Maðurinn sem keypti Gylfa vill frekar starf í Japan en að snúa aftur í ensku deildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2020 13:00 Andre Villas-Boas þakkar hér Gylfa Þór Sigurðssyni fyrir frammistöðu hans í leik með Tottenham á gamla White Hart Lane. Getty/Tim Parker Andre Villas-Boas er búinn að gefa það út að hann vilji frekar fá starf í japönsku deildinni en að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina þar sem bæði Chelsea og Tottenham létu hann taka pokann sinn. Andre Villas-Boas er nú stjóri Marseille sem endaði í öðru sæti í frönsku deildinni á þessu tímabili og komst þar með í Meistaradeildina 2020-21. Andre Villas-Boas kom til Chelsea árið 2011 eftir að hafa unnið portúgölsku deildina og Evrópudeildina með Porto tímabilið á undan. Hann var hins vegar rekinn frá félaginu eftir aðeins níu mánuði í starfi. Sumarið eftir fékk hann annað starf í ensku úrvalsdeildinni þegar hann tók við liði Tottenham. Andre Villas-Boas says he would rather manage in JAPAN than return to the Premier League https://t.co/0eh04s4dqA— MailOnline Sport (@MailSport) May 6, 2020 Fyrstu kaup Andre Villas-Boas eftir að hann tók við liði Tottenham í júlí 2012 var að kaupa íslenska landsliðsmiðjumaninn Gylfa Þór Sigurðsson frá þýska liðinu 1899 Hoffenheim fyrir átta milljónir punda. Kaupin gengu í gegn daginn eftir að Villas-Boas hafði sjálfur skrifað undir þriggja ára samning hjá félaginu. Villas-Boas entist þó bara hjá Tottenham í eitt og hálft ár því hann var rekinn frá Tottenham í desember 2013 og hálfu ári síðar var Tottenham búið að selja Gylfa til Swansea City. Gylfi Sigurdsson revealed a conversation with Andre Villas-Boas was enough to convince him to sign for Tottenham. http://t.co/aIoTJuc0— Sky Sports (@SkySports) July 4, 2012 „Ég hef áður sagt að menn væru líklegri til að sjá mig taka aftur þátt í Dakar kappakstrinum en að ég snú aftur í ensku úrvalsdeildina,“ sagði Andre Villas-Boas við RMC. „Landfræðilega þá hefði ég gaman af því að fara til Japans. Ég væri til að upplifa japanska menningu og japanskan fótbolta,“ sagði Villas-Boas Þrátt fyrir góðan árangur á tímabilinu vill Villas-Boas fullvissa sig um að hann fái pening frá franska liðinu í sumar til að styrkja liðið fyrir komandi leiki í Meistaradeildinni. „Ég þarf að fá að vita meira um hvernig menn ætla að byggja þetta lið upp. Ég vil fá að vita hverjir fara með mér í þetta ferðalag. Við verðum að geta tekið ákvarðanir,“ sagði Villas-Boas. „Það gengur vel hjá Marseille og ég vil því ekki leita af öðru starfi eða öðrum tækifærum. Ég vil fá að spila í Meistardeildinni með Marseille en ég vil um leið fá að vita hvernig fjárhagsstaðan er. Ef við getum ekki staðið okkur vel þá er það ekki þess virði,“ sagði Villas-Boas. „Það er mikilvægt fyrir mig að ég ásamt íþróttastjóranum fáum tækifæri til að fara á leikmannamarkaðinn og ná í gæðaleikmenn þó að þetta séu erfiðar aðstæður. Við verðum að vera samkeppnishæfir. Við erum samt ekki svo einfaldir að við gleymum peningastöðu félagsins,“ sagði Andre Villas-Boas. Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Andre Villas-Boas er búinn að gefa það út að hann vilji frekar fá starf í japönsku deildinni en að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina þar sem bæði Chelsea og Tottenham létu hann taka pokann sinn. Andre Villas-Boas er nú stjóri Marseille sem endaði í öðru sæti í frönsku deildinni á þessu tímabili og komst þar með í Meistaradeildina 2020-21. Andre Villas-Boas kom til Chelsea árið 2011 eftir að hafa unnið portúgölsku deildina og Evrópudeildina með Porto tímabilið á undan. Hann var hins vegar rekinn frá félaginu eftir aðeins níu mánuði í starfi. Sumarið eftir fékk hann annað starf í ensku úrvalsdeildinni þegar hann tók við liði Tottenham. Andre Villas-Boas says he would rather manage in JAPAN than return to the Premier League https://t.co/0eh04s4dqA— MailOnline Sport (@MailSport) May 6, 2020 Fyrstu kaup Andre Villas-Boas eftir að hann tók við liði Tottenham í júlí 2012 var að kaupa íslenska landsliðsmiðjumaninn Gylfa Þór Sigurðsson frá þýska liðinu 1899 Hoffenheim fyrir átta milljónir punda. Kaupin gengu í gegn daginn eftir að Villas-Boas hafði sjálfur skrifað undir þriggja ára samning hjá félaginu. Villas-Boas entist þó bara hjá Tottenham í eitt og hálft ár því hann var rekinn frá Tottenham í desember 2013 og hálfu ári síðar var Tottenham búið að selja Gylfa til Swansea City. Gylfi Sigurdsson revealed a conversation with Andre Villas-Boas was enough to convince him to sign for Tottenham. http://t.co/aIoTJuc0— Sky Sports (@SkySports) July 4, 2012 „Ég hef áður sagt að menn væru líklegri til að sjá mig taka aftur þátt í Dakar kappakstrinum en að ég snú aftur í ensku úrvalsdeildina,“ sagði Andre Villas-Boas við RMC. „Landfræðilega þá hefði ég gaman af því að fara til Japans. Ég væri til að upplifa japanska menningu og japanskan fótbolta,“ sagði Villas-Boas Þrátt fyrir góðan árangur á tímabilinu vill Villas-Boas fullvissa sig um að hann fái pening frá franska liðinu í sumar til að styrkja liðið fyrir komandi leiki í Meistaradeildinni. „Ég þarf að fá að vita meira um hvernig menn ætla að byggja þetta lið upp. Ég vil fá að vita hverjir fara með mér í þetta ferðalag. Við verðum að geta tekið ákvarðanir,“ sagði Villas-Boas. „Það gengur vel hjá Marseille og ég vil því ekki leita af öðru starfi eða öðrum tækifærum. Ég vil fá að spila í Meistardeildinni með Marseille en ég vil um leið fá að vita hvernig fjárhagsstaðan er. Ef við getum ekki staðið okkur vel þá er það ekki þess virði,“ sagði Villas-Boas. „Það er mikilvægt fyrir mig að ég ásamt íþróttastjóranum fáum tækifæri til að fara á leikmannamarkaðinn og ná í gæðaleikmenn þó að þetta séu erfiðar aðstæður. Við verðum að vera samkeppnishæfir. Við erum samt ekki svo einfaldir að við gleymum peningastöðu félagsins,“ sagði Andre Villas-Boas.
Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira