„Því að eigi var rúm fyrir þau í gistihúsi” Guðríður Lára Þrastardóttir skrifar 22. desember 2019 14:00 Aðstæður umsækjenda um alþjóðlega vernd hafa verið mikið í umræðunni undanfarin ár. Hér á landi hafa slæmar aðstæður umsækjenda um alþjóðlega vernd á Grikklandi og Ítalíu verið mest i umræðunni en því miður eru aðstæður flóttafólks í fleiri Evrópusambandsríkjum mjög bágbornar. Endursendingum hælisleitenda á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar til Grikklands frá Íslandi var hætt árið 2010 vegna þess að aðstæður í gríska hæliskerfinu voru taldar ófullnægjandi. Öðru gildir um þá sem hingað koma frá Grikklandi eftir að hafa hlotið hafa alþjóðlega vernd þar í landi. Rauði krossinn á Íslandi, sem sinnir réttargæslu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, hefur um árabil haldið því fram að ekki sé rétt að gera greinarmun á aðstæðum fólks í Grikklandi sem fellur undir ákvæði Dyflinnarreglugerðarinnar eða þeirra sem þegar hafa fengið viðurkennda stöðu sína sem flóttamenn í Grikklandi. Síðastliðið sumar komust í hámæli mál tveggja einstæðra foreldra og barna þeirra sem til stóð að endursenda til Grikklands á þeim grundvelli að fjölskyldurnar hefðu hlotið höfðu alþjóðlega vernd í landinu. Hópur unglinga úr Hagaskóla gekk á fund Kærunefndar útlendingamála og skoraði á nefndina að taka mál afganskrar skólasystur þeirra, sem senda átti til Grikklands, upp aftur, í kjölfarið urðu mótmælafundirnir fleiri, undirskriftum var safnað og fjallað var um fjölskyldurnar í fjölmiðlum. Að endingu gerði þáverandi dómsmálaráðherra breytingu á reglugerð um útlendinga sem leiddi til þess að mál fjölskyldnanna fengu efnislega meðferð hér á landi. Breytingin kvað á um heimild til Útlendingastofnunar til að taka til efnismeðferðar umsóknir barnafjölskyldna sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í öðrum ríkjum og eru enn á landinu 10 mánuðum eftir að umsókn um alþjóðlega vernd var lögð fram. Reglugerðarbreytingin mælti ekki fyrir um að viðkvæm staða umsækjenda skyldi hafa meira vægi þegar um væri að ræða fjölskyldur eða einstaklinga í sérstaklega viðkvæmri stöðu með alþjóðlega vernd í Grikklandi. Í haust hafa nokkrar fjölskyldur og einstaklingar með alþjóðlega vernd í Grikklandi fengið niðurstöður frá Kærunefnd útlendinga um endursendingu til Grikklands, nú síðast í liðinni viku þegar ungum hjónum sem eiga von á sínu fyrsta barni um jólin var birtur úrskurður um að þau yrðu send til Grikklands. Í úrskurðinum kom fram að konan muni hafa aðgang að fullnægjandi fæðingaraðstoð og ungbarnavernd fyrir nýfætt barn sitt í Grikklandi. Niðurstaða kærunefndar kom verulega á óvart þar sem fyrir rúmlega ári síðan komst Kærunefnd að því að mæðravernd og ungbarnavernd sé meðal þeirrar heilbrigðisþjónustu sem flóttafólk kunni að eiga erfitt með aðgengi að. Heimilisleysi, sárafátækt, atvinnuleysi og fordómar eru einnig algeng vandamál meðal flóttafólks í landinu. Því miður hefur Rauði krossinn sem sinnir réttargæslu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd ekki orðið vör við að fjölskyldum og einstaklingum í viðkvæmri stöðu sem hingað koma frá Grikklandi hafi verið sýnd aukin mildi eða mannúð við mat á því hvort heimilt sé að endursenda þau til Grikklands, þvert á móti bendir ýmislegt til þess að við mat á því hvort sérstakar aðstæður séu til staðar séu gerðar strangari kröfur en áður, þrátt fyrir að að fjöldi alþjóðlegra samtaka og eftirlitsstofnanna vitni um að aðstæður flóttafólks í Grikklandi fari sífellt versnandi. Rauði krossinn á Íslandi hefur skorað á íslensk stjórnvöld að láta tafarlaust af endursendingum á einstaklingum sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í Grikklandi með vísan til alvarlegra aðstæðna flóttafólks í landinu. Í þessu samhengi telur Rauði krossinn ástæðu til þess að skoða sérstaklega vel mál barna, barnafjölskyldna og annarra sérstaklega viðkvæmra hópa.Höfundur er talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Skoðun Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Aðstæður umsækjenda um alþjóðlega vernd hafa verið mikið í umræðunni undanfarin ár. Hér á landi hafa slæmar aðstæður umsækjenda um alþjóðlega vernd á Grikklandi og Ítalíu verið mest i umræðunni en því miður eru aðstæður flóttafólks í fleiri Evrópusambandsríkjum mjög bágbornar. Endursendingum hælisleitenda á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar til Grikklands frá Íslandi var hætt árið 2010 vegna þess að aðstæður í gríska hæliskerfinu voru taldar ófullnægjandi. Öðru gildir um þá sem hingað koma frá Grikklandi eftir að hafa hlotið hafa alþjóðlega vernd þar í landi. Rauði krossinn á Íslandi, sem sinnir réttargæslu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, hefur um árabil haldið því fram að ekki sé rétt að gera greinarmun á aðstæðum fólks í Grikklandi sem fellur undir ákvæði Dyflinnarreglugerðarinnar eða þeirra sem þegar hafa fengið viðurkennda stöðu sína sem flóttamenn í Grikklandi. Síðastliðið sumar komust í hámæli mál tveggja einstæðra foreldra og barna þeirra sem til stóð að endursenda til Grikklands á þeim grundvelli að fjölskyldurnar hefðu hlotið höfðu alþjóðlega vernd í landinu. Hópur unglinga úr Hagaskóla gekk á fund Kærunefndar útlendingamála og skoraði á nefndina að taka mál afganskrar skólasystur þeirra, sem senda átti til Grikklands, upp aftur, í kjölfarið urðu mótmælafundirnir fleiri, undirskriftum var safnað og fjallað var um fjölskyldurnar í fjölmiðlum. Að endingu gerði þáverandi dómsmálaráðherra breytingu á reglugerð um útlendinga sem leiddi til þess að mál fjölskyldnanna fengu efnislega meðferð hér á landi. Breytingin kvað á um heimild til Útlendingastofnunar til að taka til efnismeðferðar umsóknir barnafjölskyldna sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í öðrum ríkjum og eru enn á landinu 10 mánuðum eftir að umsókn um alþjóðlega vernd var lögð fram. Reglugerðarbreytingin mælti ekki fyrir um að viðkvæm staða umsækjenda skyldi hafa meira vægi þegar um væri að ræða fjölskyldur eða einstaklinga í sérstaklega viðkvæmri stöðu með alþjóðlega vernd í Grikklandi. Í haust hafa nokkrar fjölskyldur og einstaklingar með alþjóðlega vernd í Grikklandi fengið niðurstöður frá Kærunefnd útlendinga um endursendingu til Grikklands, nú síðast í liðinni viku þegar ungum hjónum sem eiga von á sínu fyrsta barni um jólin var birtur úrskurður um að þau yrðu send til Grikklands. Í úrskurðinum kom fram að konan muni hafa aðgang að fullnægjandi fæðingaraðstoð og ungbarnavernd fyrir nýfætt barn sitt í Grikklandi. Niðurstaða kærunefndar kom verulega á óvart þar sem fyrir rúmlega ári síðan komst Kærunefnd að því að mæðravernd og ungbarnavernd sé meðal þeirrar heilbrigðisþjónustu sem flóttafólk kunni að eiga erfitt með aðgengi að. Heimilisleysi, sárafátækt, atvinnuleysi og fordómar eru einnig algeng vandamál meðal flóttafólks í landinu. Því miður hefur Rauði krossinn sem sinnir réttargæslu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd ekki orðið vör við að fjölskyldum og einstaklingum í viðkvæmri stöðu sem hingað koma frá Grikklandi hafi verið sýnd aukin mildi eða mannúð við mat á því hvort heimilt sé að endursenda þau til Grikklands, þvert á móti bendir ýmislegt til þess að við mat á því hvort sérstakar aðstæður séu til staðar séu gerðar strangari kröfur en áður, þrátt fyrir að að fjöldi alþjóðlegra samtaka og eftirlitsstofnanna vitni um að aðstæður flóttafólks í Grikklandi fari sífellt versnandi. Rauði krossinn á Íslandi hefur skorað á íslensk stjórnvöld að láta tafarlaust af endursendingum á einstaklingum sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í Grikklandi með vísan til alvarlegra aðstæðna flóttafólks í landinu. Í þessu samhengi telur Rauði krossinn ástæðu til þess að skoða sérstaklega vel mál barna, barnafjölskyldna og annarra sérstaklega viðkvæmra hópa.Höfundur er talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun