Sautján ára íslenskum fótboltastrák í Svíþjóð hrósað mikið fyrir hugarfarið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2020 12:30 Ísak Bergmann Jóhannesson hefur skorað 11 mörk í 21 leik fyrir íslensku unglingalandsliðin. Hann birti þessa mynd af sér í landsliðsbúningnum á Instagram síðu sinni. Mynd/Instagram Einn efnilegasti knattspyrnumaður Íslands lætur ekkert trufla sig við það að verða öflugur knattspyrnumaður og það svo aðrir atvinnumenn í kringum hann taka eftir því. Ísak Bergmann er aðeins sautján ára gamall en þegar farinn að banka fast á dyrnar hjá aðalliði Norrköping. Ísak Bergmann var í byrjunarliði Norrköping á undirbúningstímabilinu og skoraði meðal annars í æfingaleik á móti Breiðabliki. Vonandi færi hann að spila mikið í sumar og vaxa og dafna sem knattspyrnumaður. Ísak, sem hélt upp á sautján ára afmælisdaginn sinn í mars, kom til sænska liðsins frá ÍA síðasta sumar. Hann hafði tækifæri til að fara til stærra félags en vildi komast í meistaraflokksfótbolta sem fyrst í stað þess að vera í unglingaliðum stærri liðs. Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann hrífur nýjan liðsfélaga https://t.co/P12I6zzuAe— Fótbolti.net (@Fotboltinet) May 6, 2020 Jonathan Levi er nýkominn til Norrköping frá norska stórklúbbnum Rosenborg og hann hrósar íslenska unglingaliðsmanninum fyrir frábært hugarfar í viðtali við staðarblaðið Norrköpings Tidningar. „Ég veit ekki um marga sautján ára stráka sem eru svona einbeittir og taka fótbolta svona alvarlega eins og hann," sagði Jonathan Levi við Norrköpings Tidningar en fótbolti.net segir frá. „Ísak hefur hrifið mig ótrúlega mikið. Hann er auðvitað hæfileikaríkur fótboltamaður en hann leggur líka svo mikla vinnu á sig. Vanalega eru margir aðrir hlutir að heilla 17 ára unglinga," sagði Jonathan Levi. View this post on Instagram Obstacles don t have to stop you. If you run into a wall, don t turn around and give up. Figure out how to climb it, go though it or work around it. . - Michael Jordan A post shared by Ísak Bergmann Jóhannesson (@isakbergmann10) on Mar 28, 2020 at 8:28am PDT Það er ekki bara Jonathan Levi sem binda væntingar til Ísaks Bergmanns því fyrr í vor var hann valinn efnilegasti leikmaðurinn í sænsku úrvalsdeildinni. Ísak Bergmann náði að spila einn leik í íslensku deildinni með ÍA áður en hann fór út og þá kom hann við sögu í einum leik með Norrköping síðasta sumar. Faðir Ísaks er Jóhannes Karl Guðjónsson, fyrrum atvinnumaður og landsliðsmaður en núverandi þjálfari Skagamanna í Pepsi Max deildinni. Íslendingar erlendis Sænski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira
Einn efnilegasti knattspyrnumaður Íslands lætur ekkert trufla sig við það að verða öflugur knattspyrnumaður og það svo aðrir atvinnumenn í kringum hann taka eftir því. Ísak Bergmann er aðeins sautján ára gamall en þegar farinn að banka fast á dyrnar hjá aðalliði Norrköping. Ísak Bergmann var í byrjunarliði Norrköping á undirbúningstímabilinu og skoraði meðal annars í æfingaleik á móti Breiðabliki. Vonandi færi hann að spila mikið í sumar og vaxa og dafna sem knattspyrnumaður. Ísak, sem hélt upp á sautján ára afmælisdaginn sinn í mars, kom til sænska liðsins frá ÍA síðasta sumar. Hann hafði tækifæri til að fara til stærra félags en vildi komast í meistaraflokksfótbolta sem fyrst í stað þess að vera í unglingaliðum stærri liðs. Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann hrífur nýjan liðsfélaga https://t.co/P12I6zzuAe— Fótbolti.net (@Fotboltinet) May 6, 2020 Jonathan Levi er nýkominn til Norrköping frá norska stórklúbbnum Rosenborg og hann hrósar íslenska unglingaliðsmanninum fyrir frábært hugarfar í viðtali við staðarblaðið Norrköpings Tidningar. „Ég veit ekki um marga sautján ára stráka sem eru svona einbeittir og taka fótbolta svona alvarlega eins og hann," sagði Jonathan Levi við Norrköpings Tidningar en fótbolti.net segir frá. „Ísak hefur hrifið mig ótrúlega mikið. Hann er auðvitað hæfileikaríkur fótboltamaður en hann leggur líka svo mikla vinnu á sig. Vanalega eru margir aðrir hlutir að heilla 17 ára unglinga," sagði Jonathan Levi. View this post on Instagram Obstacles don t have to stop you. If you run into a wall, don t turn around and give up. Figure out how to climb it, go though it or work around it. . - Michael Jordan A post shared by Ísak Bergmann Jóhannesson (@isakbergmann10) on Mar 28, 2020 at 8:28am PDT Það er ekki bara Jonathan Levi sem binda væntingar til Ísaks Bergmanns því fyrr í vor var hann valinn efnilegasti leikmaðurinn í sænsku úrvalsdeildinni. Ísak Bergmann náði að spila einn leik í íslensku deildinni með ÍA áður en hann fór út og þá kom hann við sögu í einum leik með Norrköping síðasta sumar. Faðir Ísaks er Jóhannes Karl Guðjónsson, fyrrum atvinnumaður og landsliðsmaður en núverandi þjálfari Skagamanna í Pepsi Max deildinni.
Íslendingar erlendis Sænski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira