Sportpakkinn: Nýr íþróttamaður ársins hjá fötluðum vann jólalagakeppni Rásar tvö fyrr í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2019 16:46 Már Gunnarsson og Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir með verðlaun sín. Vísir/Vilhelm Már Gunnarsson og Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir voru í dag valin íþróttafólk ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Sundmaðurinn Már Gunnarsson setti 28 Íslandsmet á árinu og varð eini Norðurlandabúinn sem komst á verðlaunapall á HM í Lundúnum. Hann bætti Íslandsmetið í 100 metra baksundi og vann bronsið í sínum flokki. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir náði góðum árangri í frjálsum íþróttum á árinu. Líkt og Már Gunnarsson stefnir hún á Ólympíumót fatlaðra í Tókýó á næsta ári. Bergrún varð í 5. sæti í langstökki á alþjóðlegu móti, stökk 4,26 metra. Már var kátur þegar Arnar Björnsson hitti hann í dag. „Þetta er búið að vera geggjaður dagur en frekar sérstakur. Ég mætti í Sporthúsið í morgun á æfingu og þar var tekið á því. Svo ætlaði ég mér að fara að fá mér eitthvað að borða en það tókst ekki vel. Ég fékk símtal og mér tilkynnt að ég hefði unnið jólalagasamkepni Rásar tvö ásamt systur minni Ísold. Það átti að veita verðlaunin á sama tíma og ég þurfti að redda því að vera á tveimur stöðum í einu. Að vera valinn íþróttamaður fatlaðra er heiður sem ég er mjög stoltur af og þakklátur öllu því fagfólki sem valdi mig,“ sagði Már Gunnarsson. Dagurinn var bara hálfnaður og nóg að gera hjá íþrótta og tónlistarmanninum. „Það er sundæfing og það eru tónleikar, það er alveg slatt,“ sagði Már. Þarf hann ekki að vera með 29 klukkutíma í sólarhring? „Það eða gott skipulag. Prógrammið fram undan er afskaplega stíft. Ég er að æfa tvisvar á dag. Ég verð ekkert heima í janúar því ég er að fara að æfa í Lúxemborg. Æfi með landsliði ófatlaðra í Búlgaríu uppi í fjöllum. Þá kem ég heim til að undirbúa stórtónleika sem verða 13. mars í Stapanum. Ég er að flytja inn níu færustu tónlistarmenn Póllands til að spila með með mér í hljómsveit. Síðan kemur Evrópumeistaramótið í Madeira og vonandi Tókíó, ég ætla mér að komast þangað. Þetta er bara planið,“ sagði Már. Ásta Katrín Helgadóttir íþróttakennari fékk hvatningarverðlaunin. Hún hefur starfað með íþróttafélagi fatlaðra í mörg ár. Verðlaunin fær hún fyrir sérverkefni í leikskólastarfi með hreyfiþjálfun barna. Arnar Björnsson mætti í boð Íþróttasambands fatlaðra í dag og ræddi við íþróttafólk ársins eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Sportpakkinn Sund Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
Már Gunnarsson og Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir voru í dag valin íþróttafólk ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Sundmaðurinn Már Gunnarsson setti 28 Íslandsmet á árinu og varð eini Norðurlandabúinn sem komst á verðlaunapall á HM í Lundúnum. Hann bætti Íslandsmetið í 100 metra baksundi og vann bronsið í sínum flokki. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir náði góðum árangri í frjálsum íþróttum á árinu. Líkt og Már Gunnarsson stefnir hún á Ólympíumót fatlaðra í Tókýó á næsta ári. Bergrún varð í 5. sæti í langstökki á alþjóðlegu móti, stökk 4,26 metra. Már var kátur þegar Arnar Björnsson hitti hann í dag. „Þetta er búið að vera geggjaður dagur en frekar sérstakur. Ég mætti í Sporthúsið í morgun á æfingu og þar var tekið á því. Svo ætlaði ég mér að fara að fá mér eitthvað að borða en það tókst ekki vel. Ég fékk símtal og mér tilkynnt að ég hefði unnið jólalagasamkepni Rásar tvö ásamt systur minni Ísold. Það átti að veita verðlaunin á sama tíma og ég þurfti að redda því að vera á tveimur stöðum í einu. Að vera valinn íþróttamaður fatlaðra er heiður sem ég er mjög stoltur af og þakklátur öllu því fagfólki sem valdi mig,“ sagði Már Gunnarsson. Dagurinn var bara hálfnaður og nóg að gera hjá íþrótta og tónlistarmanninum. „Það er sundæfing og það eru tónleikar, það er alveg slatt,“ sagði Már. Þarf hann ekki að vera með 29 klukkutíma í sólarhring? „Það eða gott skipulag. Prógrammið fram undan er afskaplega stíft. Ég er að æfa tvisvar á dag. Ég verð ekkert heima í janúar því ég er að fara að æfa í Lúxemborg. Æfi með landsliði ófatlaðra í Búlgaríu uppi í fjöllum. Þá kem ég heim til að undirbúa stórtónleika sem verða 13. mars í Stapanum. Ég er að flytja inn níu færustu tónlistarmenn Póllands til að spila með með mér í hljómsveit. Síðan kemur Evrópumeistaramótið í Madeira og vonandi Tókíó, ég ætla mér að komast þangað. Þetta er bara planið,“ sagði Már. Ásta Katrín Helgadóttir íþróttakennari fékk hvatningarverðlaunin. Hún hefur starfað með íþróttafélagi fatlaðra í mörg ár. Verðlaunin fær hún fyrir sérverkefni í leikskólastarfi með hreyfiþjálfun barna. Arnar Björnsson mætti í boð Íþróttasambands fatlaðra í dag og ræddi við íþróttafólk ársins eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Íþróttafólk ársins hjá fötluðum
Sportpakkinn Sund Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira