Mikil átök milli mótmælenda og öryggissveita í Beirút Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2019 23:07 Frá átökunum í Beirút í kvöld. AP/Hussein Malla Til átaka kom á milli mótmælenda og öryggissveita í Beirút í Líbanon í kvöld og stóðu þau yfir í nokkrar klukkustundir. Öryggissveitir skutu táragasi og gúmmíkúlum að mótmælendum og þurfti að flytja einhverja á sjúkrahús. Hundruð mótmælenda höfðu komið saman i borginni en umfangsmikil mótmæli hafa staðið yfir í Líbanon á undanförnum vikum. Mótmælendur hafa mótmælt spillingu og slæmu ástandi efnahags landsins svo eitthvað sé nefnt. Að mestu má þó rekja upphaf mótmælanna til ætlana ríkisstjórnarinnar fyrrverandi að skattleggja netsímtöl og hækka virðisaukaskatt. Í harðbakkann sló í kvöld þegar meðlimir öryggissveita Líbanon fjölmenntu í Beirút og brutu mótmælin á bak aftur. Það var gert eftir einhverjir mótmælendur reyndu að brjóta sér leið inn á öryggissvæði þar sem finna má þinghús Líbanon og skrifstofur ríkisstjórnar landsins, samkvæmt ríkismiðli Líbanon sem Reuters vitnar í. Vitni segja mótmælendur hafa verið elta um götur borgarinnar og barða af öryggissveitum.Al Jazeera segir þó að átökin hafi byrjað á því að hópur ungra manna, sem séu hliðhollir ráðandi fylkingum landsins, hafi ráðist á búðir mótmælenda í borginni. Öryggissveitir hafi komið mótmælendunum til varnar.Frá því að Saad al-Hariri sagði af sér sem forsætisráðherra í október hefur ekkert gengið í viðræðum á milli ráðandi fylkinga um myndun nýrrar ríkisstjórnar.Ástandið í Líbanon þykir slæmt og hafa erlendir fjárfestar fryst flestar fjárfestingar þar til mynduð verður ný ríkisstjórn sem geti gripið til umbóta, samkvæmt Reuters. Mótmælendur krefjast þess einnig að ný ríkisstjórn verði skipuð aðilum sem tengjast ekki ráðandi stjórnmálaflokkum í Líbanon. Riot police use tear gas to prevent anti political establishment protesters from approaching parliament square in downtown Beirut - they also beat up protesters... #LebanonProtests pic.twitter.com/AXFcvsAhAb— Zeina Khodr (@ZeinakhodrAljaz) December 14, 2019 Líbanon Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Til átaka kom á milli mótmælenda og öryggissveita í Beirút í Líbanon í kvöld og stóðu þau yfir í nokkrar klukkustundir. Öryggissveitir skutu táragasi og gúmmíkúlum að mótmælendum og þurfti að flytja einhverja á sjúkrahús. Hundruð mótmælenda höfðu komið saman i borginni en umfangsmikil mótmæli hafa staðið yfir í Líbanon á undanförnum vikum. Mótmælendur hafa mótmælt spillingu og slæmu ástandi efnahags landsins svo eitthvað sé nefnt. Að mestu má þó rekja upphaf mótmælanna til ætlana ríkisstjórnarinnar fyrrverandi að skattleggja netsímtöl og hækka virðisaukaskatt. Í harðbakkann sló í kvöld þegar meðlimir öryggissveita Líbanon fjölmenntu í Beirút og brutu mótmælin á bak aftur. Það var gert eftir einhverjir mótmælendur reyndu að brjóta sér leið inn á öryggissvæði þar sem finna má þinghús Líbanon og skrifstofur ríkisstjórnar landsins, samkvæmt ríkismiðli Líbanon sem Reuters vitnar í. Vitni segja mótmælendur hafa verið elta um götur borgarinnar og barða af öryggissveitum.Al Jazeera segir þó að átökin hafi byrjað á því að hópur ungra manna, sem séu hliðhollir ráðandi fylkingum landsins, hafi ráðist á búðir mótmælenda í borginni. Öryggissveitir hafi komið mótmælendunum til varnar.Frá því að Saad al-Hariri sagði af sér sem forsætisráðherra í október hefur ekkert gengið í viðræðum á milli ráðandi fylkinga um myndun nýrrar ríkisstjórnar.Ástandið í Líbanon þykir slæmt og hafa erlendir fjárfestar fryst flestar fjárfestingar þar til mynduð verður ný ríkisstjórn sem geti gripið til umbóta, samkvæmt Reuters. Mótmælendur krefjast þess einnig að ný ríkisstjórn verði skipuð aðilum sem tengjast ekki ráðandi stjórnmálaflokkum í Líbanon. Riot police use tear gas to prevent anti political establishment protesters from approaching parliament square in downtown Beirut - they also beat up protesters... #LebanonProtests pic.twitter.com/AXFcvsAhAb— Zeina Khodr (@ZeinakhodrAljaz) December 14, 2019
Líbanon Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira