Kamaru Usman rotaði Colby Covington í 5. lotu Pétur Marinó Jónsson skrifar 15. desember 2019 07:46 Usman kýlir Covington niður. Vísir/Getty UFC 245 fór fram í nótt þar sem þrír titilbardagar voru á dagskrá. Kamaru Usman tókst að rota Colby Covington þegar 50 sekúndur voru eftir af bardaganum. Þeir Kamaru Usman og Colby Covington mættust í titilbardaga um veltivigtarbeltið. Þetta var fyrsta titilvörn Usman eftir að hann vann beltið af Tyron Woodley í mars. Það var mikill hiti í báðum fyrir bardagann og enginn sérstakur kærleikur þeirra á milli. Báðir eru frábærir glímumenn og hnífjafnir á pappírum. Þeir Usman og Colby stóðu allan tímann og skiptust á höggum. Þrátt fyrir að vera báðir glímumenn að upplagi reyndi hvorugur eina einustu fellu í bardaganum. Þeir skiptust á höggum og var bardaginn hnífjafn allan tímann. Eftir 3. lotu sagðist Covington vera kjálkabrotinn við hornið sitt en það stoppaði hann ekki í að halda áfram. Dana White, forseti UFC, staðfesti eftir bardagann að Covington hefði verið með brotinn kjálka. Í lok 5. og síðustu lotunnar náði Usman að kýla Covington niður með beinni hægri. Covington komst á lappir en Usman kýldi hann strax aftur niður. Usman hélt Covington niðri og lét nokkur högg dynja á honum þar til dómarinn stöðvaði bardagann. Covington mótmældi strax ákvörðun dómarans og sagðist hafa verið í lagi. Usman fagnaði vel og innilega eftir bardagann en Covington yfirgaf búrið strax. Alexander Volkanovski er nýr fjaðurvigtarmeistari UFC. Volkanovski sigraði Max Holloway eftir dómaraákvörðun í taktískum bardaga en hann hefur nú unnið alla átta bardaga sína í UFC. Amanda Nunes varði bantamvigtartitil sinn þegar hún sigraði Germaine de Randamie eftir dómaraákvörðun. Nunes tók þá hollensku ítrekað niður í gólfið þar sem hún var með mikla yfirburði. De Randamie náði að ógna Nunes vel standandi en meistarinn tók enga sénsa og náði fellunum sínum. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Colby viðurkenndi að stælarnir í honum væri leikaraskapur UFC-bardagakappar eru hneykslaðir á því að Colby Covington sé bara að leika fífl. 12. desember 2019 23:00 Þrír titilbardagar á einu stærsta UFC-kvöldi ársins UFC 245 fer fram í nótt þar sem Colby Covington fær loksins tækifæri á stóra titlinum. Það hefur verið mikill hiti á milli Covington og meistarans og útkljá þeir málin í búrinu í nótt. 14. desember 2019 10:30 Covington: Uncle Fester fær ekki að setja beltið utan um mig Colby Covington stal senunni á viðburði fyrir UFC 245 í gær. Þar óð hann á súðum og hjólaði sem fyrr í forseta UFC, Dana White, sem hann kallar Uncle Fester. 12. desember 2019 10:30 Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira
UFC 245 fór fram í nótt þar sem þrír titilbardagar voru á dagskrá. Kamaru Usman tókst að rota Colby Covington þegar 50 sekúndur voru eftir af bardaganum. Þeir Kamaru Usman og Colby Covington mættust í titilbardaga um veltivigtarbeltið. Þetta var fyrsta titilvörn Usman eftir að hann vann beltið af Tyron Woodley í mars. Það var mikill hiti í báðum fyrir bardagann og enginn sérstakur kærleikur þeirra á milli. Báðir eru frábærir glímumenn og hnífjafnir á pappírum. Þeir Usman og Colby stóðu allan tímann og skiptust á höggum. Þrátt fyrir að vera báðir glímumenn að upplagi reyndi hvorugur eina einustu fellu í bardaganum. Þeir skiptust á höggum og var bardaginn hnífjafn allan tímann. Eftir 3. lotu sagðist Covington vera kjálkabrotinn við hornið sitt en það stoppaði hann ekki í að halda áfram. Dana White, forseti UFC, staðfesti eftir bardagann að Covington hefði verið með brotinn kjálka. Í lok 5. og síðustu lotunnar náði Usman að kýla Covington niður með beinni hægri. Covington komst á lappir en Usman kýldi hann strax aftur niður. Usman hélt Covington niðri og lét nokkur högg dynja á honum þar til dómarinn stöðvaði bardagann. Covington mótmældi strax ákvörðun dómarans og sagðist hafa verið í lagi. Usman fagnaði vel og innilega eftir bardagann en Covington yfirgaf búrið strax. Alexander Volkanovski er nýr fjaðurvigtarmeistari UFC. Volkanovski sigraði Max Holloway eftir dómaraákvörðun í taktískum bardaga en hann hefur nú unnið alla átta bardaga sína í UFC. Amanda Nunes varði bantamvigtartitil sinn þegar hún sigraði Germaine de Randamie eftir dómaraákvörðun. Nunes tók þá hollensku ítrekað niður í gólfið þar sem hún var með mikla yfirburði. De Randamie náði að ógna Nunes vel standandi en meistarinn tók enga sénsa og náði fellunum sínum. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Colby viðurkenndi að stælarnir í honum væri leikaraskapur UFC-bardagakappar eru hneykslaðir á því að Colby Covington sé bara að leika fífl. 12. desember 2019 23:00 Þrír titilbardagar á einu stærsta UFC-kvöldi ársins UFC 245 fer fram í nótt þar sem Colby Covington fær loksins tækifæri á stóra titlinum. Það hefur verið mikill hiti á milli Covington og meistarans og útkljá þeir málin í búrinu í nótt. 14. desember 2019 10:30 Covington: Uncle Fester fær ekki að setja beltið utan um mig Colby Covington stal senunni á viðburði fyrir UFC 245 í gær. Þar óð hann á súðum og hjólaði sem fyrr í forseta UFC, Dana White, sem hann kallar Uncle Fester. 12. desember 2019 10:30 Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira
Colby viðurkenndi að stælarnir í honum væri leikaraskapur UFC-bardagakappar eru hneykslaðir á því að Colby Covington sé bara að leika fífl. 12. desember 2019 23:00
Þrír titilbardagar á einu stærsta UFC-kvöldi ársins UFC 245 fer fram í nótt þar sem Colby Covington fær loksins tækifæri á stóra titlinum. Það hefur verið mikill hiti á milli Covington og meistarans og útkljá þeir málin í búrinu í nótt. 14. desember 2019 10:30
Covington: Uncle Fester fær ekki að setja beltið utan um mig Colby Covington stal senunni á viðburði fyrir UFC 245 í gær. Þar óð hann á súðum og hjólaði sem fyrr í forseta UFC, Dana White, sem hann kallar Uncle Fester. 12. desember 2019 10:30
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti