Auk fyrrnefndra var Aron Can mættur til að trylla lýðinn og var stemmningin góð eins og sést á myndunum.
Svellið verður opið allan desember ef frá eru taldir aðfangadagur og jóladagur.
Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova sem stendur fyrir svellinu í samstarfi við Reykjavíkurborg og Orku Náttúrunnar í fimmta skipti, segir að heimsóknarmet hafi verið slegið um helgina.
Svo virðist sem svellið sé að festa sig betur og betur í sessi hjá borgarbúum.






