Sportpakkinn: Leikmenn Gróttu fá ekki greidd nein laun í Pepsi Max deildinni næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2019 16:45 Leikmenn Gróttu fagna sigri í Inkasso deildinni síðasta haust. Mynd/S2 Ágúst Gylfason, nýráðinn þjálfari Gróttu, ætlar ekki að breyta þeim gildum sem skiluðu Gróttu óvænt sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins. Ágúst tók við liði Gróttu í haust af Óskari Hrafni Þorvaldssyni sem hafði á tveimur farið með liðið upp úr C-deild og upp í Pepsi Max deild karla. Grótta vann Inkasso deildina síðasta sumar en enginn leikmaður liðsins fékk þá greidd laun. Það mun ekki breytast í deild þeirra bestu. Guðjón Guðmundsson, heimsótti Ágúst Gylfason út á Seltjarnarnes og ræddi við hann um nýja starfið og næsta sumar.Mikil jákvæðni og stemmning „Þetta er bara skemmtilegt verkefni. Allt Seltjarnarnesið þarf að taka sig saman og sýna styrk félagsins. Þannig förum við inn í mótið. Það er mikil jákvæðni og stemmning hérna á nesinu sem við þurfum að nýta okkur,“ sagði Ágúst Gylfason. „Ég er búinn að vera með liðið í um það bil mánuð og maður sér hvað leikmenn eru tilbúnir að leggja mikið á sig á æfingum og annað. Við ætlum að halda okkar gildum sem hafa verið hérna hjá Gróttu síðustu tvö ár sem er að spila á heimamönnum og á ungum leikmönnum sem eru í liðunum hérna í kring,“ sagði Ágúst. „Það hefur virkað það vel að liðið hefur komist upp um tvær deildir síðustu tvö ár. Við ætlum að halda þeim gildum áfram í úrvalsdeild. Það verður engin breyting þar á og við erum hvergi bangnir,“ sagði Ágúst.Sækja í unga leikmenn í nágrenninu „Þetta verður ævintýri og það er bara um að gera fyrir ykkur fjölmiðlamenn að fylgjast vel með okkur og því sem við ætlum að gera. Ég er ennþá að læra á leikmannahópinn og allt Seltjarnarnesið. Leikmennirnir og aðrir eru að læra á mig. Það tekur smá tíma að aðlagast,“ sagði Ágúst. Ágúst segir samt að það sé alveg klárt að hann muni fá nýja leikmenn inn í leikmannahópinn fyrir næsta sumar. „Við þurfum alveg fjóra til fimm leikmenn en það verður á okkar forsendum. Við sækjumst eftir ungum leikmönnum í liðunum hér í kring og við vonumst til að þeir séu tilbúnir að vera með okkur í verkefni,“ sagði Ágúst. „Ég er búinn að þjálfa bæði Fjölni og Breiðablik en þetta er svolítið öðruvísi verkefni. Ég er mjög spenntur að takast á við þetta,“ sagði Ágúst. Það má sjá allt innslagið og viðtal Gaupa við Ágúst hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Leikmenn Gróttu verða ekki á launum í Pepsi Max deildinni næsta sumar Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ronaldo trúlofaður Fótbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Sjá meira
Ágúst Gylfason, nýráðinn þjálfari Gróttu, ætlar ekki að breyta þeim gildum sem skiluðu Gróttu óvænt sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins. Ágúst tók við liði Gróttu í haust af Óskari Hrafni Þorvaldssyni sem hafði á tveimur farið með liðið upp úr C-deild og upp í Pepsi Max deild karla. Grótta vann Inkasso deildina síðasta sumar en enginn leikmaður liðsins fékk þá greidd laun. Það mun ekki breytast í deild þeirra bestu. Guðjón Guðmundsson, heimsótti Ágúst Gylfason út á Seltjarnarnes og ræddi við hann um nýja starfið og næsta sumar.Mikil jákvæðni og stemmning „Þetta er bara skemmtilegt verkefni. Allt Seltjarnarnesið þarf að taka sig saman og sýna styrk félagsins. Þannig förum við inn í mótið. Það er mikil jákvæðni og stemmning hérna á nesinu sem við þurfum að nýta okkur,“ sagði Ágúst Gylfason. „Ég er búinn að vera með liðið í um það bil mánuð og maður sér hvað leikmenn eru tilbúnir að leggja mikið á sig á æfingum og annað. Við ætlum að halda okkar gildum sem hafa verið hérna hjá Gróttu síðustu tvö ár sem er að spila á heimamönnum og á ungum leikmönnum sem eru í liðunum hérna í kring,“ sagði Ágúst. „Það hefur virkað það vel að liðið hefur komist upp um tvær deildir síðustu tvö ár. Við ætlum að halda þeim gildum áfram í úrvalsdeild. Það verður engin breyting þar á og við erum hvergi bangnir,“ sagði Ágúst.Sækja í unga leikmenn í nágrenninu „Þetta verður ævintýri og það er bara um að gera fyrir ykkur fjölmiðlamenn að fylgjast vel með okkur og því sem við ætlum að gera. Ég er ennþá að læra á leikmannahópinn og allt Seltjarnarnesið. Leikmennirnir og aðrir eru að læra á mig. Það tekur smá tíma að aðlagast,“ sagði Ágúst. Ágúst segir samt að það sé alveg klárt að hann muni fá nýja leikmenn inn í leikmannahópinn fyrir næsta sumar. „Við þurfum alveg fjóra til fimm leikmenn en það verður á okkar forsendum. Við sækjumst eftir ungum leikmönnum í liðunum hér í kring og við vonumst til að þeir séu tilbúnir að vera með okkur í verkefni,“ sagði Ágúst. „Ég er búinn að þjálfa bæði Fjölni og Breiðablik en þetta er svolítið öðruvísi verkefni. Ég er mjög spenntur að takast á við þetta,“ sagði Ágúst. Það má sjá allt innslagið og viðtal Gaupa við Ágúst hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Leikmenn Gróttu verða ekki á launum í Pepsi Max deildinni næsta sumar
Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ronaldo trúlofaður Fótbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Sjá meira