Fimmtungur fanga aftur í fangelsi innan tveggja ára Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. desember 2019 20:15 Búið er að dæma fimmtung þeirra fanga sem losna úr fangelsi aftur til fangelsisvistar innan tveggja ára. Sérstakur stýrihópur hefur verið settur á laggirnar til að reyna að draga úr endurkomum fanga í fangelsin. Félagsmálaráðherra tilkynnti um stýrihópinn þegar hann tók í dag við tillögum starfshóps um úrbætur í málefnum fanga. Starfshópurinn leggur til að föngum verði fylgt betur eftir. Þeir fái þannig betri ráðgjöf og þjónustu eftir að þeir eru dæmdir til fangelsisvistar. Þá fái þeir einnig betri þjónustu og ráðgjöf inni í fangelsunum og svo eftir að þeir losna út úr þeim. Listamaðurinn Tolli fór fyrir starfshópnum en hann hefur síðustu sautján ár farið reglulega inn í fangelsin til að hjálpa föngum. „Áttatíu níutíu prósent fanga, sem sagt skjólstæðinga stofnunarinnar, eru fíklar. Stór hluti þeirra áttatíu prósent þessar fíkla eru með áfallasögu. Tuttugu og fimm til þrjátíu prósent þeirra, er með, búa við áfallastreituröskun þannig að við erum þarna með mjög alvarlegt heilbrigðisvandamál og þess vegna er gríðarlega mikilvægt að við mætum þessum einstaklingum með velvild og kærleik,“ segir Tolli sem var formaður starfshópsins. Agnar Bragason var ráðgjafi starfshópsins.MYND/Baldur Starfshópurinn leggur til að sett verði á laggirnar sérstök Batahús sem fangar geti dvalið í þegar þeir losna úr fangelsi. Þar fái þeir tækifæri til að koma undir sig fótunum. „Þar sem að menn geta komið og búið í tvö ár með stuðningi og hjálp við að komast aftur út í samfélagið og hérna styrkja félagslegbönd og hérna stunda tólf spora starf og fara í nám eða vinnu, eitthvað svoleiðis. Það var allavega í mínu tilviki var það sem að skipti sköpum að ég fékk aðstoð,“ segir Agnar Bragason fyrrverandi fangi sem starfaði með starfshópnum. „Ég bind vonir við að á næstunni, eða á næsta árinu, þá munum við fara að sjá þessar breytingar fara að koma til framkvæmda. Sérstaklega í ljósi þess að allir hafa fallist á að fylgja þeim eftir,“ segir Ásmundur Daði Einarsson félagsmálaráðherra. Fangelsismál Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
Búið er að dæma fimmtung þeirra fanga sem losna úr fangelsi aftur til fangelsisvistar innan tveggja ára. Sérstakur stýrihópur hefur verið settur á laggirnar til að reyna að draga úr endurkomum fanga í fangelsin. Félagsmálaráðherra tilkynnti um stýrihópinn þegar hann tók í dag við tillögum starfshóps um úrbætur í málefnum fanga. Starfshópurinn leggur til að föngum verði fylgt betur eftir. Þeir fái þannig betri ráðgjöf og þjónustu eftir að þeir eru dæmdir til fangelsisvistar. Þá fái þeir einnig betri þjónustu og ráðgjöf inni í fangelsunum og svo eftir að þeir losna út úr þeim. Listamaðurinn Tolli fór fyrir starfshópnum en hann hefur síðustu sautján ár farið reglulega inn í fangelsin til að hjálpa föngum. „Áttatíu níutíu prósent fanga, sem sagt skjólstæðinga stofnunarinnar, eru fíklar. Stór hluti þeirra áttatíu prósent þessar fíkla eru með áfallasögu. Tuttugu og fimm til þrjátíu prósent þeirra, er með, búa við áfallastreituröskun þannig að við erum þarna með mjög alvarlegt heilbrigðisvandamál og þess vegna er gríðarlega mikilvægt að við mætum þessum einstaklingum með velvild og kærleik,“ segir Tolli sem var formaður starfshópsins. Agnar Bragason var ráðgjafi starfshópsins.MYND/Baldur Starfshópurinn leggur til að sett verði á laggirnar sérstök Batahús sem fangar geti dvalið í þegar þeir losna úr fangelsi. Þar fái þeir tækifæri til að koma undir sig fótunum. „Þar sem að menn geta komið og búið í tvö ár með stuðningi og hjálp við að komast aftur út í samfélagið og hérna styrkja félagslegbönd og hérna stunda tólf spora starf og fara í nám eða vinnu, eitthvað svoleiðis. Það var allavega í mínu tilviki var það sem að skipti sköpum að ég fékk aðstoð,“ segir Agnar Bragason fyrrverandi fangi sem starfaði með starfshópnum. „Ég bind vonir við að á næstunni, eða á næsta árinu, þá munum við fara að sjá þessar breytingar fara að koma til framkvæmda. Sérstaklega í ljósi þess að allir hafa fallist á að fylgja þeim eftir,“ segir Ásmundur Daði Einarsson félagsmálaráðherra.
Fangelsismál Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“