Norski seðlabankinn lækkar stýrivexti í núll Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2020 08:55 Bankinn rökstyður ákvörðun sína með þau áhrif sem faraldur kórónuveirunnar hefur haft á norskt efnahagslíf og hríðlækkandi verð á olíu sem hefur leitt til lækkunar á gengi norsku krónunnar. Getty Norski seðlabankinn lækkaði í morgun stýrivexti bankans niður í núll prósent. Þetta er í fyrsta sinn í 200 ára sögu bankans sem stýrivextir fara niður í núll. Tilkynnt var á fréttamannafundi í morgun að stýrivextirnir færu úr 0,25 prósentum og niður í núll, en í lok mars höfðu vextirnir verið lækkaðir úr 1 prósent í 0,25. Bankinn rökstyður ákvörðun sína með því að vísa í þau áhrif sem faraldur kórónuveirunnar hefur haft á norskt efnahagslíf og hríðlækkandi verð á olíu sem hefur leitt til lækkunar á gengi norsku krónunnar. „Eins og nefndin metur horfur og áhættuna, verða stýrivextir mjög líklega svona um nokkurt skeið. Við sjáum ekki fyrir okkur að stýrivextir verði lækkaðir enn frekar,“ sagði seðlabankastjórinn Øystein Olsen í morgun. Hann segist reikna með að norskt efnahagslíf muni taka við sér eftir því sem slakað verður á takmörkunum vegna veirunnar, en að það muni taka tíma þar til að framleiðsla og atvinnuþátttaka nái sömu hæðum og fyrir faraldur. Noregur Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Norski seðlabankinn lækkaði í morgun stýrivexti bankans niður í núll prósent. Þetta er í fyrsta sinn í 200 ára sögu bankans sem stýrivextir fara niður í núll. Tilkynnt var á fréttamannafundi í morgun að stýrivextirnir færu úr 0,25 prósentum og niður í núll, en í lok mars höfðu vextirnir verið lækkaðir úr 1 prósent í 0,25. Bankinn rökstyður ákvörðun sína með því að vísa í þau áhrif sem faraldur kórónuveirunnar hefur haft á norskt efnahagslíf og hríðlækkandi verð á olíu sem hefur leitt til lækkunar á gengi norsku krónunnar. „Eins og nefndin metur horfur og áhættuna, verða stýrivextir mjög líklega svona um nokkurt skeið. Við sjáum ekki fyrir okkur að stýrivextir verði lækkaðir enn frekar,“ sagði seðlabankastjórinn Øystein Olsen í morgun. Hann segist reikna með að norskt efnahagslíf muni taka við sér eftir því sem slakað verður á takmörkunum vegna veirunnar, en að það muni taka tíma þar til að framleiðsla og atvinnuþátttaka nái sömu hæðum og fyrir faraldur.
Noregur Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira