Byrlað af maka sínum eða neyddar til þátttöku í hópkynlífi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. desember 2019 19:30 Nokkur dæmi eru um að konur hafi leitað til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, á árinu eftir að hafa verið byrlað af maka sínum eða þær þvingaðar í kynferðisathafnir af maka sínum með þriðja aðila. Aldrei hafa fleiri leitað til Bjarkarhlíðar en í ár og segir verkefnastýra að ofbeldi í nánum samböndum sé grófara en áður. Árið 2019 hafa 557 manns leitað í fyrsta sinn til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis en málin voru 479 árið 2018. Körlum sem leita til Bjarkarhlíðar hefur farið fjölgandi. Á stofnárinu árið 2017 voru þeir 9% þolenda en í fyrra var hlutfallið 13%. Í ár hafa 98 karlar leitað til Bjarkarhlíðar og eru 18 % þolenda. „Það má segja að það sé helmingsaukning á að þeir leiti til okkar í ár,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar. Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar.Vísir/baldur Til stendur að koma til móts við karlahópinn með aukinni ráðgjöf og hópastarfi. Ragna Björg segir að flestir komi vegna heimilisofbeldis. „Birtingarmyndirnar eru fjárhagslegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi,“ segir Ragna Björg. Konur eru þó í miklum meirihluta þeirra sem leita til Bjarkarhlíðar eða og hafa 457 konur leitað þangað í fyrsta sinn ár, langflestar vegna heimilisofbeldis. Ragna Björg segir að ofbeldið sé alltaf að verða grófara. „Við sjáum byrlanir í nánum samböndum. Svo sjáum við dæmi þar sem konur eru þvingaðar í kynferðisathafnir út fyrir hjónabandið þar sem þeim er jafnvel líka byrlað eða þær deyfðar á einhvern hátt til að koma fram vilja ofbeldismannsins,“ segir Ragna Björg. Nokkur mál af þessum toga hafi komið upp á árinu. „Þetta er ekki einstakt.“ Hún telur að klámvæðing hafi áhrif á alvarleika brotanna. „Og bara þetta virðingarleysi gagnvart konum,“ segir Ragna Björg. Kynferðisofbeldi Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir „Þetta er beinlínis hryllingur“ Hildur H. Dungal nýr skrifstofustjóri hjá Ingu Sæland Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Sláandi myndskeið af meintu dýraníði og einhleypir koma saman Handtekinn grunaður um líkamsárás eftir að vitni elti hann uppi „Við viljum bara keyra hlutina í gang“ Ólafur Reynir nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Sjá meira
Nokkur dæmi eru um að konur hafi leitað til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, á árinu eftir að hafa verið byrlað af maka sínum eða þær þvingaðar í kynferðisathafnir af maka sínum með þriðja aðila. Aldrei hafa fleiri leitað til Bjarkarhlíðar en í ár og segir verkefnastýra að ofbeldi í nánum samböndum sé grófara en áður. Árið 2019 hafa 557 manns leitað í fyrsta sinn til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis en málin voru 479 árið 2018. Körlum sem leita til Bjarkarhlíðar hefur farið fjölgandi. Á stofnárinu árið 2017 voru þeir 9% þolenda en í fyrra var hlutfallið 13%. Í ár hafa 98 karlar leitað til Bjarkarhlíðar og eru 18 % þolenda. „Það má segja að það sé helmingsaukning á að þeir leiti til okkar í ár,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar. Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar.Vísir/baldur Til stendur að koma til móts við karlahópinn með aukinni ráðgjöf og hópastarfi. Ragna Björg segir að flestir komi vegna heimilisofbeldis. „Birtingarmyndirnar eru fjárhagslegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi,“ segir Ragna Björg. Konur eru þó í miklum meirihluta þeirra sem leita til Bjarkarhlíðar eða og hafa 457 konur leitað þangað í fyrsta sinn ár, langflestar vegna heimilisofbeldis. Ragna Björg segir að ofbeldið sé alltaf að verða grófara. „Við sjáum byrlanir í nánum samböndum. Svo sjáum við dæmi þar sem konur eru þvingaðar í kynferðisathafnir út fyrir hjónabandið þar sem þeim er jafnvel líka byrlað eða þær deyfðar á einhvern hátt til að koma fram vilja ofbeldismannsins,“ segir Ragna Björg. Nokkur mál af þessum toga hafi komið upp á árinu. „Þetta er ekki einstakt.“ Hún telur að klámvæðing hafi áhrif á alvarleika brotanna. „Og bara þetta virðingarleysi gagnvart konum,“ segir Ragna Björg.
Kynferðisofbeldi Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir „Þetta er beinlínis hryllingur“ Hildur H. Dungal nýr skrifstofustjóri hjá Ingu Sæland Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Sláandi myndskeið af meintu dýraníði og einhleypir koma saman Handtekinn grunaður um líkamsárás eftir að vitni elti hann uppi „Við viljum bara keyra hlutina í gang“ Ólafur Reynir nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Sjá meira