Bjóða sjötíu manns í mat á aðfangadagskvöld Stefán Árni Pálsson skrifar 16. desember 2019 13:30 Einar Karl er hér lengst til hægri ásamt starfsmönnum Gumma Ben bar. „Ég hef alltaf fyrir jólin reynt að gera eitthvað gott, en hef ekki gert það svona opinberlega eins og núna,“ segir Einar Karl Birgisson sem ætlar að bjóða sjötíu manns í mat á Gumma Ben bar á aðfangadagskvöld. Matarboðið er ætlað þeim sem hafa ekki tök á því að halda jól eða sjá fyrir að eyða kvöldinu ein. „Eftir að hafa sett mig í samband við góðgerðarfélög um hvað væri hægt að gera, hvernig hægt væri að leggja lóð á vogarskálarnar, þá kom þessi hugmynd upp.“ Hann segist hafa haft samband við eigendur Gumma Ben bar til að athuga hvort það væri möguleiki að fá húsnæðið til afnota, en Einar tekur það skýrt fram að eigendur staðarins tengist honum fjölskylduböndum. „Eftir að eigendur barsins voru klárir heyrði ég í þremur starfsmönnum þar hvort þeir væru til í að standa vaktina með mér og það var ekkert mál og allir til í að taka þátt í þessu. Fjölskylduaðstæður okkar allra leyfa það þessi jólin að gera þetta að veruleika, svo þá var ekki aftur snúið.“ Gott að fá umfjöllun Einar segist hafa haft samband við nokkur fyrirtæki um hvort þau væru til í að aðstoða hann við verkefnið og leggja því til mat og drykki. „Eftir að þetta fór svo á Facebook hafa átt í hundrað aðilar, einstaklingar og fyrirtæki verið í sambandi, til að kanna hvernig þeir geti lagt verkefninu lið. Eins hafa einstaklingar boðist til að vinna með okkur á aðfangadag,“ segir Einar og bætir við að um fjörutíu manns hafi skráð sig. „Fólk er ekki að skrá sig sjálft, heldur er ég að fá skilaboð frá aðilum sem segja að það koma þrír aðilar á þeirra vegum. Þess vegna er fjölmiðlaumfjöllun af hinu góða því við þurfum að fá fólk til að hugsa er einhver sem ég þekki sem ætti að kíkja þangað.“ Skráning fer fram í gengum jolamatur2019@gmail.com og á Facebook síðunni sem við stofnuðum. „Ég er óendanlega þakklátur öllum þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem leggja verkefninu lið. Það munu allir fá jólapakka, og hafa fyrirtæki og einstaklingar verið að koma með pakka, en það má koma þeim niður á Gumma Ben bar frá klukkan 12 á Þorláksmessu.“ Fjórmenningarnir munu bjóða upp á rammíslenskt hangikjöt með öllu tilheyrandi og ís á eftir. Hjálparstarf Jól Reykjavík Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Sjá meira
„Ég hef alltaf fyrir jólin reynt að gera eitthvað gott, en hef ekki gert það svona opinberlega eins og núna,“ segir Einar Karl Birgisson sem ætlar að bjóða sjötíu manns í mat á Gumma Ben bar á aðfangadagskvöld. Matarboðið er ætlað þeim sem hafa ekki tök á því að halda jól eða sjá fyrir að eyða kvöldinu ein. „Eftir að hafa sett mig í samband við góðgerðarfélög um hvað væri hægt að gera, hvernig hægt væri að leggja lóð á vogarskálarnar, þá kom þessi hugmynd upp.“ Hann segist hafa haft samband við eigendur Gumma Ben bar til að athuga hvort það væri möguleiki að fá húsnæðið til afnota, en Einar tekur það skýrt fram að eigendur staðarins tengist honum fjölskylduböndum. „Eftir að eigendur barsins voru klárir heyrði ég í þremur starfsmönnum þar hvort þeir væru til í að standa vaktina með mér og það var ekkert mál og allir til í að taka þátt í þessu. Fjölskylduaðstæður okkar allra leyfa það þessi jólin að gera þetta að veruleika, svo þá var ekki aftur snúið.“ Gott að fá umfjöllun Einar segist hafa haft samband við nokkur fyrirtæki um hvort þau væru til í að aðstoða hann við verkefnið og leggja því til mat og drykki. „Eftir að þetta fór svo á Facebook hafa átt í hundrað aðilar, einstaklingar og fyrirtæki verið í sambandi, til að kanna hvernig þeir geti lagt verkefninu lið. Eins hafa einstaklingar boðist til að vinna með okkur á aðfangadag,“ segir Einar og bætir við að um fjörutíu manns hafi skráð sig. „Fólk er ekki að skrá sig sjálft, heldur er ég að fá skilaboð frá aðilum sem segja að það koma þrír aðilar á þeirra vegum. Þess vegna er fjölmiðlaumfjöllun af hinu góða því við þurfum að fá fólk til að hugsa er einhver sem ég þekki sem ætti að kíkja þangað.“ Skráning fer fram í gengum jolamatur2019@gmail.com og á Facebook síðunni sem við stofnuðum. „Ég er óendanlega þakklátur öllum þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem leggja verkefninu lið. Það munu allir fá jólapakka, og hafa fyrirtæki og einstaklingar verið að koma með pakka, en það má koma þeim niður á Gumma Ben bar frá klukkan 12 á Þorláksmessu.“ Fjórmenningarnir munu bjóða upp á rammíslenskt hangikjöt með öllu tilheyrandi og ís á eftir.
Hjálparstarf Jól Reykjavík Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Sjá meira