Sportpakkinn: Grafa hitamæla ofan í Laugardalsvöll og leita til fjölda sérfræðinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2019 16:15 Guðjón Guðmundsson á Laugardalsvellinum í dag. Mynd/S2 Knattspyrnusamband Íslands og starfsmenn Laugardalsvellar þurfa að gera miklu miklu meira en að leggja hitadúk yfir Laugardalsvöllinn ef völlurinn á að vera klár fyrir umspilsleikinn á móti Rúmeníu í mars. Guðjón Guðmundsson skellti sér niður á snævi þakktan Laugardalsvöll í dag og skoðaði aðstæður en svona gætu aðstæðurnar verið þegar Íslands fær Rúmeníu í heimsókn 26. mars næstkomandi. Knattspyrnusamband Íslands hefur sett í gang aðgerðaráætlun svo að Laugardalsvöllurinn verði leikfær á þessum mikilvæga degi.Vitum ekkert hvað bíður okkar „Við erum að fást við íslenska vetur og vitum ekkert hvað bíður okkar. Við þurfum því í okkar plönum að gera ráð fyrir öllum sviðsmyndum og það er ekki einfalt,“ sagði Víðir Reynisson, starfsmaður KSÍ. „Við þurfum bæði að vera heppin með aðstæður en svo þurfa þær aðgerðir sem Kristinn vallarstjóri og hans menn hafa lagt til, að ganga upp. Það eru margir óvissuþættir í því ennþá,“ sagði Víðir en hverjir eru helstu óvissuþættirnir. „Við ráðum lítið við veðrið en við erum með áætlanir með að vinna þannig í vellinum að reyna að draga úr sveiflunum sem geta orðið. Síðan erum við að skoða hvenær við þurfum að bregðast við ef við þurfum að breyta okkar áætlunum. Okkar verkefni núna er að skila tillögum til stjórnar KSÍ fyrir 12. desember þannig að aðgerðaáætlun vetrarins liggi fyrir þá,“ sagði Víðir. Það er ekki nóg að huga að vellinum tveimur vikum fyrir leik.Sérfræðingar á öllum mögulegum sviðum „Við byrjuðum á þessu fyrir talsverðu síðan þegar ljóst væri að umspilið yrði okkar hlutskipti í keppninni. Við höfum unnið í þessu daglega síðan og það er ansi stór hópur manna sem kemur að þessu og mitt verkefni er að leiða þann hóp,“ sagði Víðir. „Við erum búnir að kalla til sérfræðinga á öllum mögulegum sviðum og erum í samskiptum við aðila sem við teljum að geti hjálpað okkur við þetta. Verkefnið er snúið og mikil áskorun en jafnframt mjög skemmtilegt fyrir okkur,“ sagði Víðir. Árið 2013 þurfti KSÍ að leggja hitadúk yfir völlinn fyrir leik á móti Króatíu í umspili fyrir HM 2014. Sá leikur fór fram í nóvember en verkefnið er hins vegar viðameira fyrir leikinn á móti Rúmeníu í mars á næsta ári. „Það verður stefnt að því að gera svipað en dúkurinn verður kannski lengur yfir vellinum á næsta ári en var fyrir Króatíuleikinn. Þá var hann yfir vellinum í kringum viku. Núna vonumst við að fá hann þremur vikum fyrir leik,“ sagði Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar. Það þarf að gera meira en að leggja dúkinn yfir völlinn.Mikil vinna í svörtu skammdeginu „Við þurfum að gera miklu miklu meira. Þetta er búið að vera mánaðarundirbúningur síðan að við áttuðum okkur á því að við værum að fara í umspilið. Þetta verður undirbúningur fram að leik eða desember, janúar og febrúar í ákveðinni vinnur og svo kemur hitadúkurinn hugsanlega í mars. Plan og vinna í svarta skammdeginu verður mikil,“ sagði Kristinn. Það er búið að fjárfesta í jarðvegshitamælum og rakamælum sem ætlunin er að graf í völlinn. „Við fylgjumst þar með hitastiginu og ástandinu á vellinum í tölvunni,“ sagði Kristinn. Það má sjá allt innslag Guðjóns Guðmundssonar hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: KSÍ undirbýr Laugardalsvöllinn fyrir umspilsleikinn í mars EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Reykjavík Sportpakkinn Veður Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands og starfsmenn Laugardalsvellar þurfa að gera miklu miklu meira en að leggja hitadúk yfir Laugardalsvöllinn ef völlurinn á að vera klár fyrir umspilsleikinn á móti Rúmeníu í mars. Guðjón Guðmundsson skellti sér niður á snævi þakktan Laugardalsvöll í dag og skoðaði aðstæður en svona gætu aðstæðurnar verið þegar Íslands fær Rúmeníu í heimsókn 26. mars næstkomandi. Knattspyrnusamband Íslands hefur sett í gang aðgerðaráætlun svo að Laugardalsvöllurinn verði leikfær á þessum mikilvæga degi.Vitum ekkert hvað bíður okkar „Við erum að fást við íslenska vetur og vitum ekkert hvað bíður okkar. Við þurfum því í okkar plönum að gera ráð fyrir öllum sviðsmyndum og það er ekki einfalt,“ sagði Víðir Reynisson, starfsmaður KSÍ. „Við þurfum bæði að vera heppin með aðstæður en svo þurfa þær aðgerðir sem Kristinn vallarstjóri og hans menn hafa lagt til, að ganga upp. Það eru margir óvissuþættir í því ennþá,“ sagði Víðir en hverjir eru helstu óvissuþættirnir. „Við ráðum lítið við veðrið en við erum með áætlanir með að vinna þannig í vellinum að reyna að draga úr sveiflunum sem geta orðið. Síðan erum við að skoða hvenær við þurfum að bregðast við ef við þurfum að breyta okkar áætlunum. Okkar verkefni núna er að skila tillögum til stjórnar KSÍ fyrir 12. desember þannig að aðgerðaáætlun vetrarins liggi fyrir þá,“ sagði Víðir. Það er ekki nóg að huga að vellinum tveimur vikum fyrir leik.Sérfræðingar á öllum mögulegum sviðum „Við byrjuðum á þessu fyrir talsverðu síðan þegar ljóst væri að umspilið yrði okkar hlutskipti í keppninni. Við höfum unnið í þessu daglega síðan og það er ansi stór hópur manna sem kemur að þessu og mitt verkefni er að leiða þann hóp,“ sagði Víðir. „Við erum búnir að kalla til sérfræðinga á öllum mögulegum sviðum og erum í samskiptum við aðila sem við teljum að geti hjálpað okkur við þetta. Verkefnið er snúið og mikil áskorun en jafnframt mjög skemmtilegt fyrir okkur,“ sagði Víðir. Árið 2013 þurfti KSÍ að leggja hitadúk yfir völlinn fyrir leik á móti Króatíu í umspili fyrir HM 2014. Sá leikur fór fram í nóvember en verkefnið er hins vegar viðameira fyrir leikinn á móti Rúmeníu í mars á næsta ári. „Það verður stefnt að því að gera svipað en dúkurinn verður kannski lengur yfir vellinum á næsta ári en var fyrir Króatíuleikinn. Þá var hann yfir vellinum í kringum viku. Núna vonumst við að fá hann þremur vikum fyrir leik,“ sagði Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar. Það þarf að gera meira en að leggja dúkinn yfir völlinn.Mikil vinna í svörtu skammdeginu „Við þurfum að gera miklu miklu meira. Þetta er búið að vera mánaðarundirbúningur síðan að við áttuðum okkur á því að við værum að fara í umspilið. Þetta verður undirbúningur fram að leik eða desember, janúar og febrúar í ákveðinni vinnur og svo kemur hitadúkurinn hugsanlega í mars. Plan og vinna í svarta skammdeginu verður mikil,“ sagði Kristinn. Það er búið að fjárfesta í jarðvegshitamælum og rakamælum sem ætlunin er að graf í völlinn. „Við fylgjumst þar með hitastiginu og ástandinu á vellinum í tölvunni,“ sagði Kristinn. Það má sjá allt innslag Guðjóns Guðmundssonar hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: KSÍ undirbýr Laugardalsvöllinn fyrir umspilsleikinn í mars
EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Reykjavík Sportpakkinn Veður Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira