Dómstóll á Spáni segir töskugjald Ryanair vera „óhóflegt“ Atli Ísleifsson skrifar 21. nóvember 2019 07:06 Ryanair er eitt stærsta lággjaldaflugfélag heims. Getty Dómstóll á Spáni hefur kallað stefnu írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair að rukka gjald fyrir handfarangur „óhóflega“, eftir að farþegi var sektaður fyrir að taka handfarangur um borð án sérstaks miða. Farþeginn var skikkaður til að greiða tuttugu evrur, um 2.700 krónur á gengi dagsins í dag, fyrir að taka tíu kílóa tösku með sér um borð. Ryanair heimilar farþegum að taka með sér smærri töskur um borð án þess að greiða þurfi fyrir það sérstaklega. Þurfa töskurnar þó að vera af þeirri stæðargráðu að hægt sé að koma þeim fyrir undir sætinu fyrir framan farþegann. Annars þurfi að greiða sérstakt gjald. Í frétt BBC segir að Ryanair ætli sér ekki að breyta farangursstefnu sinni. Að um einangrað tilvik sé að ræða þar sem frelsi flugfélagsins til að ákvarða farangursstærð í farþegarými sínu hafi verið mistúlkað.GettyFarþeginn var á leið frá Madríd á Spáni til Brussel í Belgíu þegar hann var rukkaður um gjaldið. Farþeginn stefndi flugfélaginu og dæmdi dómstóllinn, sem tekur fyrir neytendamál, að flugfélagið skyldi endurgreiða konunni, auk vaxta. Auðvelt hefði verið fyrir töskuna að komast fyrir í farþegarýminu. Dómstóllinn dæmdi stefnu flugfélagsins jafnframt dauða og ómerka og hefur krafist þess að Ryanair breyti henni. Dómstóllinn sagði þó að Ryanair þyrfti ekki að greiða farþeganum skaðabætur þar sem þótti sannað að farþeginn hafi ekki orðið fyrir nægilega miklu tilfinningalegu tjóni vegna málsins. Fréttir af flugi Spánn Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Dómstóll á Spáni hefur kallað stefnu írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair að rukka gjald fyrir handfarangur „óhóflega“, eftir að farþegi var sektaður fyrir að taka handfarangur um borð án sérstaks miða. Farþeginn var skikkaður til að greiða tuttugu evrur, um 2.700 krónur á gengi dagsins í dag, fyrir að taka tíu kílóa tösku með sér um borð. Ryanair heimilar farþegum að taka með sér smærri töskur um borð án þess að greiða þurfi fyrir það sérstaklega. Þurfa töskurnar þó að vera af þeirri stæðargráðu að hægt sé að koma þeim fyrir undir sætinu fyrir framan farþegann. Annars þurfi að greiða sérstakt gjald. Í frétt BBC segir að Ryanair ætli sér ekki að breyta farangursstefnu sinni. Að um einangrað tilvik sé að ræða þar sem frelsi flugfélagsins til að ákvarða farangursstærð í farþegarými sínu hafi verið mistúlkað.GettyFarþeginn var á leið frá Madríd á Spáni til Brussel í Belgíu þegar hann var rukkaður um gjaldið. Farþeginn stefndi flugfélaginu og dæmdi dómstóllinn, sem tekur fyrir neytendamál, að flugfélagið skyldi endurgreiða konunni, auk vaxta. Auðvelt hefði verið fyrir töskuna að komast fyrir í farþegarýminu. Dómstóllinn dæmdi stefnu flugfélagsins jafnframt dauða og ómerka og hefur krafist þess að Ryanair breyti henni. Dómstóllinn sagði þó að Ryanair þyrfti ekki að greiða farþeganum skaðabætur þar sem þótti sannað að farþeginn hafi ekki orðið fyrir nægilega miklu tilfinningalegu tjóni vegna málsins.
Fréttir af flugi Spánn Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira