Sonurinn vildi „óvenjulegt“ frí svo hún fór með hann til Íslands Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. desember 2019 21:39 Claudia Winkelman er hæst launaða konan sem starfar hjá breska ríkisútvarpinu. Vísir/getty Breska sjónvarpsstjarnan Claudia Winkelman er stödd hér á landi ef marka má færslur hennar á Instagram. Winkelman stýrir raunveruleikaþættinum Strictly Come Dancing, breskri fyrirmynd hinnar íslensku þáttaraðar Allir geta dansað sem sýnd er á Stöð 2. Winkelman, sem breskir fjölmiðlar segja afar sparsama á opinberar færslur og yfirlýsingar um einkalíf sitt, birti sjaldséða mynd af syni sínum, Jake, á Instagram í dag. „Sá sextán ára sagði að hann myndi aðeins koma í frí með mér ef það væri „óvenjulegt“. Við erum ástfangin af þér, Ísland,“ skrifaði Winkelman við myndina, þar sem Jake sést virða fyrir sér íslenska sólarupprás. Þá birtir hún aðra mynd í svokölluðu „story“ af syni sínum horfa yfir Bláa lónið. View this post on Instagram 16 year old said he'd only come away with me if it was "unusual". We are in love with you Iceland. A post shared by Claudia Winkleman (@claudiawinkle) on Dec 19, 2019 at 2:37am PST Í frétt breska dagblaðsins Hello Magazine segir að Winkelman sé stödd hér á landi ásamt fjölskyldu sinni; eiginmanni sínum, Kris Thykier, og börnum þeirra, áðurnefndum Jake, Matildu og Arthur. Winkelman ætti að vera Bretum flestum kunnug en eins og áður segir er hún kynnir í þáttaröðinni Strictly Come Dancing, sem sýnd er á BBC One. Hún hefur einkum sinnt slíkum kynnastörfum í gegnum tíðina en hefur einnig getið sér gott orð sem gestur í fjölmörgum breskum umræðuþáttum, sem og á sviði útvarps og blaðamennsku. Hún er hæst launaða konan sem starfar hjá breska ríkisútvarpinu. Bretland Íslandsvinir Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Sjá meira
Breska sjónvarpsstjarnan Claudia Winkelman er stödd hér á landi ef marka má færslur hennar á Instagram. Winkelman stýrir raunveruleikaþættinum Strictly Come Dancing, breskri fyrirmynd hinnar íslensku þáttaraðar Allir geta dansað sem sýnd er á Stöð 2. Winkelman, sem breskir fjölmiðlar segja afar sparsama á opinberar færslur og yfirlýsingar um einkalíf sitt, birti sjaldséða mynd af syni sínum, Jake, á Instagram í dag. „Sá sextán ára sagði að hann myndi aðeins koma í frí með mér ef það væri „óvenjulegt“. Við erum ástfangin af þér, Ísland,“ skrifaði Winkelman við myndina, þar sem Jake sést virða fyrir sér íslenska sólarupprás. Þá birtir hún aðra mynd í svokölluðu „story“ af syni sínum horfa yfir Bláa lónið. View this post on Instagram 16 year old said he'd only come away with me if it was "unusual". We are in love with you Iceland. A post shared by Claudia Winkleman (@claudiawinkle) on Dec 19, 2019 at 2:37am PST Í frétt breska dagblaðsins Hello Magazine segir að Winkelman sé stödd hér á landi ásamt fjölskyldu sinni; eiginmanni sínum, Kris Thykier, og börnum þeirra, áðurnefndum Jake, Matildu og Arthur. Winkelman ætti að vera Bretum flestum kunnug en eins og áður segir er hún kynnir í þáttaröðinni Strictly Come Dancing, sem sýnd er á BBC One. Hún hefur einkum sinnt slíkum kynnastörfum í gegnum tíðina en hefur einnig getið sér gott orð sem gestur í fjölmörgum breskum umræðuþáttum, sem og á sviði útvarps og blaðamennsku. Hún er hæst launaða konan sem starfar hjá breska ríkisútvarpinu.
Bretland Íslandsvinir Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Sjá meira