Fleiri grunnskólabörn tekin með fíkniefnið Spice Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. desember 2019 20:30 Neysla grunnskólabarna á fíkniefninu Spice er mun meiri en áður var tali Vísir/Jóhann K. Neysla grunnskólabarna á fíkniefninu Spice er mun meiri en áður var talið. Þó nokkur mál eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Útbreiðsla fíkniefnisins Spice meðal grunnskólabarna er mikið áhyggjuefni og útbreiðslan mun meiri en áður hefur verið talið. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið til rannsóknar og eru tilfellin orðin þó nokkuð mörg. Útbreiðslan nær til grunnskólabarna á öllu höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Vesturlandi. Neysla efnisins hefur hingað til verið þekkt meðal fanga í fangelsum en fréttastofan greindi frá því lok nóvember að fíkniefni Spice hafi fundist í rafrettum hjá tveimur grunnskólabörnum á höfuðborgarsvæðinu.Eru þetta mörg grunnskólabörn sem eru að neyta þessa efnis?„Þó nokkur,“ segir Leifur Gauti, rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Eru þetta bæði kyn grunnskólabarna sem eru í þessari neyslu?„Já,“ segir Leifur.Spice er talið afar hættulegt og segir að lögregla bregðast þurfi skjótt við til þess að hamla útbreiðslu. Fræða þurfi skólastjórnendur, barnavernd og forelda um efnið en auk þess upplýsa bráðadeildir og barnadeildir spítalana þar sem hætta er á að börn í krampa, vegna neyslu á Spice, komi á sjúkrastofnanir. „Þú veist ekkert hvaða efni þú ert að taka. Þetta er ekkert náttúrulegt á einn eða annan hátt. Þetta er selt sem THC vökvi eða álíka sem það er alls ekki. Þetta er miklu eitraðra efni og miklu hættulegri og erfiðari fylgikvillar,“ segir Leifur.Vitað er til þess að grunnskólabörn sem hafi neytt efnisins hafi kvartað undan vanlíðan. Erfitt getur reynst að greina efnið. Það sé nær lyktarlaust og geta aukaverkanir við neyslu þess verið aukinn hjartsláttur ofskynjanir, ofsóknaræði, kvíðaköst og árásargirni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kostar vökvaskammturinn um fimm þúsund krónur. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið en Leifur segir að lögregla fylgi eftir ábendingum um hverjir séu að selja efnið. „Við fáum alltaf einhverjar upplýsingar. Hvetjum fólk til þess að hafa samband í fíkniefnasímann og láta okkur vita ef það eru einhverjar upplýsingar og við skoðum það. Við erum að skoða ýmislegt,“ segir Leifur Gauti.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir á fíkniefnasímann þar sem hægt er að veita upplýsingar. Síminn er 800-5005 Fíkn Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Telja að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. 20. nóvember 2019 18:30 Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Neysla grunnskólabarna á fíkniefninu Spice er mun meiri en áður var talið. Þó nokkur mál eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Útbreiðsla fíkniefnisins Spice meðal grunnskólabarna er mikið áhyggjuefni og útbreiðslan mun meiri en áður hefur verið talið. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið til rannsóknar og eru tilfellin orðin þó nokkuð mörg. Útbreiðslan nær til grunnskólabarna á öllu höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Vesturlandi. Neysla efnisins hefur hingað til verið þekkt meðal fanga í fangelsum en fréttastofan greindi frá því lok nóvember að fíkniefni Spice hafi fundist í rafrettum hjá tveimur grunnskólabörnum á höfuðborgarsvæðinu.Eru þetta mörg grunnskólabörn sem eru að neyta þessa efnis?„Þó nokkur,“ segir Leifur Gauti, rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Eru þetta bæði kyn grunnskólabarna sem eru í þessari neyslu?„Já,“ segir Leifur.Spice er talið afar hættulegt og segir að lögregla bregðast þurfi skjótt við til þess að hamla útbreiðslu. Fræða þurfi skólastjórnendur, barnavernd og forelda um efnið en auk þess upplýsa bráðadeildir og barnadeildir spítalana þar sem hætta er á að börn í krampa, vegna neyslu á Spice, komi á sjúkrastofnanir. „Þú veist ekkert hvaða efni þú ert að taka. Þetta er ekkert náttúrulegt á einn eða annan hátt. Þetta er selt sem THC vökvi eða álíka sem það er alls ekki. Þetta er miklu eitraðra efni og miklu hættulegri og erfiðari fylgikvillar,“ segir Leifur.Vitað er til þess að grunnskólabörn sem hafi neytt efnisins hafi kvartað undan vanlíðan. Erfitt getur reynst að greina efnið. Það sé nær lyktarlaust og geta aukaverkanir við neyslu þess verið aukinn hjartsláttur ofskynjanir, ofsóknaræði, kvíðaköst og árásargirni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kostar vökvaskammturinn um fimm þúsund krónur. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið en Leifur segir að lögregla fylgi eftir ábendingum um hverjir séu að selja efnið. „Við fáum alltaf einhverjar upplýsingar. Hvetjum fólk til þess að hafa samband í fíkniefnasímann og láta okkur vita ef það eru einhverjar upplýsingar og við skoðum það. Við erum að skoða ýmislegt,“ segir Leifur Gauti.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir á fíkniefnasímann þar sem hægt er að veita upplýsingar. Síminn er 800-5005
Fíkn Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Telja að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. 20. nóvember 2019 18:30 Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Telja að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. 20. nóvember 2019 18:30
Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15