Sara vann fjórðu greinina og er komin upp í efsta sæti í Dúbaí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2019 15:45 Sara Sigmundsdóttir var mjög kát í viðtali eftir fjórðu greinina. Skjámynd/Youtube Sara Sigmundsdóttir komst í toppsætið á Dubai CrossFit Championship með frábærri fjórðu grein þar sem enginn gerði betur en Suðurnesjakonan öfluga. Sara lyfti mest 112 kílóum í jafnhendingu (Clean & Jerk) og hlaut að launum hundrað stig. Enginn lyfti meiru en Sara. Sara lyfti 105 kílóum í fyrstu tilraun og 110 kílóum í annarri tilraun. Hver keppandi fékk 30 sekúndur til að klára hverja jafnhendingu og gat hver keppandi ráðið þyngdinni sem hann reyndi við. Sara vann sinn riðil og jafnaði um leið árangur Callerina Natori frá því í fyrstu greininni. Natori fékk hundrað stig af því að hún lyfti jafnmiklu og Sara. „Ég hugsaði um það allan tímann að þetta væri auðvelt,“ sagði Sara í viðtali eftir riðilinn. Sara hefði getað reynt við 113 kíló í síðustu lyftunni og hefði þá verið ein á toppnum. Samantha Briggs var með 34 stiga forskot á toppnum fyrir þessa grein og var með 53 stigum meira en Sara. Briggs náði „aðeins“ að lyfta 85 kílóum og datt niður í annað sætið. Sara fór á toppinn og er nú með 332 stig eða fjórum stigum meira en Briggs. Sara var í fimmta sætinu fyrir fjórðu greinina en fer nú inni í tvo síðustu dagana í toppsætinu. Karin Frey er í þriðja sæti með 321 stig eða ellefu stigum á eftir Söru. „Ég vissi ekkert hvað hinar höfðu gert. Ég fylgdi bara mínu plani og einbeitti mér bara af því sem ég ætlaði að gera. Ég hugsaði á ég að reyna við 115 kíló en sagði svo sjálfri mér að vera bara róleg. Ég valdi bara 112. 12 er mín tala og svo er líka 12. desember. Það var fullkomið,“ sagði Sara. Fjölskylda Sara er mætt til Dúbaí og fylgist með henni í stúkunni. „Ég gæti þetta ekki ef þau væru ekki hér. Ég leitaði að fjölskyldu minni í stúkunni og það gaf mér svo mikla orku að sjá þau,“ sagði Sara. Sara fékk fimm þúsund dollara eða 616 þúsund íslenskar krónur fyrir að vinna þessa fjórðu grein eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram 1st place prize increased for Individual Event 4 to $5,000. #DCC19 #DubaiCrossFitChampionship #CrossFit #Sanctionals @RogueFitness @reebokmena @emirates @jumeirahcreeksidehotel @dubaisc @hyperice @511tactical @picsil_sport @gowod_mobilityfirst @wodproofapp @rephouse @akifitness @dubaicalendar A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) on Dec 12, 2019 at 6:36am PST Næstu greinar á mótinu fara fram á morgun. CrossFit Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir komst í toppsætið á Dubai CrossFit Championship með frábærri fjórðu grein þar sem enginn gerði betur en Suðurnesjakonan öfluga. Sara lyfti mest 112 kílóum í jafnhendingu (Clean & Jerk) og hlaut að launum hundrað stig. Enginn lyfti meiru en Sara. Sara lyfti 105 kílóum í fyrstu tilraun og 110 kílóum í annarri tilraun. Hver keppandi fékk 30 sekúndur til að klára hverja jafnhendingu og gat hver keppandi ráðið þyngdinni sem hann reyndi við. Sara vann sinn riðil og jafnaði um leið árangur Callerina Natori frá því í fyrstu greininni. Natori fékk hundrað stig af því að hún lyfti jafnmiklu og Sara. „Ég hugsaði um það allan tímann að þetta væri auðvelt,“ sagði Sara í viðtali eftir riðilinn. Sara hefði getað reynt við 113 kíló í síðustu lyftunni og hefði þá verið ein á toppnum. Samantha Briggs var með 34 stiga forskot á toppnum fyrir þessa grein og var með 53 stigum meira en Sara. Briggs náði „aðeins“ að lyfta 85 kílóum og datt niður í annað sætið. Sara fór á toppinn og er nú með 332 stig eða fjórum stigum meira en Briggs. Sara var í fimmta sætinu fyrir fjórðu greinina en fer nú inni í tvo síðustu dagana í toppsætinu. Karin Frey er í þriðja sæti með 321 stig eða ellefu stigum á eftir Söru. „Ég vissi ekkert hvað hinar höfðu gert. Ég fylgdi bara mínu plani og einbeitti mér bara af því sem ég ætlaði að gera. Ég hugsaði á ég að reyna við 115 kíló en sagði svo sjálfri mér að vera bara róleg. Ég valdi bara 112. 12 er mín tala og svo er líka 12. desember. Það var fullkomið,“ sagði Sara. Fjölskylda Sara er mætt til Dúbaí og fylgist með henni í stúkunni. „Ég gæti þetta ekki ef þau væru ekki hér. Ég leitaði að fjölskyldu minni í stúkunni og það gaf mér svo mikla orku að sjá þau,“ sagði Sara. Sara fékk fimm þúsund dollara eða 616 þúsund íslenskar krónur fyrir að vinna þessa fjórðu grein eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram 1st place prize increased for Individual Event 4 to $5,000. #DCC19 #DubaiCrossFitChampionship #CrossFit #Sanctionals @RogueFitness @reebokmena @emirates @jumeirahcreeksidehotel @dubaisc @hyperice @511tactical @picsil_sport @gowod_mobilityfirst @wodproofapp @rephouse @akifitness @dubaicalendar A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) on Dec 12, 2019 at 6:36am PST Næstu greinar á mótinu fara fram á morgun.
CrossFit Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira