Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 6. maí 2020 22:35 Efsta brekkan Dýrafjarðarmegin rudd. Mynd/Haukur Sigurðsson. Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöngin opnast en þau eiga að leysa heiðina af hólmi fyrir næsta vetur. Myndir af mokstrinum voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Snjóblásari, jarðýta og hjólaskófla hófu að moka Hrafnseyrarheiðina á mánudag en dagana á undan hafði tækjaflokkur Vegagerðarinnar rutt Dynjandisheiði. Þegar Haukur Sigurðsson myndaði snjóruðningstækin í gær voru þau í efstu brekkunni Dýrafjarðarmegin og áttu stutt eftir upp á brún hinnar 552 metra háu Hrafnseyrarheiðar. Snjóruðningsmenn vinna sig niður snjófargið í þrepum.Mynd/Haukur Sigurðsson. Erfiðasti og snjóþyngsti kaflinn var þá eftir, efsta brekkan Arnarfjarðarmegin, en þar býst yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði, Guðmundur Björgvinsson, við að snjóstálið sé tíu til tólf metra hátt. Það er lýsandi fyrir hversu erfiður farartálmi þessi heiði er fyrir samgöngur innan Vestfjarðar að hún hefur verið ófær frá því um miðjan desember eða í hartnær fimm mánuði. Guðmundur kvaðst í dag bjartsýnn á að það tækist að opna Hrafnseyrarheiði á morgun, fimmtudag, en þar með opnast vesturleiðin til Ísafjarðar. Horft til Dýrafjarðar. Fjær sést í Brekkudal og Sandafell ofan Þingeyrar.Mynd/Haukur Sigurðsson. En þetta gætu líka verið sögulegar myndir því þetta er að öllum líkindum í síðasta sinn sem svo umfangsmikill snjómokstur fer fram að vori á Hrafnseyrarheiði. Dýrafjarðargöngum er nefnilega ætlað að leysa heiðina af hólmi og vonast er til að göngin verði tilbúin fyrir næsta vetur. Það gæti þó farið svo að vegagerðarmenn moki heiðina oftar, en þá í júnímánuði í talsvert minni snjó. Að sögn Guðmundar eru áform uppi um að viðhalda Hrafnseyrarheiði sem tengivegi milli Þingeyrar og Hrafnseyrar á sumrin. Heiðin gæti þá jafnframt þjónað sem vegminjar um hrikalegar vestfirskar heiðar og gæti sem slík orðið vinsæl ökuleið enda þykir útsýnið af henni stórbrotið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjá einnig hér: Vilja varðveita Hrafnseyrarheiði Hér má sjá útsýnið af heiðinni að sumri: Samgöngur Ísafjarðarbær Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Illviðrin og veiran seinka opnun Dýrafjarðarganga Óvenju erfiður illviðravetur og kórónuveiran valda því að verktakar Dýrafjarðarganga sjá núna fram á að ekki takist að standa við dagsetninguna sem samgönguráðherra hafði nefnt sem opnunardag næsta haust. 16. apríl 2020 12:43 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöngin opnast en þau eiga að leysa heiðina af hólmi fyrir næsta vetur. Myndir af mokstrinum voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Snjóblásari, jarðýta og hjólaskófla hófu að moka Hrafnseyrarheiðina á mánudag en dagana á undan hafði tækjaflokkur Vegagerðarinnar rutt Dynjandisheiði. Þegar Haukur Sigurðsson myndaði snjóruðningstækin í gær voru þau í efstu brekkunni Dýrafjarðarmegin og áttu stutt eftir upp á brún hinnar 552 metra háu Hrafnseyrarheiðar. Snjóruðningsmenn vinna sig niður snjófargið í þrepum.Mynd/Haukur Sigurðsson. Erfiðasti og snjóþyngsti kaflinn var þá eftir, efsta brekkan Arnarfjarðarmegin, en þar býst yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði, Guðmundur Björgvinsson, við að snjóstálið sé tíu til tólf metra hátt. Það er lýsandi fyrir hversu erfiður farartálmi þessi heiði er fyrir samgöngur innan Vestfjarðar að hún hefur verið ófær frá því um miðjan desember eða í hartnær fimm mánuði. Guðmundur kvaðst í dag bjartsýnn á að það tækist að opna Hrafnseyrarheiði á morgun, fimmtudag, en þar með opnast vesturleiðin til Ísafjarðar. Horft til Dýrafjarðar. Fjær sést í Brekkudal og Sandafell ofan Þingeyrar.Mynd/Haukur Sigurðsson. En þetta gætu líka verið sögulegar myndir því þetta er að öllum líkindum í síðasta sinn sem svo umfangsmikill snjómokstur fer fram að vori á Hrafnseyrarheiði. Dýrafjarðargöngum er nefnilega ætlað að leysa heiðina af hólmi og vonast er til að göngin verði tilbúin fyrir næsta vetur. Það gæti þó farið svo að vegagerðarmenn moki heiðina oftar, en þá í júnímánuði í talsvert minni snjó. Að sögn Guðmundar eru áform uppi um að viðhalda Hrafnseyrarheiði sem tengivegi milli Þingeyrar og Hrafnseyrar á sumrin. Heiðin gæti þá jafnframt þjónað sem vegminjar um hrikalegar vestfirskar heiðar og gæti sem slík orðið vinsæl ökuleið enda þykir útsýnið af henni stórbrotið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjá einnig hér: Vilja varðveita Hrafnseyrarheiði Hér má sjá útsýnið af heiðinni að sumri:
Samgöngur Ísafjarðarbær Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Illviðrin og veiran seinka opnun Dýrafjarðarganga Óvenju erfiður illviðravetur og kórónuveiran valda því að verktakar Dýrafjarðarganga sjá núna fram á að ekki takist að standa við dagsetninguna sem samgönguráðherra hafði nefnt sem opnunardag næsta haust. 16. apríl 2020 12:43 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Illviðrin og veiran seinka opnun Dýrafjarðarganga Óvenju erfiður illviðravetur og kórónuveiran valda því að verktakar Dýrafjarðarganga sjá núna fram á að ekki takist að standa við dagsetninguna sem samgönguráðherra hafði nefnt sem opnunardag næsta haust. 16. apríl 2020 12:43