Sagði ranglátt að hryðjuverkamaður hafi fengið reynslulausn Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. desember 2019 20:00 Boris Johnson, formaður Íhaldsflokksins og Jeremy Cobin, leiðtogi Verkamannaflokksins að loknum kappræðum hjá BBC í gær. AP/BBC Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands, var sakaður um kynþáttaníð af leiðtoga Verkamannaflokksins, í kappræðum sem haldnar voru í gær. Fimm dagar eru fram að þingkosningum þar í landi. Í kappræðunum í gær ræddu leiðtogarnir meðal annars um aðgerðir gegn múslimahatri í bresku samfélagi. Jeremy Corbyn sagði að Johnson hefði mistekist að taka á múslima- og útlendingahatri í Íhaldsflokknum og hafi sjálfur verið uppvís að því að nota niðrandi orð. Johnson svaraði gagnrýni Corbyn með því að segja að sá Íhaldsmaður sem yrði uppvís af kynþáttafordómum yrði vikið á brott tafarlaust. Þó hafi Íhaldsmenn fengið að halda stöðu sinni sem frambjóðendur eftir að hafa beðist afsökunar. Johnson sakaði á móti Jeremy Corbyn að hafa ekki tekið á gyðingahatri innan Verkamannaflokksins. Þá voru hryðjuverkaárásir í landinu gerðar að umtalsefni þar sem frambjóðendurnir voru sammála. Sagði formaður Íhaldsflokksins að ekki ætti að tefla almenningi í hættu með því að veita hryðjuverkamönnum reynslulausn. „Það er engin ástæða til að fórna mannréttindum fólks eins og illvirkjans sem framdi hin hryllilegu morð á London Bridge. En mér finnst það furðulegt og rangt að hann skyldi hafa fengið reynslulausn,“ sagði Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra landsins Jeremy Corbin minntist fórnarlamba voðaverksins á Lundúna brú í síðustu viku og sérstaklega ungs manns sem stungin var til bana. „Hann vildi þjóðfélag þar sem tekist væri á við stóru vandamálin, þar sem einhver fremur hræðilega verknaði eins og þennan. Já, auðvitað verður að fangelsa þá. Já, auðvitað verður að reyna að endurhæfa þá ef það er hægt. En það verður að vera eftirlitsferli til að það sé hægt. Við þurfum öryggi á götunum okkar. Öryggi er ekki ódýrt,” sagði Jeremy Corbin, leiðtogi Verkamannaflokksins. Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Segir að Íhaldsmenn ofsæki frambjóðendur Brexit-flokks Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins, segir Íhaldsmenn beita óheiðarlegum aðferðum til að fá frambjóðendur flokksins til að stíga til hliðar. Þingkosningar í landinu fara fram 12. desember. 15. nóvember 2019 06:00 Tölvuárás gerð á breska Verkamannaflokkinn Háþróuð og umfangsmikil tölvuárás hefur verið gerð á tölvukerfi og samfélagsmiðla breska Verkamannaflokksins. 12. nóvember 2019 11:06 Íhaldsflokkurinn í sterkri stöðu fyrir kosningarnar Íhaldsflokkurinn er með gott forskot nú þegar það styttist í þingkosningar á Bretlandi. Leiðtogar mættust í kappræðum í gærkvöldi. 20. nóvember 2019 19:00 Sökuðu hvor annan um að hafa ekki tekið á fordómum Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands, var sakaður um kynþáttaníð í orðræðu sinni af leiðtoga Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn í kappræðum BBC sem haldnar voru í gær en þingkosningar fara fram í Bretlandi 12. desember næstkomandi. 7. desember 2019 11:30 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands, var sakaður um kynþáttaníð af leiðtoga Verkamannaflokksins, í kappræðum sem haldnar voru í gær. Fimm dagar eru fram að þingkosningum þar í landi. Í kappræðunum í gær ræddu leiðtogarnir meðal annars um aðgerðir gegn múslimahatri í bresku samfélagi. Jeremy Corbyn sagði að Johnson hefði mistekist að taka á múslima- og útlendingahatri í Íhaldsflokknum og hafi sjálfur verið uppvís að því að nota niðrandi orð. Johnson svaraði gagnrýni Corbyn með því að segja að sá Íhaldsmaður sem yrði uppvís af kynþáttafordómum yrði vikið á brott tafarlaust. Þó hafi Íhaldsmenn fengið að halda stöðu sinni sem frambjóðendur eftir að hafa beðist afsökunar. Johnson sakaði á móti Jeremy Corbyn að hafa ekki tekið á gyðingahatri innan Verkamannaflokksins. Þá voru hryðjuverkaárásir í landinu gerðar að umtalsefni þar sem frambjóðendurnir voru sammála. Sagði formaður Íhaldsflokksins að ekki ætti að tefla almenningi í hættu með því að veita hryðjuverkamönnum reynslulausn. „Það er engin ástæða til að fórna mannréttindum fólks eins og illvirkjans sem framdi hin hryllilegu morð á London Bridge. En mér finnst það furðulegt og rangt að hann skyldi hafa fengið reynslulausn,“ sagði Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra landsins Jeremy Corbin minntist fórnarlamba voðaverksins á Lundúna brú í síðustu viku og sérstaklega ungs manns sem stungin var til bana. „Hann vildi þjóðfélag þar sem tekist væri á við stóru vandamálin, þar sem einhver fremur hræðilega verknaði eins og þennan. Já, auðvitað verður að fangelsa þá. Já, auðvitað verður að reyna að endurhæfa þá ef það er hægt. En það verður að vera eftirlitsferli til að það sé hægt. Við þurfum öryggi á götunum okkar. Öryggi er ekki ódýrt,” sagði Jeremy Corbin, leiðtogi Verkamannaflokksins.
Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Segir að Íhaldsmenn ofsæki frambjóðendur Brexit-flokks Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins, segir Íhaldsmenn beita óheiðarlegum aðferðum til að fá frambjóðendur flokksins til að stíga til hliðar. Þingkosningar í landinu fara fram 12. desember. 15. nóvember 2019 06:00 Tölvuárás gerð á breska Verkamannaflokkinn Háþróuð og umfangsmikil tölvuárás hefur verið gerð á tölvukerfi og samfélagsmiðla breska Verkamannaflokksins. 12. nóvember 2019 11:06 Íhaldsflokkurinn í sterkri stöðu fyrir kosningarnar Íhaldsflokkurinn er með gott forskot nú þegar það styttist í þingkosningar á Bretlandi. Leiðtogar mættust í kappræðum í gærkvöldi. 20. nóvember 2019 19:00 Sökuðu hvor annan um að hafa ekki tekið á fordómum Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands, var sakaður um kynþáttaníð í orðræðu sinni af leiðtoga Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn í kappræðum BBC sem haldnar voru í gær en þingkosningar fara fram í Bretlandi 12. desember næstkomandi. 7. desember 2019 11:30 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Segir að Íhaldsmenn ofsæki frambjóðendur Brexit-flokks Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins, segir Íhaldsmenn beita óheiðarlegum aðferðum til að fá frambjóðendur flokksins til að stíga til hliðar. Þingkosningar í landinu fara fram 12. desember. 15. nóvember 2019 06:00
Tölvuárás gerð á breska Verkamannaflokkinn Háþróuð og umfangsmikil tölvuárás hefur verið gerð á tölvukerfi og samfélagsmiðla breska Verkamannaflokksins. 12. nóvember 2019 11:06
Íhaldsflokkurinn í sterkri stöðu fyrir kosningarnar Íhaldsflokkurinn er með gott forskot nú þegar það styttist í þingkosningar á Bretlandi. Leiðtogar mættust í kappræðum í gærkvöldi. 20. nóvember 2019 19:00
Sökuðu hvor annan um að hafa ekki tekið á fordómum Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands, var sakaður um kynþáttaníð í orðræðu sinni af leiðtoga Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn í kappræðum BBC sem haldnar voru í gær en þingkosningar fara fram í Bretlandi 12. desember næstkomandi. 7. desember 2019 11:30