Mathis Rayan Cherki kom til Lyon sjö ára gamall og hefur komið þaðan í gegnum unglingastarfið en í júlí skrifaði hann svo undir samning til ársins 2022.
Hann hefur nú þegar fengið frumfraun sína í bæði frönsku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni. Hann spilaði gegn Dijon í október og í lok síðasta mánaðar kom hann inn á í tapi gegn Zenit í Meistaradeildinni.
Liverpool are believed to have joined Manchester United and Manchester City in tracking 16-year-old Mathis Rayan Cherki.
Latest football gossip https://t.co/J2XdOZvmyb#bbcfootball#LFC#mcfc#mufcpic.twitter.com/Jr45rQyXJX
— BBC Sport (@BBCSport) December 2, 2019
Risarnir þrír á Englandi eru taldir fylgjast vel með gangi mála hjá þessum afar efnilega framherja sem á þó enn eftir að skora sitt fyrsta mark í aðalliðs bolta.
Hann hefur leikið tvo leiki fyrir U16-ára lið Frakka en ekki tekist að skora. Hann er ættaður frá Alsír.