Varla hálfur spádómur völvunnar rættist Jakob Bjarnar skrifar 31. desember 2019 13:10 Sjálfsagt eru spádómar meira til gamans en hitt en varasamt getur reynst að spila með trúgjarnar sálir. getty Hefð er fyrir því að fjölmiðlar, til dæmis Vikan og DV, birti um áramót spádóma ónefndrar völvu sem rýnir í kristalkúlu sína og gægist inn í framtíðina. Á þessum tímamótum er vaninn að staldra við, líta um öxl og velta því þá jafnframt fyrir sér hvað framtíðin ber í skauti sér. Af sjálfu leiðir að þá er gósentíð spákvenna og karla. Nema, á tímum internets er tiltölulega auðvelt að kanna hvort völvan viti sínu viti en lausleg athugun Vísis, sem leit til spádóma Völvu DV sem birtist fyrir ári, sýnir að hún á sannarlega misjafna daga. Eiginlega virðist það á móti líkum hversu sjaldan hún hitti naglann á höfuðið og hefur hún, þessi tiltekna völva sem hér er nefnd til sögunnar, átt alveg sérlega vonda daga fyrir ári. Samkynhneigðir rapparar enn í skápnum Hér verða nokkur dæmi tekin af handahófi. Þannig lásu dyggir lesendur DV sér til líklega nokkurrar furðu og jafnvel ánægju að tveir ungir karlkyns rapparar myndu stíga fram og opinbera ástarsamband sitt á árinu 2019. „Samkynhneigð hefur verið tabú í hinni karllægu íslensku rappsenu og því vekur yfirlýsing rapparanna mikla og jákvæða athygli.“ Þegar allt öllu er á botninn hvolft er nánast afrek að spá fyrir um hitt og þetta og ekkert af því kemur á daginn.visir/vilhelm/getty Hafi samkynhneigðir rapparar stigið út úr skápnum á árinu sem nú er að líða fór það algerlega ofan garðs og neðan en þeir hafa enn einn dag til að gefa sig fram. Verkalýðsleiðtogar hanga í hjónaböndum sínum Þá greindi völvan frá því að landsmenn mættu búa sig undir það að vinstrisinnaður áhrifamaður í stjórn- og verkalýðsmálum tilkynni um hjónaskilnað sinn. „Tíðindin verða kunngerð í miðjum kjarabaráttustormi. Í kjölfarið dregur leiðtoginn sig í hlé frá opinberri umræðu í nokkrar vikur.“ Hafi einhverjir verkalýðsleiðtogar gengið í gegnum skilnað, þá hefur það farið afar hljótt öfugt við það sem völvan spáði. Þá voru það óneitanlega spennandi tíðindi sem völvan sá í sinni kristalkúlu með að þjóðþekktur Íslendingur myndi vekja gríðarlega athygli á árinu þegar viðkomandi stigi fram og greindi frá því að hann sé rangfeðraður. „Fleiri stíga fram í kjölfarið og mikil umræða geisar um þetta þjóðfélagsmein sem enginn hefur þorað að ræða fyrr. Sá er hóf umræðuna mun verða hylltur sem hetja í kjölfarið,“ sagði völvan þá. En landsmenn bíða enn hetjunni þeirri og hinni afhjúpandi og hollu umræðu hún á að skapa. Lostafulli ráðherrann lét lítið fyrir sér fara Ef fleiri dæmi eru skoðuð máttu þeir sem trúa á spádóma völvunnar búa sig undir það að lostafullur ráðherra myndi láta til sín taka á árinu sem nú er að líða með afgerandi hætti: „Ástamál ráðherra verða í brennidepli en upp kemst um náið samband hans við samherja í pólitík. „Það er ekki gott að segja hvort þar sé um að ræða aðstoðarmann eða annan þingmann. Kannski hefur einhver hugmyndaríkur húmoristi á ritstjórninni sett upp spáhattinn og látið ímyndunaraflið hlaupa með sig í gönur?getty Málið verður allt hið óþægilegasta enda tíðkast sjaldan að fjalla um málefni hjartans, eða öllu heldur lostans, hjá valdamönnum í samfélaginu,“ sagði völvan. Eitt og annað má segja um ráðherra landsins en þetta létu þeir þó eiga sig. Klámmyndaleikkona hefur hægt um sig Öfugt við það sem þeir sem treysta á völvuna hefðu mátt ætla lét íslenska klámmyndaleikkonan Tinna Gunnarsdóttir, betur þekkt sem Tindra Frost, lítið fyrir sér fara á árinu 2019. Völvan taldi sig hins vegar hafa heimildir fyrir því, úr óræðum víddum spádómanna, að Tindra Frost myndi setja allt á hliðina þegar kynlífsmyndband sem er tekið upp hér á landi er frumsýnt. Og engir Íslendingar í þessari atvinnugrein komu fram í dagsljósið: „Í kjölfarið kemur í ljós að fleiri íslenskir klámmyndaleikarar hafa látið ljós sitt skína á erlendum vettvangi þó að þeir hafi farið huldu höfði hingað til.“ Og Insta-parið sem átti að vera á hvers manns vörum, eftir að það opinberaði samband sitt og færi hamförum á síðum fjölmiðla sem nýtt og umdeilt ofurpar … árið 2020 er kannski þeirra ár? Áramót Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Hefð er fyrir því að fjölmiðlar, til dæmis Vikan og DV, birti um áramót spádóma ónefndrar völvu sem rýnir í kristalkúlu sína og gægist inn í framtíðina. Á þessum tímamótum er vaninn að staldra við, líta um öxl og velta því þá jafnframt fyrir sér hvað framtíðin ber í skauti sér. Af sjálfu leiðir að þá er gósentíð spákvenna og karla. Nema, á tímum internets er tiltölulega auðvelt að kanna hvort völvan viti sínu viti en lausleg athugun Vísis, sem leit til spádóma Völvu DV sem birtist fyrir ári, sýnir að hún á sannarlega misjafna daga. Eiginlega virðist það á móti líkum hversu sjaldan hún hitti naglann á höfuðið og hefur hún, þessi tiltekna völva sem hér er nefnd til sögunnar, átt alveg sérlega vonda daga fyrir ári. Samkynhneigðir rapparar enn í skápnum Hér verða nokkur dæmi tekin af handahófi. Þannig lásu dyggir lesendur DV sér til líklega nokkurrar furðu og jafnvel ánægju að tveir ungir karlkyns rapparar myndu stíga fram og opinbera ástarsamband sitt á árinu 2019. „Samkynhneigð hefur verið tabú í hinni karllægu íslensku rappsenu og því vekur yfirlýsing rapparanna mikla og jákvæða athygli.“ Þegar allt öllu er á botninn hvolft er nánast afrek að spá fyrir um hitt og þetta og ekkert af því kemur á daginn.visir/vilhelm/getty Hafi samkynhneigðir rapparar stigið út úr skápnum á árinu sem nú er að líða fór það algerlega ofan garðs og neðan en þeir hafa enn einn dag til að gefa sig fram. Verkalýðsleiðtogar hanga í hjónaböndum sínum Þá greindi völvan frá því að landsmenn mættu búa sig undir það að vinstrisinnaður áhrifamaður í stjórn- og verkalýðsmálum tilkynni um hjónaskilnað sinn. „Tíðindin verða kunngerð í miðjum kjarabaráttustormi. Í kjölfarið dregur leiðtoginn sig í hlé frá opinberri umræðu í nokkrar vikur.“ Hafi einhverjir verkalýðsleiðtogar gengið í gegnum skilnað, þá hefur það farið afar hljótt öfugt við það sem völvan spáði. Þá voru það óneitanlega spennandi tíðindi sem völvan sá í sinni kristalkúlu með að þjóðþekktur Íslendingur myndi vekja gríðarlega athygli á árinu þegar viðkomandi stigi fram og greindi frá því að hann sé rangfeðraður. „Fleiri stíga fram í kjölfarið og mikil umræða geisar um þetta þjóðfélagsmein sem enginn hefur þorað að ræða fyrr. Sá er hóf umræðuna mun verða hylltur sem hetja í kjölfarið,“ sagði völvan þá. En landsmenn bíða enn hetjunni þeirri og hinni afhjúpandi og hollu umræðu hún á að skapa. Lostafulli ráðherrann lét lítið fyrir sér fara Ef fleiri dæmi eru skoðuð máttu þeir sem trúa á spádóma völvunnar búa sig undir það að lostafullur ráðherra myndi láta til sín taka á árinu sem nú er að líða með afgerandi hætti: „Ástamál ráðherra verða í brennidepli en upp kemst um náið samband hans við samherja í pólitík. „Það er ekki gott að segja hvort þar sé um að ræða aðstoðarmann eða annan þingmann. Kannski hefur einhver hugmyndaríkur húmoristi á ritstjórninni sett upp spáhattinn og látið ímyndunaraflið hlaupa með sig í gönur?getty Málið verður allt hið óþægilegasta enda tíðkast sjaldan að fjalla um málefni hjartans, eða öllu heldur lostans, hjá valdamönnum í samfélaginu,“ sagði völvan. Eitt og annað má segja um ráðherra landsins en þetta létu þeir þó eiga sig. Klámmyndaleikkona hefur hægt um sig Öfugt við það sem þeir sem treysta á völvuna hefðu mátt ætla lét íslenska klámmyndaleikkonan Tinna Gunnarsdóttir, betur þekkt sem Tindra Frost, lítið fyrir sér fara á árinu 2019. Völvan taldi sig hins vegar hafa heimildir fyrir því, úr óræðum víddum spádómanna, að Tindra Frost myndi setja allt á hliðina þegar kynlífsmyndband sem er tekið upp hér á landi er frumsýnt. Og engir Íslendingar í þessari atvinnugrein komu fram í dagsljósið: „Í kjölfarið kemur í ljós að fleiri íslenskir klámmyndaleikarar hafa látið ljós sitt skína á erlendum vettvangi þó að þeir hafi farið huldu höfði hingað til.“ Og Insta-parið sem átti að vera á hvers manns vörum, eftir að það opinberaði samband sitt og færi hamförum á síðum fjölmiðla sem nýtt og umdeilt ofurpar … árið 2020 er kannski þeirra ár?
Áramót Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira