Opið hús hjá SVFR 6. desember Karl Lúðvíksson skrifar 2. desember 2019 10:09 Nú er komið að fyrsta opna húsi vetrarins hjá SVFR sem er í samstarfi við Flugubúlluna en þessi kvöld hafa verið hluti af vetrarstarfi SVFR í áratugi. Það sem veiðimenn gera á veturna er að tala um veiði og Opnu húsin hjá SVFR hafa verið skemmtilegur vettvangur til þess. Dagskráin verður sérlega glæsileg þetta kvöldið nánar tiltekið föstudaginn 6. desember. Húsið opnar kl. 19.00 og 80 fyrstu gestir kvöldins fá hamborgara í tilefni 80 ára afmælis félagsins. Dagskráin byrjar svo um kl. 20.00 á afmælisorðum frá fulltrúa stjórnar SVFR sem einnig fjallar um veiðisvæði félagsins, Guðni Guðbergsson kemur og ræðir um veiðisumarið og hvers er að vænta næsta sumar, Ási Helga og Sigurður Héðinn "Haugurinn" kynna bók sína og verða með hana á góðu verði fyrir gesti, myndagetraun og síðast en ekki síst stútfullur happahylur sem inniheldur m.a. veiðileyfi, veiðivörur, veiði- og matreiðslubækur. Veiðikortið o.m.fl. Flugubúllan verður á staðnum og kynnir vörur sínar. Heildarverðmæti vinninga sennilega sjaldan verið hærra. Ef þú vilt upplifa skemmtilegt kvöld og eiga möguleika á flottum vinningum, láttu þig þá ekki vanta. Þess ber að geta að staðsetning er við Síðumúla 1 í sal Garðyrkjufélags Íslands, (gengið inn frá Ármúla) en ekki við Rafstöðvarveg eins og stundum. Stangveiði Mest lesið Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Fín veiði í heiðarvötnum landsins Veiði Kvennanefnd tekin til starfa hjá SVFR Veiði Töluvert af laxi neðst í Leirvogsá Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Leiðsögn um Fjarðará í Hvalvatnsfirði Veiði Dómsdagsspár um laxveiðina eiga ekki við rök að styðjast Veiði Litlar líkur á vatnsleysi á komandi sumri? Veiði Enn einn góður dagur í Stóru Laxá Veiði
Nú er komið að fyrsta opna húsi vetrarins hjá SVFR sem er í samstarfi við Flugubúlluna en þessi kvöld hafa verið hluti af vetrarstarfi SVFR í áratugi. Það sem veiðimenn gera á veturna er að tala um veiði og Opnu húsin hjá SVFR hafa verið skemmtilegur vettvangur til þess. Dagskráin verður sérlega glæsileg þetta kvöldið nánar tiltekið föstudaginn 6. desember. Húsið opnar kl. 19.00 og 80 fyrstu gestir kvöldins fá hamborgara í tilefni 80 ára afmælis félagsins. Dagskráin byrjar svo um kl. 20.00 á afmælisorðum frá fulltrúa stjórnar SVFR sem einnig fjallar um veiðisvæði félagsins, Guðni Guðbergsson kemur og ræðir um veiðisumarið og hvers er að vænta næsta sumar, Ási Helga og Sigurður Héðinn "Haugurinn" kynna bók sína og verða með hana á góðu verði fyrir gesti, myndagetraun og síðast en ekki síst stútfullur happahylur sem inniheldur m.a. veiðileyfi, veiðivörur, veiði- og matreiðslubækur. Veiðikortið o.m.fl. Flugubúllan verður á staðnum og kynnir vörur sínar. Heildarverðmæti vinninga sennilega sjaldan verið hærra. Ef þú vilt upplifa skemmtilegt kvöld og eiga möguleika á flottum vinningum, láttu þig þá ekki vanta. Þess ber að geta að staðsetning er við Síðumúla 1 í sal Garðyrkjufélags Íslands, (gengið inn frá Ármúla) en ekki við Rafstöðvarveg eins og stundum.
Stangveiði Mest lesið Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Fín veiði í heiðarvötnum landsins Veiði Kvennanefnd tekin til starfa hjá SVFR Veiði Töluvert af laxi neðst í Leirvogsá Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Leiðsögn um Fjarðará í Hvalvatnsfirði Veiði Dómsdagsspár um laxveiðina eiga ekki við rök að styðjast Veiði Litlar líkur á vatnsleysi á komandi sumri? Veiði Enn einn góður dagur í Stóru Laxá Veiði