Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Salman hafa haft samband við sig, þar sem hann hafi lýst árásinni sem „villimannslegri“, auk þess að hann kom á framfæri samúðarkveðjum.
Árásarmaðurinn var sjálfur skotinn til bana af lögreglu eftir árás hans á flotastöðinni í Pensacola í norðvesturhluta Flórída. Bandarískir fjölmiðlar hafa nafngreint árásarmanninn sem Mohammed Saeed Alshamrani og segja hann hafa notast við skammbyssu í árásinni.
King Salman of Saudi Arabia just called to express his sincere condolences and give his sympathies to the families and friends of the warriors who were killed and wounded in the attack that took place in Pensacola, Florida....
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 6, 2019
....The King said that the Saudi people are greatly angered by the barbaric actions of the shooter, and that this person in no way shape or form represents the feelings of the Saudi people who love the American people.Bandaríska alríkislögreglan hefur hafið rannsókn á árásinni. Enn hefur engin möguleg ástæða verið gefin út en lögregla er nú sögð kanna möguleg tengsl árásarmannsins við hryðjuverkasamtök.
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 6, 2019
Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, segir sádiarabísk „vera í skuld“ við fórnarlömbin, en bandaríkin og Sádi-Arabía eru nánir bandamenn og hafa ríkin um langt skeið átt í hernaðarsamstarfi.
Árásin í Pensavola er önnur árásin á bandarískri herstöð í þessari viku en bandarískur hermaður skaut tvo til bana á herstöðinni í Pearl Harbor á Hawaii á miðvikudaginn.