Fótbolti

„Ég er á­hyggju­fullur fyrir deginum sem Messi hættir“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi í leiknum um helgina.
Messi í leiknum um helgina. vísir/getty

Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, segist vera áhyggjufullur yfir þeim degi sem hinn stórkostlegi Lionel Messi hættir.

Messi hefur spilað allan sinn feril fyrir Barcelona en hann fagnaði sínu 32 ára afmæli í sumar. Hann vann Gullknöttinn í sjötta sinn í síðustu viku.

Barcelona hefur boðið Messi lífstíðarsamning en Bartomeu er stressaður yfir deginum sem Argentínumaðurinn leggur skóna á hilluna.

„Ég er áhyggjufullur fyrir deginum sem Messi hættir,“ sagði forsetinn í samtali við katalónska útvarpið.







„Ég væri til í að hann myndi skrifa undir nýjan samning. Hann hefur enn tíma og við höfum margrætt þetta. Það eru engin vandamál hjá honum að vera áfram hjá Barcelona.“

„Það er engin spurning að hann spilar hér þangað til ferlinum lýkur og hann hættir þegar hann vill,“ bætti forsetinn við.

Messi fór enn og aftur á kostum um helgina en hann skoraði þrjú mörk í 5-2 sigri Börsunga á Mallorca.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×