Forstöðumaður Zuism orðinn þreyttur á stríði við yfirvöld Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. desember 2019 14:02 Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður og stjórnarformaður Zuism. „Ég er búinn að fá nóg, ég er búinn að eiga í þessum slag og standa einn í þessum slag fyrir félaga mína og búinn að bjóða þeim öllum að fá borgað ef þeir vilja fá borgað og nú munu þeir aftur geta fengið borgað, ef þeir telja sig hafa misst af,“ segir Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður trúfélagsins Zuism. Hann segist vera kominn með nóg af því að standa í stríði við yfirvöld vegna starfsemi félagsins. Þá segir Ágúst að félaginu verði slitið þegar dómsmáli félagsins á hendur ríkinu vegna ógreiddra sóknargjalda lýkur. Eignum félagsins, sem eru um 50 milljónir króna, verði deilt til þeirra sem telja sig eiga inni endurgreiðslu sóknargjalda hjá félaginu. Restin muni fara til góðgerðarmála. Þetta sagði Ágúst Arnar í viðtali hjá mbl.is í dag. Bræðurnir Ágúst Arnar (t.v.) og Einar (t.h.) Ágústssynir eru einu skráðu stjórnarmenn Zuism. Einar hlaut 3 ára og 9 mánaða fangelsisdóm vegna fjársvika í fyrra.Vísir Zuism stefndi ríkinu vegna þess að Fjársýsla ríkisins, að beiðni sýslumannsins á Norðurlandi eystra sem hefur eftirlit með trúfélögum, stöðvaði greiðslur á sóknargjöldum í upphafi árs. Sýslumaður vísar til óvissu um að Zuism uppfylli skilyrði laga um trú- og lífsskoðunarfélög. Þegar sóknargjöld eru reiknuð út er miðað við félagafjölda 1. desember árið á undan. Samkvæmt því ætti Zuism að fá 17,6 milljónir króna í sóknargjöld á þessu ári. „Eftir að starfsmaður sýslumanns stöðvaði greiðslur til Zuism og við höfðuðum mál gegn ríkinu óskaði héraðssaksóknari eftir útskýringum á fjármálum Zuism. Um er að ræða endalausa baráttu við ríkið og reynt er að valda félaginu óþægindum á meðan við höfðum mál gegn ríkinu. Ekkert tengt fjármálum félagsins stenst ekki skoðun og á ekki von á neinu öðru en að ekkert komi úr því,“ sagði Ágúst Arnar.Sjá einnig: „Lögfræðilegum loftfimleikum“ beitt gegn Zuism á barmi þrots Ágúst og Einar bróðir hans hafa jafnan verið kallaðir Kickstarter-bræður í fjölmiðlum vegna umdeildra safnana þeirra á fjáröflunarsíðunni Kickstarter. Einar var dæmdur fyrir tug milljóna fjársvikamál og segist Ágúst ekki haft neitt með það mál að gera. „Ég vissulega dróst í þetta ásamt einhverjum sex öðrum í byrjun en það er ekki minnst á mig, ég er ekki vitni og ég er ekki sakborningur í þessu máli,“ sagði Ágúst. Ber Ríkisútvarpið ófögrum orðum Í lok október 2015 var Kickstarter-söfnun bræðranna umfangsefni Kastljóss og birtist þar viðtal sem fréttamaður RÚV hafði tekið við bræður á vinnustofu þeirra fyrr í mánuðinum. Ágúst segist aldrei hafa vitað af því að söfnunin hafi verið neitt mál. Þeir bræður hafi aldrei fengið að heyra frá yfirvöldum að einni af söfnunum þeirra bræðra hefði verið lokað af löggæsluyfirvöldum fyrr en fréttamann RÚV bar að garði hjá þeim. Þá sé það „klárt mál“ að lögreglan hafi lekið upplýsingum til fréttamanns um Kickstarter-verkefni bræðranna og að lögregla hefði það til skoðunar. Það segir hann sjást á heimsóknum lögreglunnar á vefsvæði bræðranna á Kickstarter í aðdraganda Kastljóssþáttarins í lok október 2015. Ágúst Arnar segir að umfjöllun RÚV um þá bræður hafi ekki komið vel út fyrir þá. Bræðurnir virtust vera að fela sig á bak við hurð allan tímann en það hafi ekki verið vegna þess að þeir hefðu nokkuð að fela, þeir vildu einfaldlega ekki að hönnun þeirra væri mynduð. „[Þetta] rústaði náttúrulega mannorði mínu líka, ég missti íbúðina mína og kærustuna mína, allt sama daginn. Þetta var erfiður dagur,“ sagði Ágúst. Uppruni allra trúarbragða iðkaður í Zuism Zuism var viðurkennt sem trúfélag árið 2013 og var Ágúst Arnar einn af upphaflegum stjórnarmönnum félagsins. Hann, ásamt Einari bróður hans og Ólafi Helga Þorgrímssyni, voru stjórnarmenn félagsins í upphafi. Ágúst segir Ólaf hafa fengið hugmyndina að félaginu og að tilgangur stofnunar félagsins hafi verið að iðka elsta trúarbragð í heimi. „Þetta er uppruni allra trúarbragða og við vildum bara iðka það, mér fannst þetta skemmtilegt að fræðast um þetta og lesa um þetta,“ sagði Ágúst Arnar. Í upphafi var félagið mjög fámennt en það skilaði ekki inn ársskýrslum til sýslumannsins á Norðurlandi eystra. Ágúst segir að um „mannleg mistök“ hafi verið að ræða. Trúfélagið Zuism stefndi ríkinu vegna þess að sóknargjöldum var haldið eftir frá 2016 til 2017 vegna óvissu um hver stýrði félaginu. Zúistar vildu reisa hof í Reykjavík en var hafnað hjá Reykjavíkurborg.Vísir Árið 2015 gaf sig fram hópur sem fékk heimild sýslumanns til að taka við félaginu í kjölfar þess að fulltrúi sýslumanns auglýsti eftir forsvarsmönnum félagsins í Lögbirtingablaðinu í apríl 2015 vegna meintrar óvirkni félagsins. Ágúst segir að hann og Einar hafi viljað setjast niður með hópnum til að finna lausn á málinu.Sjá einnig: Zúistar telja ósannað að loforð um endurgreiðslur hafi fjölgað félögum „Við höfðum ekkert á móti þessum strákum og okkur leist ekkert illa á þetta sem þeir voru að gera, þeir voru að virkja félagið og svoleiðis,“ segir Ágúst en hópurinn hafði á þessum tíma komið fram fyrir hönd Zuism, lofað endurgreiðslu sóknargjalda og þúsundir Íslendinga höfðu skráð sig í söfnuðinn. Hann segir að hópurinn hafi aldrei komið hreint fram við þá bræður og í raun gefið þeim puttann. „Ég sagði bara, þið eruð ekki með þetta félag og ég skal bara sýna fram á það,“ segir Ágúst. Hann var í lok september 2017 viðurkenndur forstöðumaður félagsins. Rekstrarkostnaður félagsins rúmar 32 milljónir króna Eftir að Ágúst Arnar var viðurkenndur forstöðumaður trúfélagsins árið 2017 fékk hann það verkefni að uppfylla loforð um endurgreidd sóknargjöld þúsunda sóknarfélaga. Hann segir að sitt fyrsta verk hafi verið að fara í Þjóðskrá og sækja þangað lista yfir félaga í Zuism til að hann gæti endurgreitt þeim sóknargjöldin. Allir skráðir félagar hafi fengið endurgreitt og að tæpar sjö milljónir hafi verið greiddar til sóknarbarna Zuism. Mun hærri upphæðir hafi hins vegar farið í þá fjölmörgu málaferla sem félagið hefur staðið í undanfarin ár. Samkvæmt upplýsingum frá Fjársýslu ríkisins hefur félagið fengið samtals 84,7 milljónir króna greiddar í sóknargjöld á árunum 2016 til 2018. Þá hafi rekstrarkostnaður félagsins numið rúmum 32 milljónum króna. Engin starfsemi virðist þó fara fram á vegum Zuism og félagið virðist án húsnæðis. Það er enn skráð með lögheimili að Nethyl en Vísir hefur fengið það staðfest að félagið hafi aldrei rekið starfsemi þar. Trúmál Zuism Tengdar fréttir Héraðssaksóknari rannsakar fjárreiður Zuism Ekki hefur verið greint áður frá því að embættið hafi fjármál félagsins til rannsóknar, þó að málefni þess hafi verið ítarlega til umfjöllunar í fjölmiðlum. 7. desember 2019 07:00 Fegurðardrottning og forstöðumaður Zuism fundu ástina Eitt nýjasta par landsins eru þau Katrín Lea Elenudóttir og Ágúst Arnar Ágústsson. Bæði hafa þau verið mikið í fjölmiðlum undanfarin ár en þó af ólíkum ástæðum. 8. desember 2019 15:28 Zuism „málamyndafélagsskapur“ til að komast yfir fé skattgreiðenda Ríkislögmaður telur verulegan vafa leika á því hvort trúfélagið Zuism sé starfandi sem slíkt. Ríkið sé enn að reyna að afla upplýsinga um starfsemi félagsins, sem erfiðlega hafi gengið að fá afhentar. 5. desember 2019 14:00 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
„Ég er búinn að fá nóg, ég er búinn að eiga í þessum slag og standa einn í þessum slag fyrir félaga mína og búinn að bjóða þeim öllum að fá borgað ef þeir vilja fá borgað og nú munu þeir aftur geta fengið borgað, ef þeir telja sig hafa misst af,“ segir Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður trúfélagsins Zuism. Hann segist vera kominn með nóg af því að standa í stríði við yfirvöld vegna starfsemi félagsins. Þá segir Ágúst að félaginu verði slitið þegar dómsmáli félagsins á hendur ríkinu vegna ógreiddra sóknargjalda lýkur. Eignum félagsins, sem eru um 50 milljónir króna, verði deilt til þeirra sem telja sig eiga inni endurgreiðslu sóknargjalda hjá félaginu. Restin muni fara til góðgerðarmála. Þetta sagði Ágúst Arnar í viðtali hjá mbl.is í dag. Bræðurnir Ágúst Arnar (t.v.) og Einar (t.h.) Ágústssynir eru einu skráðu stjórnarmenn Zuism. Einar hlaut 3 ára og 9 mánaða fangelsisdóm vegna fjársvika í fyrra.Vísir Zuism stefndi ríkinu vegna þess að Fjársýsla ríkisins, að beiðni sýslumannsins á Norðurlandi eystra sem hefur eftirlit með trúfélögum, stöðvaði greiðslur á sóknargjöldum í upphafi árs. Sýslumaður vísar til óvissu um að Zuism uppfylli skilyrði laga um trú- og lífsskoðunarfélög. Þegar sóknargjöld eru reiknuð út er miðað við félagafjölda 1. desember árið á undan. Samkvæmt því ætti Zuism að fá 17,6 milljónir króna í sóknargjöld á þessu ári. „Eftir að starfsmaður sýslumanns stöðvaði greiðslur til Zuism og við höfðuðum mál gegn ríkinu óskaði héraðssaksóknari eftir útskýringum á fjármálum Zuism. Um er að ræða endalausa baráttu við ríkið og reynt er að valda félaginu óþægindum á meðan við höfðum mál gegn ríkinu. Ekkert tengt fjármálum félagsins stenst ekki skoðun og á ekki von á neinu öðru en að ekkert komi úr því,“ sagði Ágúst Arnar.Sjá einnig: „Lögfræðilegum loftfimleikum“ beitt gegn Zuism á barmi þrots Ágúst og Einar bróðir hans hafa jafnan verið kallaðir Kickstarter-bræður í fjölmiðlum vegna umdeildra safnana þeirra á fjáröflunarsíðunni Kickstarter. Einar var dæmdur fyrir tug milljóna fjársvikamál og segist Ágúst ekki haft neitt með það mál að gera. „Ég vissulega dróst í þetta ásamt einhverjum sex öðrum í byrjun en það er ekki minnst á mig, ég er ekki vitni og ég er ekki sakborningur í þessu máli,“ sagði Ágúst. Ber Ríkisútvarpið ófögrum orðum Í lok október 2015 var Kickstarter-söfnun bræðranna umfangsefni Kastljóss og birtist þar viðtal sem fréttamaður RÚV hafði tekið við bræður á vinnustofu þeirra fyrr í mánuðinum. Ágúst segist aldrei hafa vitað af því að söfnunin hafi verið neitt mál. Þeir bræður hafi aldrei fengið að heyra frá yfirvöldum að einni af söfnunum þeirra bræðra hefði verið lokað af löggæsluyfirvöldum fyrr en fréttamann RÚV bar að garði hjá þeim. Þá sé það „klárt mál“ að lögreglan hafi lekið upplýsingum til fréttamanns um Kickstarter-verkefni bræðranna og að lögregla hefði það til skoðunar. Það segir hann sjást á heimsóknum lögreglunnar á vefsvæði bræðranna á Kickstarter í aðdraganda Kastljóssþáttarins í lok október 2015. Ágúst Arnar segir að umfjöllun RÚV um þá bræður hafi ekki komið vel út fyrir þá. Bræðurnir virtust vera að fela sig á bak við hurð allan tímann en það hafi ekki verið vegna þess að þeir hefðu nokkuð að fela, þeir vildu einfaldlega ekki að hönnun þeirra væri mynduð. „[Þetta] rústaði náttúrulega mannorði mínu líka, ég missti íbúðina mína og kærustuna mína, allt sama daginn. Þetta var erfiður dagur,“ sagði Ágúst. Uppruni allra trúarbragða iðkaður í Zuism Zuism var viðurkennt sem trúfélag árið 2013 og var Ágúst Arnar einn af upphaflegum stjórnarmönnum félagsins. Hann, ásamt Einari bróður hans og Ólafi Helga Þorgrímssyni, voru stjórnarmenn félagsins í upphafi. Ágúst segir Ólaf hafa fengið hugmyndina að félaginu og að tilgangur stofnunar félagsins hafi verið að iðka elsta trúarbragð í heimi. „Þetta er uppruni allra trúarbragða og við vildum bara iðka það, mér fannst þetta skemmtilegt að fræðast um þetta og lesa um þetta,“ sagði Ágúst Arnar. Í upphafi var félagið mjög fámennt en það skilaði ekki inn ársskýrslum til sýslumannsins á Norðurlandi eystra. Ágúst segir að um „mannleg mistök“ hafi verið að ræða. Trúfélagið Zuism stefndi ríkinu vegna þess að sóknargjöldum var haldið eftir frá 2016 til 2017 vegna óvissu um hver stýrði félaginu. Zúistar vildu reisa hof í Reykjavík en var hafnað hjá Reykjavíkurborg.Vísir Árið 2015 gaf sig fram hópur sem fékk heimild sýslumanns til að taka við félaginu í kjölfar þess að fulltrúi sýslumanns auglýsti eftir forsvarsmönnum félagsins í Lögbirtingablaðinu í apríl 2015 vegna meintrar óvirkni félagsins. Ágúst segir að hann og Einar hafi viljað setjast niður með hópnum til að finna lausn á málinu.Sjá einnig: Zúistar telja ósannað að loforð um endurgreiðslur hafi fjölgað félögum „Við höfðum ekkert á móti þessum strákum og okkur leist ekkert illa á þetta sem þeir voru að gera, þeir voru að virkja félagið og svoleiðis,“ segir Ágúst en hópurinn hafði á þessum tíma komið fram fyrir hönd Zuism, lofað endurgreiðslu sóknargjalda og þúsundir Íslendinga höfðu skráð sig í söfnuðinn. Hann segir að hópurinn hafi aldrei komið hreint fram við þá bræður og í raun gefið þeim puttann. „Ég sagði bara, þið eruð ekki með þetta félag og ég skal bara sýna fram á það,“ segir Ágúst. Hann var í lok september 2017 viðurkenndur forstöðumaður félagsins. Rekstrarkostnaður félagsins rúmar 32 milljónir króna Eftir að Ágúst Arnar var viðurkenndur forstöðumaður trúfélagsins árið 2017 fékk hann það verkefni að uppfylla loforð um endurgreidd sóknargjöld þúsunda sóknarfélaga. Hann segir að sitt fyrsta verk hafi verið að fara í Þjóðskrá og sækja þangað lista yfir félaga í Zuism til að hann gæti endurgreitt þeim sóknargjöldin. Allir skráðir félagar hafi fengið endurgreitt og að tæpar sjö milljónir hafi verið greiddar til sóknarbarna Zuism. Mun hærri upphæðir hafi hins vegar farið í þá fjölmörgu málaferla sem félagið hefur staðið í undanfarin ár. Samkvæmt upplýsingum frá Fjársýslu ríkisins hefur félagið fengið samtals 84,7 milljónir króna greiddar í sóknargjöld á árunum 2016 til 2018. Þá hafi rekstrarkostnaður félagsins numið rúmum 32 milljónum króna. Engin starfsemi virðist þó fara fram á vegum Zuism og félagið virðist án húsnæðis. Það er enn skráð með lögheimili að Nethyl en Vísir hefur fengið það staðfest að félagið hafi aldrei rekið starfsemi þar.
Trúmál Zuism Tengdar fréttir Héraðssaksóknari rannsakar fjárreiður Zuism Ekki hefur verið greint áður frá því að embættið hafi fjármál félagsins til rannsóknar, þó að málefni þess hafi verið ítarlega til umfjöllunar í fjölmiðlum. 7. desember 2019 07:00 Fegurðardrottning og forstöðumaður Zuism fundu ástina Eitt nýjasta par landsins eru þau Katrín Lea Elenudóttir og Ágúst Arnar Ágústsson. Bæði hafa þau verið mikið í fjölmiðlum undanfarin ár en þó af ólíkum ástæðum. 8. desember 2019 15:28 Zuism „málamyndafélagsskapur“ til að komast yfir fé skattgreiðenda Ríkislögmaður telur verulegan vafa leika á því hvort trúfélagið Zuism sé starfandi sem slíkt. Ríkið sé enn að reyna að afla upplýsinga um starfsemi félagsins, sem erfiðlega hafi gengið að fá afhentar. 5. desember 2019 14:00 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Héraðssaksóknari rannsakar fjárreiður Zuism Ekki hefur verið greint áður frá því að embættið hafi fjármál félagsins til rannsóknar, þó að málefni þess hafi verið ítarlega til umfjöllunar í fjölmiðlum. 7. desember 2019 07:00
Fegurðardrottning og forstöðumaður Zuism fundu ástina Eitt nýjasta par landsins eru þau Katrín Lea Elenudóttir og Ágúst Arnar Ágústsson. Bæði hafa þau verið mikið í fjölmiðlum undanfarin ár en þó af ólíkum ástæðum. 8. desember 2019 15:28
Zuism „málamyndafélagsskapur“ til að komast yfir fé skattgreiðenda Ríkislögmaður telur verulegan vafa leika á því hvort trúfélagið Zuism sé starfandi sem slíkt. Ríkið sé enn að reyna að afla upplýsinga um starfsemi félagsins, sem erfiðlega hafi gengið að fá afhentar. 5. desember 2019 14:00