Evu Maríu hótað þegar hún stofnaði Sætar syndir Stefán Árni Pálsson skrifar 4. desember 2019 11:30 Eva María stofnaði Sætar syndir það tók heldur betur á. Stöð 2 Eva María Hallgrímsdóttir stofnaði kökuskreytingafyrirtækið Sætar syndir fyrir nokkrum árum en það gekk ekki átakalaust fyrir sig og þurfti hún að ganga í gegnum erfiða tíma í kjölfarið. Rætt var við Evu í Íslandi í í dag síðastliðinn föstudag á Stöð 2. Henni var hótað og hún lögsótt trekk í trekk eins og hver annar glæpamaður eins og hún orðar það. „Þetta var þannig að ég var að undirbúa opnunina í Sætum og fæ tölvupóst frá bakara sem fer að spyrja mig hvenær ég ætli að opna og svoleiðis og ég sé að brjóta lög með því opna kökugerð og ég skuli sko ekki halda það að ég fái að hafa fyrirtækið mitt í friði,“ segir Eva sem var sagt að hún væri að brjóta iðnaðarlög með því þar sem hún væri ekki menntaður bakari.Fór fram og til baka í kerfinu „Hann sagði að samtök bakara ættu ógrynni af fjár og myndi hafa tíma til að elta mig uppi hvernig sem færi. Mér auðvitað brá við þetta og þetta var alls ekki eitthvað sem ég átti von á. Ég hafði samband við lögfræðing sem tók málin í sínar hendur og svaraði honum. Svo leið ekkert að löngu þangað til ég fékk bréf heim sem var ákæra frá lögreglunni og Samtökum iðnaðarins um brot á iðnaðarlögum. Lögfræðingur minn fer þá í það mál og því máli var síðan vísað frá. Svo liðu nokkrar vikur og þá kemur aftur bréf frá Ríkissaksóknara. Þá höfðu þeir vísað frávísuninni til þeirra og það var tekið fyrir þar og þeir vísa þessu aftur til efnismeðferðar til lögreglunnar. Þar var þessu aftur vísað frá og þá var ég fyrst fengin í skýrslutöku. Ég mæti niður á lögreglustöð með lögmann með mér sem var mjög absúrd upplifun,“ segir Eva og málið hélt áfram og hún aftur kærð til Ríkissaksóknara. Aftur var málinu vísað frá en að lokum var Samtökum iðnaðarins tilkynnt að þeir hefðu ekki grundvöll fyrir annarri kæru. „Ég er með kökugerð og við sérhæfum okkur í kökuskreytingum og við erum með matvælavottað eldhús og fylgjum öllum þeim reglugerðum sem fylgja heilbrigðiseftirlitinu. Þetta snýst ekki um að ég sé bakari, við erum ekki inni á þeim markaði og erum ekki að baka brauð eða neitt þannig.“ En Eva hefur slegið í gegn með kökuskreytingunum og meðal annars gert skreytingar fyrir heimsþekktar stjörnur eins og Guns And Roses og fleiri. Vala Matt hitti hana í síðustu viku og kynnti sér málið. Ísland í dag Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Eva María Hallgrímsdóttir stofnaði kökuskreytingafyrirtækið Sætar syndir fyrir nokkrum árum en það gekk ekki átakalaust fyrir sig og þurfti hún að ganga í gegnum erfiða tíma í kjölfarið. Rætt var við Evu í Íslandi í í dag síðastliðinn föstudag á Stöð 2. Henni var hótað og hún lögsótt trekk í trekk eins og hver annar glæpamaður eins og hún orðar það. „Þetta var þannig að ég var að undirbúa opnunina í Sætum og fæ tölvupóst frá bakara sem fer að spyrja mig hvenær ég ætli að opna og svoleiðis og ég sé að brjóta lög með því opna kökugerð og ég skuli sko ekki halda það að ég fái að hafa fyrirtækið mitt í friði,“ segir Eva sem var sagt að hún væri að brjóta iðnaðarlög með því þar sem hún væri ekki menntaður bakari.Fór fram og til baka í kerfinu „Hann sagði að samtök bakara ættu ógrynni af fjár og myndi hafa tíma til að elta mig uppi hvernig sem færi. Mér auðvitað brá við þetta og þetta var alls ekki eitthvað sem ég átti von á. Ég hafði samband við lögfræðing sem tók málin í sínar hendur og svaraði honum. Svo leið ekkert að löngu þangað til ég fékk bréf heim sem var ákæra frá lögreglunni og Samtökum iðnaðarins um brot á iðnaðarlögum. Lögfræðingur minn fer þá í það mál og því máli var síðan vísað frá. Svo liðu nokkrar vikur og þá kemur aftur bréf frá Ríkissaksóknara. Þá höfðu þeir vísað frávísuninni til þeirra og það var tekið fyrir þar og þeir vísa þessu aftur til efnismeðferðar til lögreglunnar. Þar var þessu aftur vísað frá og þá var ég fyrst fengin í skýrslutöku. Ég mæti niður á lögreglustöð með lögmann með mér sem var mjög absúrd upplifun,“ segir Eva og málið hélt áfram og hún aftur kærð til Ríkissaksóknara. Aftur var málinu vísað frá en að lokum var Samtökum iðnaðarins tilkynnt að þeir hefðu ekki grundvöll fyrir annarri kæru. „Ég er með kökugerð og við sérhæfum okkur í kökuskreytingum og við erum með matvælavottað eldhús og fylgjum öllum þeim reglugerðum sem fylgja heilbrigðiseftirlitinu. Þetta snýst ekki um að ég sé bakari, við erum ekki inni á þeim markaði og erum ekki að baka brauð eða neitt þannig.“ En Eva hefur slegið í gegn með kökuskreytingunum og meðal annars gert skreytingar fyrir heimsþekktar stjörnur eins og Guns And Roses og fleiri. Vala Matt hitti hana í síðustu viku og kynnti sér málið.
Ísland í dag Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira