Svíþjóðardemókratar ekki lengur í kuldanum á hægri vængnum Atli Ísleifsson skrifar 4. desember 2019 13:14 Ulf Kristersson, leiðtogi sænska Hægriflokksins (Moderaterna) og Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata. Getty Ulf Kristersson, leiðtogi sænska Hægriflokksins (Moderaterna) og Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, áttu í morgun sinn fyrsta formlega tvíhliða fund í húsakynnum sænska þingsins. Svíþjóðardemókratar, sem tala fyrir harðri stefnu í innflytjendamálum, hafa lengi verið einangraðir á sænska þinginu þar sem aðrir flokkar hafa sniðgengið þingmenn Svíþjóðardemókrata og hafnað öllu samstarfi. Nú virðist hins vegar sem að breyting kunni að vera á því. Svíþjóðardemókratar og Hægriflokkurinn eru báðir í stjórnarandstöðu, en skoðanakannanir hafa að undanförnu sýnt aukinn stuðning við Svíþjóðardemókrata. Hefur flokkurinn ítrekað mælst annar stærsti flokkurinn í landinu með um og nokkuð yfir 20 prósent fylgi.Greindu báðir frá fundinum á Facebook Åkesson og Kristersson greindu báðir frá vinnufundinum á Facebook-síðum sínum fyrr í dag. „Í dag heimsótti ég og þingflokksformaður minn vinnuherbergi Ulf Kristersson vegna fyrsta beina fundar okkar með Ulf Kristersson og þingflokksformanni Moderaterna. Á fundinum ræddum við meðal annars hvernig eigi að bregðast við alvarlegum glæpum í landinu okkar þar sem ríkisstjórnin hefur algerlega brugðist. En einnig hvernig innflytjendapólitík og orkumálapólitík framtíðar eigi að vera,“ segir Åkesson. Bætti hann við að fundurinn hafi verið gefandi og boði gott varðandi framtíðarsamstarf á sviði stjórnmála. Kristersson segir á sinni síðu að hann hafi viljað funda til að ræða nokkur mikilvæg málefni þar sem flokkarnir eru á svipaðri línu. Helst hafi verið rætt um hert viðbrögð vegna glæpa og málefni kjarnorku. Hann segir sömuleiðis að viðræðurnar hafi verið uppbyggilegar og bjóði upp á pólitískt samstarf. Þingkosningar fóru fram í Svíþjóð í september 2018 og fór svo, eftir margra mánaða viðræður, að Jafnaðarmenn og Græningjar mynduðu nýja stjórn með stuðningi frá Miðflokknum og Frjálslyndum. Leiðir Stefan Löfven, leiðtogi Jafnaðarmanna, þá stjórn. Hann tók fyrst við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar árið 2014. Svíþjóð Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira
Ulf Kristersson, leiðtogi sænska Hægriflokksins (Moderaterna) og Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, áttu í morgun sinn fyrsta formlega tvíhliða fund í húsakynnum sænska þingsins. Svíþjóðardemókratar, sem tala fyrir harðri stefnu í innflytjendamálum, hafa lengi verið einangraðir á sænska þinginu þar sem aðrir flokkar hafa sniðgengið þingmenn Svíþjóðardemókrata og hafnað öllu samstarfi. Nú virðist hins vegar sem að breyting kunni að vera á því. Svíþjóðardemókratar og Hægriflokkurinn eru báðir í stjórnarandstöðu, en skoðanakannanir hafa að undanförnu sýnt aukinn stuðning við Svíþjóðardemókrata. Hefur flokkurinn ítrekað mælst annar stærsti flokkurinn í landinu með um og nokkuð yfir 20 prósent fylgi.Greindu báðir frá fundinum á Facebook Åkesson og Kristersson greindu báðir frá vinnufundinum á Facebook-síðum sínum fyrr í dag. „Í dag heimsótti ég og þingflokksformaður minn vinnuherbergi Ulf Kristersson vegna fyrsta beina fundar okkar með Ulf Kristersson og þingflokksformanni Moderaterna. Á fundinum ræddum við meðal annars hvernig eigi að bregðast við alvarlegum glæpum í landinu okkar þar sem ríkisstjórnin hefur algerlega brugðist. En einnig hvernig innflytjendapólitík og orkumálapólitík framtíðar eigi að vera,“ segir Åkesson. Bætti hann við að fundurinn hafi verið gefandi og boði gott varðandi framtíðarsamstarf á sviði stjórnmála. Kristersson segir á sinni síðu að hann hafi viljað funda til að ræða nokkur mikilvæg málefni þar sem flokkarnir eru á svipaðri línu. Helst hafi verið rætt um hert viðbrögð vegna glæpa og málefni kjarnorku. Hann segir sömuleiðis að viðræðurnar hafi verið uppbyggilegar og bjóði upp á pólitískt samstarf. Þingkosningar fóru fram í Svíþjóð í september 2018 og fór svo, eftir margra mánaða viðræður, að Jafnaðarmenn og Græningjar mynduðu nýja stjórn með stuðningi frá Miðflokknum og Frjálslyndum. Leiðir Stefan Löfven, leiðtogi Jafnaðarmanna, þá stjórn. Hann tók fyrst við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar árið 2014.
Svíþjóð Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira