Fékk Michelin-stjörnu á afmælisdaginn sinn Björn Þorfinnsson skrifar 20. nóvember 2019 06:00 Hjónin Joke og Vilhjálmur höfðu tvöfalda ástæðu til að gleðjast. Um helgina fékk belgíski veitingastaðurinn Souvenir afhenta Michelinstjörnu við hátíðlega athöfn ytra. Eigendur staðarins eru hjónin Joke Michiel og Vilhjálmur Sigurðsson sem rekið hafa staðinn síðustu tvö ár í Gent. „Þetta er fyrst og fremst mikill heiður. Við höfum lagt hart að okkur undanfarin ár og það er gaman að uppskera með þessum áþreifanlega hætti,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að veitingastaðurinn hafi fengið góðar viðtökur frá fyrstu tíð sem kom aðstandendum nokkuð á óvart enda leikur grænmeti aðalhlutverkið á matseðli Souvenir. „Grænmetið er stjarnan á matseðlinum en að auki eldum við ýmiss konar fiskmeti,“ segir hann. Vilhjálmur lærði matreiðsluiðnina á Íslandi og vann meðal annars á Grillinu á Hótel Sögu og á veitingastaðnum Dilli þegar sá merki staður var til húsa í Norræna húsinu. Hann kynntist síðan Joke, sem er belgísk, og fluttu þau út fyrir tíu árum. Hann segist ekki á heimleið en vonast til að geta hagað vinnu sinni þannig að meiri tími gefist fyrir Íslandsheimsóknir á næstu árum. „Það er gríðarlegur áhugi fyrir Íslandi hérna í Gent og ótrúlega margir gestir sem ræða við mann um væntanlega Íslandsferð eða hvað nýafstaðin ferð hafi verið frábær. Ég held að ég hafi aldrei séð eins margar lopapeysur og hérna úti,“ segir Vilhjálmur kíminn. Þá segist hann nokkuð reglulega fá heimsóknir frá Íslendingum. „Ég get kannski ekki byggt reksturinn á þeim heimsóknum en Íslendingar sem búa hér ytra kíkja oft í heimsókn og það er mjög ánægjulegt,“ segir Vilhjálmur. Tilkynnt er um Michelin-stjörnur til belgískra veitingastaða á sérstökum galakvöldverði. Það er eins konar árshátíð belgískra veitingamanna og því mikilvægt að mæta þar til að sýna sig og sjá aðra. Það var þó ekki á döfinni hjá Joke og Vilhjálmi enda voru þau að fagna afmælisdegi Joke auk þess sem aðeins er vika þar til þriðja barn þeirra mun líta dagsins ljós. „Við vorum bara að fá okkur notalegan hádegisverð þegar við fengum símtal frá formanni Michelin-nefndarinnar um að við yrðum að mæta til að taka við viðurkenningunni. Þetta símtal var því skemmtileg afmælisgjöf,“ segir Vilhjálmur. Belgía Birtist í Fréttablaðinu Íslendingar erlendis Michelin Veitingastaðir Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Um helgina fékk belgíski veitingastaðurinn Souvenir afhenta Michelinstjörnu við hátíðlega athöfn ytra. Eigendur staðarins eru hjónin Joke Michiel og Vilhjálmur Sigurðsson sem rekið hafa staðinn síðustu tvö ár í Gent. „Þetta er fyrst og fremst mikill heiður. Við höfum lagt hart að okkur undanfarin ár og það er gaman að uppskera með þessum áþreifanlega hætti,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að veitingastaðurinn hafi fengið góðar viðtökur frá fyrstu tíð sem kom aðstandendum nokkuð á óvart enda leikur grænmeti aðalhlutverkið á matseðli Souvenir. „Grænmetið er stjarnan á matseðlinum en að auki eldum við ýmiss konar fiskmeti,“ segir hann. Vilhjálmur lærði matreiðsluiðnina á Íslandi og vann meðal annars á Grillinu á Hótel Sögu og á veitingastaðnum Dilli þegar sá merki staður var til húsa í Norræna húsinu. Hann kynntist síðan Joke, sem er belgísk, og fluttu þau út fyrir tíu árum. Hann segist ekki á heimleið en vonast til að geta hagað vinnu sinni þannig að meiri tími gefist fyrir Íslandsheimsóknir á næstu árum. „Það er gríðarlegur áhugi fyrir Íslandi hérna í Gent og ótrúlega margir gestir sem ræða við mann um væntanlega Íslandsferð eða hvað nýafstaðin ferð hafi verið frábær. Ég held að ég hafi aldrei séð eins margar lopapeysur og hérna úti,“ segir Vilhjálmur kíminn. Þá segist hann nokkuð reglulega fá heimsóknir frá Íslendingum. „Ég get kannski ekki byggt reksturinn á þeim heimsóknum en Íslendingar sem búa hér ytra kíkja oft í heimsókn og það er mjög ánægjulegt,“ segir Vilhjálmur. Tilkynnt er um Michelin-stjörnur til belgískra veitingastaða á sérstökum galakvöldverði. Það er eins konar árshátíð belgískra veitingamanna og því mikilvægt að mæta þar til að sýna sig og sjá aðra. Það var þó ekki á döfinni hjá Joke og Vilhjálmi enda voru þau að fagna afmælisdegi Joke auk þess sem aðeins er vika þar til þriðja barn þeirra mun líta dagsins ljós. „Við vorum bara að fá okkur notalegan hádegisverð þegar við fengum símtal frá formanni Michelin-nefndarinnar um að við yrðum að mæta til að taka við viðurkenningunni. Þetta símtal var því skemmtileg afmælisgjöf,“ segir Vilhjálmur.
Belgía Birtist í Fréttablaðinu Íslendingar erlendis Michelin Veitingastaðir Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira