemma stigu við honum, hefur bætt gráu ofan á svart. Atvinnuleysi í Reykjanesbæ nam í apríl 28 prósentum, þar af er 16,1 prósent í hlutabótaleiðinni svokölluðu. Á Suðurnesjunum nam atvinnuleysi 25,2 prósentum. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, segir þetta gríðarlega háar tölur. Aðspurður hvort höggið sé sérstaklega þungt í ljósi þess að Reykjanesbær byggir sína afkomu að miklu leyti á ferðaþjónustutengdum greinum segir Kjartan. „Ferðaþjónustan vegur mjög þungt hjá okkur, það er rétt. En fyrst og fremst eru þetta áhrif af engri flugumferð um Keflavíkurflugvöll núna sem telst víst til samgangna en ekki ferðaþjónustu. Flugvöllurinn er bara svo gríðarlega stór vinnuveitandi á þessu svæði. Hjartað okkar slær algjörlega í takt við það sem er að gerast þar.“ Kjartan segir að rekja megi upphaf samdráttarins til gjaldþrots flugfélagsins WOW Air í fyrra. „Þá jókst atvinnuleysi hér talsvert.“ Kjartan segir að framtíðarsýnin nú felist í því að byggja upp fjölbreyttara atvinnulíf til að lágmarka skaðann þegar áföll dynja á. „Við, sveitarfélögin og Reykjanesbær erum fyrst og fremst að reyna að átta okkur á þeim úrræðum sem eru í boði til fjölgunar starfa, bæði til skamms tíma og til lengri tíma, það sem ríkið er að kynna og leggja fram. Nú erum við til skamms tíma að horfa til aukinna starfa fyrir ungt fólk sem er að koma úr námi og treystir á sumarvinnu, til dæmis. Svo til lengri tíma erum við að vinna í að laða hingað að fólk til að stofna fyrirtæki sem skapar þá ný atvinnutækifæri og þá fjölbreyttari atvinnutækifæri en það sem nú er. Það er hluti af stöðunni hjá okkur. Við verðum að vera með eggin í fleiri körfum. Það hefur svolítið einkennt þetta svæði hér að á sínum tíma hversu sjávarútvegur var stór og svo hversu stór vinnuveitandi varnarliðið var og svo núna hversu stór vinnustaður Keflavíkurflugvöllur er, þetta hefur alltaf einkennt okkar svolítið undanfarna áratugi hvað það eru yfirgnæfandi stórir vinnustaðir sem síðan þegar þar verður samdráttur þá hefur það svo ofboðsleg áhrif á atvinnulífið og atvinnuþátttöku fólks.“ Kjartan segir að stjórnvöld verði að ráðstafa fjármunum þar sem þörfin sé mest. „Ríkisvaldið hefur nefnt mögulega fjárveitingu til sveitarfélaga, heilt yfir á landinu. Það eru skiptar skoðanir um það innan sveitarfélaganna hvernig slíkum fjármunum skuli dreift; hvort það eigi að dreifa þeim jafnt miðað við íbúafjölda óháð því hvort atvinnuleysi sé mikið eða hvort staðan í sveitarfélögunum sé slæm. Við, og mörg önnur sveitarfélög úti á landi, sem treysta mjög á ferðaþjónustu og samgöngur segjum að það eigi að dreifa eigi þessu fjármagni þar sem þörfin er mest. Ef það verður gert þá erum við mjög ofarlega á þeim lista en það eru líka önnur svæði eins og Mývatnssveit og Mýrdalur og víða þar sem atvinnuleysi er í fleiri fleiri tugum prósenta því þau treysta svo mikið á ferðaþjónustuna.“ Reykjanesbær Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Ástand atvinnumála í Reykjanesbæ er alvarlegt en kórónuveirufaraldurinn og aðgerðir ríkja heims til að stemma stigu við honum, hefur bætt gráu ofan á svart. Atvinnuleysi í Reykjanesbæ nam í apríl 28 prósentum, þar af er 16,1 prósent í hlutabótaleiðinni svokölluðu. Á Suðurnesjunum nam atvinnuleysi 25,2 prósentum. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, segir þetta gríðarlega háar tölur. Aðspurður hvort höggið sé sérstaklega þungt í ljósi þess að Reykjanesbær byggir sína afkomu að miklu leyti á ferðaþjónustutengdum greinum segir Kjartan. „Ferðaþjónustan vegur mjög þungt hjá okkur, það er rétt. En fyrst og fremst eru þetta áhrif af engri flugumferð um Keflavíkurflugvöll núna sem telst víst til samgangna en ekki ferðaþjónustu. Flugvöllurinn er bara svo gríðarlega stór vinnuveitandi á þessu svæði. Hjartað okkar slær algjörlega í takt við það sem er að gerast þar.“ Kjartan segir að rekja megi upphaf samdráttarins til gjaldþrots flugfélagsins WOW Air í fyrra. „Þá jókst atvinnuleysi hér talsvert.“ Kjartan segir að framtíðarsýnin nú felist í því að byggja upp fjölbreyttara atvinnulíf til að lágmarka skaðann þegar áföll dynja á. „Við, sveitarfélögin og Reykjanesbær erum fyrst og fremst að reyna að átta okkur á þeim úrræðum sem eru í boði til fjölgunar starfa, bæði til skamms tíma og til lengri tíma, það sem ríkið er að kynna og leggja fram. Nú erum við til skamms tíma að horfa til aukinna starfa fyrir ungt fólk sem er að koma úr námi og treystir á sumarvinnu, til dæmis. Svo til lengri tíma erum við að vinna í að laða hingað að fólk til að stofna fyrirtæki sem skapar þá ný atvinnutækifæri og þá fjölbreyttari atvinnutækifæri en það sem nú er. Það er hluti af stöðunni hjá okkur. Við verðum að vera með eggin í fleiri körfum. Það hefur svolítið einkennt þetta svæði hér að á sínum tíma hversu sjávarútvegur var stór og svo hversu stór vinnuveitandi varnarliðið var og svo núna hversu stór vinnustaður Keflavíkurflugvöllur er, þetta hefur alltaf einkennt okkar svolítið undanfarna áratugi hvað það eru yfirgnæfandi stórir vinnustaðir sem síðan þegar þar verður samdráttur þá hefur það svo ofboðsleg áhrif á atvinnulífið og atvinnuþátttöku fólks.“ Kjartan segir að stjórnvöld verði að ráðstafa fjármunum þar sem þörfin sé mest. „Ríkisvaldið hefur nefnt mögulega fjárveitingu til sveitarfélaga, heilt yfir á landinu. Það eru skiptar skoðanir um það innan sveitarfélaganna hvernig slíkum fjármunum skuli dreift; hvort það eigi að dreifa þeim jafnt miðað við íbúafjölda óháð því hvort atvinnuleysi sé mikið eða hvort staðan í sveitarfélögunum sé slæm. Við, og mörg önnur sveitarfélög úti á landi, sem treysta mjög á ferðaþjónustu og samgöngur segjum að það eigi að dreifa eigi þessu fjármagni þar sem þörfin er mest. Ef það verður gert þá erum við mjög ofarlega á þeim lista en það eru líka önnur svæði eins og Mývatnssveit og Mýrdalur og víða þar sem atvinnuleysi er í fleiri fleiri tugum prósenta því þau treysta svo mikið á ferðaþjónustuna.“
Reykjanesbær Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira