Fimmtungur fanga aftur í fangelsi innan tveggja ára Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. desember 2019 20:15 Búið er að dæma fimmtung þeirra fanga sem losna úr fangelsi aftur til fangelsisvistar innan tveggja ára. Sérstakur stýrihópur hefur verið settur á laggirnar til að reyna að draga úr endurkomum fanga í fangelsin. Félagsmálaráðherra tilkynnti um stýrihópinn þegar hann tók í dag við tillögum starfshóps um úrbætur í málefnum fanga. Starfshópurinn leggur til að föngum verði fylgt betur eftir. Þeir fái þannig betri ráðgjöf og þjónustu eftir að þeir eru dæmdir til fangelsisvistar. Þá fái þeir einnig betri þjónustu og ráðgjöf inni í fangelsunum og svo eftir að þeir losna út úr þeim. Listamaðurinn Tolli fór fyrir starfshópnum en hann hefur síðustu sautján ár farið reglulega inn í fangelsin til að hjálpa föngum. „Áttatíu níutíu prósent fanga, sem sagt skjólstæðinga stofnunarinnar, eru fíklar. Stór hluti þeirra áttatíu prósent þessar fíkla eru með áfallasögu. Tuttugu og fimm til þrjátíu prósent þeirra, er með, búa við áfallastreituröskun þannig að við erum þarna með mjög alvarlegt heilbrigðisvandamál og þess vegna er gríðarlega mikilvægt að við mætum þessum einstaklingum með velvild og kærleik,“ segir Tolli sem var formaður starfshópsins. Agnar Bragason var ráðgjafi starfshópsins.MYND/Baldur Starfshópurinn leggur til að sett verði á laggirnar sérstök Batahús sem fangar geti dvalið í þegar þeir losna úr fangelsi. Þar fái þeir tækifæri til að koma undir sig fótunum. „Þar sem að menn geta komið og búið í tvö ár með stuðningi og hjálp við að komast aftur út í samfélagið og hérna styrkja félagslegbönd og hérna stunda tólf spora starf og fara í nám eða vinnu, eitthvað svoleiðis. Það var allavega í mínu tilviki var það sem að skipti sköpum að ég fékk aðstoð,“ segir Agnar Bragason fyrrverandi fangi sem starfaði með starfshópnum. „Ég bind vonir við að á næstunni, eða á næsta árinu, þá munum við fara að sjá þessar breytingar fara að koma til framkvæmda. Sérstaklega í ljósi þess að allir hafa fallist á að fylgja þeim eftir,“ segir Ásmundur Daði Einarsson félagsmálaráðherra. Fangelsismál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Búið er að dæma fimmtung þeirra fanga sem losna úr fangelsi aftur til fangelsisvistar innan tveggja ára. Sérstakur stýrihópur hefur verið settur á laggirnar til að reyna að draga úr endurkomum fanga í fangelsin. Félagsmálaráðherra tilkynnti um stýrihópinn þegar hann tók í dag við tillögum starfshóps um úrbætur í málefnum fanga. Starfshópurinn leggur til að föngum verði fylgt betur eftir. Þeir fái þannig betri ráðgjöf og þjónustu eftir að þeir eru dæmdir til fangelsisvistar. Þá fái þeir einnig betri þjónustu og ráðgjöf inni í fangelsunum og svo eftir að þeir losna út úr þeim. Listamaðurinn Tolli fór fyrir starfshópnum en hann hefur síðustu sautján ár farið reglulega inn í fangelsin til að hjálpa föngum. „Áttatíu níutíu prósent fanga, sem sagt skjólstæðinga stofnunarinnar, eru fíklar. Stór hluti þeirra áttatíu prósent þessar fíkla eru með áfallasögu. Tuttugu og fimm til þrjátíu prósent þeirra, er með, búa við áfallastreituröskun þannig að við erum þarna með mjög alvarlegt heilbrigðisvandamál og þess vegna er gríðarlega mikilvægt að við mætum þessum einstaklingum með velvild og kærleik,“ segir Tolli sem var formaður starfshópsins. Agnar Bragason var ráðgjafi starfshópsins.MYND/Baldur Starfshópurinn leggur til að sett verði á laggirnar sérstök Batahús sem fangar geti dvalið í þegar þeir losna úr fangelsi. Þar fái þeir tækifæri til að koma undir sig fótunum. „Þar sem að menn geta komið og búið í tvö ár með stuðningi og hjálp við að komast aftur út í samfélagið og hérna styrkja félagslegbönd og hérna stunda tólf spora starf og fara í nám eða vinnu, eitthvað svoleiðis. Það var allavega í mínu tilviki var það sem að skipti sköpum að ég fékk aðstoð,“ segir Agnar Bragason fyrrverandi fangi sem starfaði með starfshópnum. „Ég bind vonir við að á næstunni, eða á næsta árinu, þá munum við fara að sjá þessar breytingar fara að koma til framkvæmda. Sérstaklega í ljósi þess að allir hafa fallist á að fylgja þeim eftir,“ segir Ásmundur Daði Einarsson félagsmálaráðherra.
Fangelsismál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira