Sportpakkinn: Átján ára hollenskur landsliðsmaður hetja Bayern í sínum fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2019 15:00 Joshua Zirkzee átti frábæra innkomu hjá Bayern í gærkvöldi. Hér fagnar hann markinu sínu. Getty/TF-Images Bayern er enn fjórum stigum á eftir efstu liðum þýsku deildarinnar eftir leikina í gær en það munaði ekki miklu að munurinn væri enn meiri. Arnar Björnsson skoðaði leiki gærdagsins í þýsku bundesligunni og óvænta hetju Bæjara. Knattspyrnustjóri Borussia Mönchengladbach gerði sex breytingar frá tapi gegn Wolfsburg um helgina þegar neðsta liðið Paderborn kom í heimsókn á Borussia Park gærkvöldi. Gladbach gat jafnað við Leipzig á toppnum í Bundesligunni með sigri. Staðan var 0-0 í hálfleik en seinni hálfleikurinn var nýhafinn þegar Patrick Herrmann vann boltann af Jamilu Collins. Lars Stindl sendi á Alassane Plea og Frakkinn skoraði fimmta mark sitt í deildinni í vetur. Um miðjan hálfleikinn var dæmd vítaspyrna þegar Sebastian Schonlau slæmdi hendinni í andlitið á Patrick Hermann. Lars Stindl skoraði úr vítaspyrnunni. Gladbach vann leikinn því 2-0 og er líkt og Leipzig með 34 stig en Leipzig heldur fyrsta sætinu á markamun. Bayern Mülnchen er í þriðja sæti, fjórum stigum á eftir efstu liðunum. Freiburg var mótherji meistaranna í Bayern München. Hinn 19 ára Alphonso Davies lagði upp fyrsta markið fyrir Robert Lewandowski. Nítjánda mark Pólverjans í deildinni á leiktíðinni og 221. mark hans í Bundesligunni. Hann er þar með orðinn sá þriðji markahæsti frá upphafi eftir að hafa farið fram úr Jupp Heynkes í gærkvöldi.Markahæstu leikmenn í þýsku Bundesligunni frá upphafi:1. Gerd Müller 365 mörk í 365 leikjum2. Klaus Fishcer 268 mörk í 268 leikjum3. Robert Lewandowski 221 mark í 306 leikjum4. Jupp Heynkes 220 mörk í 369 leikjum5. Manfred Burgemüller 213 mörk í 447 leikjum Vincenzo Grifo jafnaði metin þegar hálftími var eftir en átján ára hollenskur landsliðsmaður, Joshua Zirkzee, kom af varamannabekknum í sínum fyrsta leik í deildinni. Hann var aðeins búinn að vera inn á í 104 sekúndur þegar hann kom Bæjurum yfir á annarri mínútu uppbótatímans. Zirkzee er sá þriðji yngsti sem skorar fyrir Bæjara í Bundesligunni, aðeins Roque Santa Cruz og Alphonso Davies voru yngri. Serge Gnabry bætti þriðja markinu við skömmu síðar og FC Bayern vann leikinn 3-1. Schalke er í fimmta sæti, stigi á eftir Bayern og Borussia Dortmund. Tyrkneski miðvörðurinn, Ozan Kabak, kom Schalke yfir gegn Wolfsburg í byrjun seinni hálfleiks. Þessi 19 ára strákur var valinn besti nýliðinn á síðustu leiktíð og lék sinn 1. og eina landsleik gegn Íslendingum í síðasta mánuði. Kevin Mbabu jafnaði metin og tryggði Wolfsburg stig, liðið er í 8. sæti með 24 stig. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Átján ára hollenskur landsliðsmaður hetja Bayern í sínum fyrsta leik Sportpakkinn Þýski boltinn Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Bayern er enn fjórum stigum á eftir efstu liðum þýsku deildarinnar eftir leikina í gær en það munaði ekki miklu að munurinn væri enn meiri. Arnar Björnsson skoðaði leiki gærdagsins í þýsku bundesligunni og óvænta hetju Bæjara. Knattspyrnustjóri Borussia Mönchengladbach gerði sex breytingar frá tapi gegn Wolfsburg um helgina þegar neðsta liðið Paderborn kom í heimsókn á Borussia Park gærkvöldi. Gladbach gat jafnað við Leipzig á toppnum í Bundesligunni með sigri. Staðan var 0-0 í hálfleik en seinni hálfleikurinn var nýhafinn þegar Patrick Herrmann vann boltann af Jamilu Collins. Lars Stindl sendi á Alassane Plea og Frakkinn skoraði fimmta mark sitt í deildinni í vetur. Um miðjan hálfleikinn var dæmd vítaspyrna þegar Sebastian Schonlau slæmdi hendinni í andlitið á Patrick Hermann. Lars Stindl skoraði úr vítaspyrnunni. Gladbach vann leikinn því 2-0 og er líkt og Leipzig með 34 stig en Leipzig heldur fyrsta sætinu á markamun. Bayern Mülnchen er í þriðja sæti, fjórum stigum á eftir efstu liðunum. Freiburg var mótherji meistaranna í Bayern München. Hinn 19 ára Alphonso Davies lagði upp fyrsta markið fyrir Robert Lewandowski. Nítjánda mark Pólverjans í deildinni á leiktíðinni og 221. mark hans í Bundesligunni. Hann er þar með orðinn sá þriðji markahæsti frá upphafi eftir að hafa farið fram úr Jupp Heynkes í gærkvöldi.Markahæstu leikmenn í þýsku Bundesligunni frá upphafi:1. Gerd Müller 365 mörk í 365 leikjum2. Klaus Fishcer 268 mörk í 268 leikjum3. Robert Lewandowski 221 mark í 306 leikjum4. Jupp Heynkes 220 mörk í 369 leikjum5. Manfred Burgemüller 213 mörk í 447 leikjum Vincenzo Grifo jafnaði metin þegar hálftími var eftir en átján ára hollenskur landsliðsmaður, Joshua Zirkzee, kom af varamannabekknum í sínum fyrsta leik í deildinni. Hann var aðeins búinn að vera inn á í 104 sekúndur þegar hann kom Bæjurum yfir á annarri mínútu uppbótatímans. Zirkzee er sá þriðji yngsti sem skorar fyrir Bæjara í Bundesligunni, aðeins Roque Santa Cruz og Alphonso Davies voru yngri. Serge Gnabry bætti þriðja markinu við skömmu síðar og FC Bayern vann leikinn 3-1. Schalke er í fimmta sæti, stigi á eftir Bayern og Borussia Dortmund. Tyrkneski miðvörðurinn, Ozan Kabak, kom Schalke yfir gegn Wolfsburg í byrjun seinni hálfleiks. Þessi 19 ára strákur var valinn besti nýliðinn á síðustu leiktíð og lék sinn 1. og eina landsleik gegn Íslendingum í síðasta mánuði. Kevin Mbabu jafnaði metin og tryggði Wolfsburg stig, liðið er í 8. sæti með 24 stig. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Átján ára hollenskur landsliðsmaður hetja Bayern í sínum fyrsta leik
Sportpakkinn Þýski boltinn Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira