Lífið

Það var kominn tími á nýjan kafla í mínu lífi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Auðunn hefur heillað þjóðina á skjánum í að verða tvo áratugi.
Auðunn hefur heillað þjóðina á skjánum í að verða tvo áratugi. vísir/vilhelm

Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal hefur verið í bransanum í um tuttugu ár og hefur gjörsamlega slegið í gegn á sínu sviði. Auddi er nýorðinn faðir og er hann gestur Einkalífsins í þessari viku.

„Það er gaman að vera orðinn faðir og eiginlega bara ótrúlega. Hann er alveg geggjaður, en svolítið erfiður á nóttinni og er með einhverja magakveisu,“ segir Auðunn í þættinum.

„Það er alveg saman hvern ég hitti eða þekki, þá vita allir einhvern veginn hvað sé að og hafa lent í þessu, sem er bara mjög skemmtilegt,“ segir Auðunn sem eignaðist drenginn með Rakel Þormarsdóttur og kom hann í heiminn um miðjan nóvember.

Hann segir að það hafi verið ótrúleg tilfinning að fá strákinn í hendurnar í fyrsta sinn.

„Ég fór bara að gráta þegar ég hélt þarna á honum. Þetta er eitthvað sem maður gleymir aldrei.“

Fæðingin tók langan tíma og var Auðunn orðinn stressaður á tíma.

„Manni var svona hætt að standa á sama þarna á tímabili. Það voru alltaf að koma fleiri læknar þarna inn og ég var orðinn pínu stressaður en svo er bara svo geggjað starfsfólk þarna svo þetta hafðist.“

Auðunn var 39 ára þegar hann eignaðist sitt fyrsta barn en þetta mun einnig vera fyrsta barn Rakelar.

„Það var kominn tími á nýjan kafla í mínu lífi. Það er ljótt að segja það en þetta er nánast búið að vera status quo í 19 ár, síðan ég byrjaði í 70 mínútum. Maður var alltaf að gera það sama, svo þetta er mjög spennandi,“ segir Auðunn.

Í þættinum ræðir hann einnig um barnæsku sína, erfiða tíma, feril sinn sem sjónvarpsmaður, um frægðina, um útvarpsþáttinn FM95BLÖ, feimnina og að vera nokkuð lokaður karakter, aðkomu hans að Allir geta dansað, um sögur sem hann hefur heyrt um sig út í bæ og framhaldið.


Tengdar fréttir

„Ástarsorg er viðbjóður“

Lína Birgitta Camilla Sigurðardóttir hefur komið víða við síðastliðin ár en hún sló fyrst í gegn á bloggsíðu sinni og síðar meir á sínum samfélagsmiðlum.

Lygilegar bransasögur með Steinda

Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., hefur heillað þjóðina með gríni síðastliðinn áratug. Steindi er gestur vikunnar í Einkalífinu.

Skilnaðurinn styrkti sambandið

Frosti Logason hefur starfað á X-inu í tuttugu ár eða frá árinu 1999. Hann sló í gegn í rokksveitinni Mínus á sínum tíma og er að gera góða hluti í Íslandi í dag á Stöð 2 um þessar mundir. Frosti er gestur vikunnar í Einkalífinu.

Rétt skal vera rétt

Ragnar Snær Njálsson hefur gengið í gegnum erfiðari hluti en flestir jafnaldrar hans. Eiginkona hans Fanney Eiríksdóttir lést í sumar eftir tæplega árs baráttu við leghálskrabbamein.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×