Katrín Tanja hætt keppni og Sara fimmta eftir fyrsta daginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2019 15:58 Sara Sigmundsdóttir í sundinu í dag. Mynd/Instagram/dxbfitnesschamp Fyrsti dagurinn á Dubai CrossFit Championship gekk ekki allt of vel hjá íslenska fólkinu og íslensku keppendunum hefur þegar fækkað um einn. Þrjár greinar fóru fram í dag og voru því 300 stig í boði en keppt er í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sara Sigmundsdóttir er efst íslensku keppendanna eftir þrjár greinar en hún er í fimmta sæti með 232 stig af 300 mögulegum. Katrín Tanja Davíðsdóttir gat ekki tekið þátt í fyrstu grein dagsins vegna bakmeiðsla og ákvað síðan að draga sig úr keppni. Björgvin Karl Guðmundsson er í níunda sæti hjá körlunum með 210 stig af 300 mögulegum. Oddrún Eik Gylfadóttir er í 20. sæti hjá stelpunum með 171 stig. Sara endaði í 3. sæti í fyrstu grein en varð síðan sjötta í annarri grein og tíunda í þeirri þriðju. Sara er nú 53 stigum á eftir Samönthu Briggs sem er efst með 285 stig en hin kandaíska Emily Rolfe er önnur með 250 stig. Briggs vann grein tvö og varð síðan önnur í grein þrjú. Þessi miklu reynslubolti er því komin með gott forskot. Hin sænska Emma Tall vann fyrstu greinina, Samantha Briggs vann eins og áður sagði grein tvö en þriðji greinina vann síðan Daninn Julue Hougard. Björgvin Karl var þriðji í fyrstu grein en svo aðeins í 18. sæti í grein tvö. Hann varð síðan níundi í þriðju og síðustu grein dagsins. Björgvin Karl er 70 stigum á eftir efsta manni sem er Rússinn Roman Khrennikov. Khrennikov er tuttugu stigum á undan Brent Fikowski sem er annar. Roman Khrennikov er búinn að vera á topp þremur í öllum þremur greinum dagsins þar af í öðru sæti í greinum tvö og þrjú. Finninn Jonne Koski vann grein eitt, Bretinn Elliott Simmonds vann grein tvö og heimamaðurinn Bader Al Noori vann síðan þriðju greinina. CrossFit Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Tottenham - Chelsea | Sex stiga Lundúnaslagur Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Sjá meira
Fyrsti dagurinn á Dubai CrossFit Championship gekk ekki allt of vel hjá íslenska fólkinu og íslensku keppendunum hefur þegar fækkað um einn. Þrjár greinar fóru fram í dag og voru því 300 stig í boði en keppt er í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sara Sigmundsdóttir er efst íslensku keppendanna eftir þrjár greinar en hún er í fimmta sæti með 232 stig af 300 mögulegum. Katrín Tanja Davíðsdóttir gat ekki tekið þátt í fyrstu grein dagsins vegna bakmeiðsla og ákvað síðan að draga sig úr keppni. Björgvin Karl Guðmundsson er í níunda sæti hjá körlunum með 210 stig af 300 mögulegum. Oddrún Eik Gylfadóttir er í 20. sæti hjá stelpunum með 171 stig. Sara endaði í 3. sæti í fyrstu grein en varð síðan sjötta í annarri grein og tíunda í þeirri þriðju. Sara er nú 53 stigum á eftir Samönthu Briggs sem er efst með 285 stig en hin kandaíska Emily Rolfe er önnur með 250 stig. Briggs vann grein tvö og varð síðan önnur í grein þrjú. Þessi miklu reynslubolti er því komin með gott forskot. Hin sænska Emma Tall vann fyrstu greinina, Samantha Briggs vann eins og áður sagði grein tvö en þriðji greinina vann síðan Daninn Julue Hougard. Björgvin Karl var þriðji í fyrstu grein en svo aðeins í 18. sæti í grein tvö. Hann varð síðan níundi í þriðju og síðustu grein dagsins. Björgvin Karl er 70 stigum á eftir efsta manni sem er Rússinn Roman Khrennikov. Khrennikov er tuttugu stigum á undan Brent Fikowski sem er annar. Roman Khrennikov er búinn að vera á topp þremur í öllum þremur greinum dagsins þar af í öðru sæti í greinum tvö og þrjú. Finninn Jonne Koski vann grein eitt, Bretinn Elliott Simmonds vann grein tvö og heimamaðurinn Bader Al Noori vann síðan þriðju greinina.
CrossFit Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Tottenham - Chelsea | Sex stiga Lundúnaslagur Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Sjá meira