„Ég hélt alltaf að þetta væri mér að kenna“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. nóvember 2019 10:45 Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack Mynd/Stöð 2 Athafnakonan Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack ákvað að breyta áföllum í bernsku í sigra og vonar að hún geti hjálpað öðrum konum að skila skömminni vegna kynferðisbrota. Hún er menntuð sem vöruhönnuður og hárgreiðslukona og gaf á dögunum út nýja hárbók. Theodóra Mjöll ræddi reynslu sína í einlægu viðtali við Völu Matt í Íslandi í dag. Theodóra Mjöll flutti hún að heiman frá Eyjafirði til Reykjavíkur aðeins 15 ára gömul en þar varð hún fyrir kynferðislegu ofbeldi sem táningur. Theodóra vill stíga fram og segja frá sinni erfiðu reynslu í von um að hún gefi þannig öðrum konum leyfi til að skila skömminni og standa með sjálfum sér. „Ég flutti í bæinn, dálítið ein, þegar ég var 15 ára að verða 16 ára.“ Hún segir að á þessum tíma hafi ekki þótt neitt tiltökumál að hún væri að flytja til Reykjavíkur svona ung. „Þegar ég flutti í bæinn er ég ofboðslega lítil í mér í raun og veru og var svona dálítið á viðkvæmum stað, alin upp í frekar lokuðu umhverfi í sveitinni. Svo komum við í bæinn og þá lendi ég í því tveimur mánuðum eftir að ég flyt að ég lendi í mínu fyrsta kynbundna ofbeldi.Kenndi sjálfri sér um Theodóra Mjöll segir að það hafi verið mjög erfitt á að takast á við það áfall. Þegar þetta gerðist vissi hún þó ekki að þetta væri ofbeldi. „Ég hélt alltaf að þetta væri mér að kenna þannig að ég var ekki alveg nógu dugleg að segja frá enda kannski í kringum mig og í kringum unglinga á þessum tíma þá var þetta ekkert endilega neitt rosalega opið umræðuefni.“ Í kjölfarið varð hún ótrúlega týnd og fann sig hvergi. „Ég flosna dálítið upp úr öllu, mér fannst ég hvergi tilheyra og fer í rosalega mikla ringulreið. Svo fer ég og fæ einhverja vinnu hér í bænum, flosnaði bara upp úr skóla.“ Vissi ekkert hvar hún var Þegar hún var búin að vera nokkra mánuði í þessari vinnu þá varð hún aftur fyrir kynbundnu ofbeldi. „Það var þá maður sem að nauðgaði mér. Í þessu tilfelli var það semsagt þannig, í seinna tilfellinu, var það þannig að ég var stödd á skemmtistað og mér var semsagt byrlað með einhverju lyfi sem að ég veit ekki hvað var og ég vakna upp um miðja nótt þar sem þessi maður sem ég veit ekkert hver er í dag, var semsagt þá bara ofan á mér. Ég auðvitað bara fríka út“ Theodóra Mjöll segir að hún gleymi því aldrei að hún hljóp út og gleymdi skónum sínum. Hún vissi þá ekkert hvar hún var.„Ég var allt í einu á laugarveginum, vissi ekkert hvar ég var, í hálfum fötunum í engum skóm.“ Hún náði að koma sér heim og segir að þetta hafi verið byrjunin á því hvað hún varð virkilega týnd. „Ég bara smá missti það. En það er alveg ótrúlegt að þegar eitthvað svona gerist, þá kemst maður að því hvar krafturinn í manni virkilega er. Það er búið að taka mig mörg ár, en ég hef alltaf fundið að það er kraftur innra með mér sem að kemur mér alltaf af stað aftur.“Þakklát fyrir fjölskyldu og vini Eftir nauðgunina missti Theodóra Mjöll vinnuna og var alveg miður sín. Hún fór í hárgreiðslunám og þegar hún var að klára það 21 árs, fann hún að hún væri að brotna. „Ég var búin að mynda ofsakvíða, ég var rosa kvíðin, rosa týnd þrátt fyrir að ég hafi fundið hárgreiðsluna.“ Hún leitaði til Stígamóta og þar hófst leit hennar að sjálfri sér og er hún Stígamótum þakklát fyrir að koma sér af stað. „Ég hef leitað mér aðstoðar bæði frá fjölskyldu og vinum sem eru búin að vera mér ómetanleg. Vegna þess að það er enginn sem kemst í gegnum neitt alveg einn, það er bara þannig og ég er ótrúlega þakklát fyrir fólkið í kringum mig.“ Theodóra Mjöll segir ótrúlega mikilvægt að segja frá svona áföllum. Þessu áttaði hún sig sérstaklega á eftir að hún varð móðir 26 ára gömul. Drengurinn hennar svaf lítið og var mikið kveisubarn og féll Theodóra Mjöll þá í mikið þunglyndi.„Ég fékk alveg ofboðslegt fæðingarþunglyndi og þá neyddist ég dálítið til að fara að endurskoða allt.“Stöð 2Ástríða fyrir hárgreiðslum Hún áttaði sig þá á því að það væri einhver dýpri sök, það væri meira að valda þessari líðan en kveisa barnsins. „Ég neyddist aðeins til að fara að skoða sjálfa mig og kafa dýpra. Þá kom það í ljós að þetta ofbeldi sem ég lenti í 15 ára og 17 ára lá miklu dýpra inn í mér heldur en ég gerði mér grein fyrir.“ Theodóra Mjöll segir að hún hafi séð þetta eins og hún væri fullklárað púsluspil, sem þyrfti að henda í gólfið og byrja upp á nýtt og púsla aftur saman. Hún hefur svo sannarlega náð að gera það og blómstrar í starfi sínu sem hárgreiðslukona. Bækur hennar hafa einnig notið mikilla vinsælla. Hárbókin sem er þriðja bókin sem hún gefur út með snilldar auðveldum hárgreiðslulausnum fyrir konur að nýta sér heima og hefur bókin þegar slegið rækilega í gegn. „Þetta er algjört „passion“ hjá mér, það er að taka hárgreiðslur og kenna fólki hvernig þú getur greitt á þér hárið á einfaldan hátt.“ Ísland í dag Kynferðisofbeldi Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Athafnakonan Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack ákvað að breyta áföllum í bernsku í sigra og vonar að hún geti hjálpað öðrum konum að skila skömminni vegna kynferðisbrota. Hún er menntuð sem vöruhönnuður og hárgreiðslukona og gaf á dögunum út nýja hárbók. Theodóra Mjöll ræddi reynslu sína í einlægu viðtali við Völu Matt í Íslandi í dag. Theodóra Mjöll flutti hún að heiman frá Eyjafirði til Reykjavíkur aðeins 15 ára gömul en þar varð hún fyrir kynferðislegu ofbeldi sem táningur. Theodóra vill stíga fram og segja frá sinni erfiðu reynslu í von um að hún gefi þannig öðrum konum leyfi til að skila skömminni og standa með sjálfum sér. „Ég flutti í bæinn, dálítið ein, þegar ég var 15 ára að verða 16 ára.“ Hún segir að á þessum tíma hafi ekki þótt neitt tiltökumál að hún væri að flytja til Reykjavíkur svona ung. „Þegar ég flutti í bæinn er ég ofboðslega lítil í mér í raun og veru og var svona dálítið á viðkvæmum stað, alin upp í frekar lokuðu umhverfi í sveitinni. Svo komum við í bæinn og þá lendi ég í því tveimur mánuðum eftir að ég flyt að ég lendi í mínu fyrsta kynbundna ofbeldi.Kenndi sjálfri sér um Theodóra Mjöll segir að það hafi verið mjög erfitt á að takast á við það áfall. Þegar þetta gerðist vissi hún þó ekki að þetta væri ofbeldi. „Ég hélt alltaf að þetta væri mér að kenna þannig að ég var ekki alveg nógu dugleg að segja frá enda kannski í kringum mig og í kringum unglinga á þessum tíma þá var þetta ekkert endilega neitt rosalega opið umræðuefni.“ Í kjölfarið varð hún ótrúlega týnd og fann sig hvergi. „Ég flosna dálítið upp úr öllu, mér fannst ég hvergi tilheyra og fer í rosalega mikla ringulreið. Svo fer ég og fæ einhverja vinnu hér í bænum, flosnaði bara upp úr skóla.“ Vissi ekkert hvar hún var Þegar hún var búin að vera nokkra mánuði í þessari vinnu þá varð hún aftur fyrir kynbundnu ofbeldi. „Það var þá maður sem að nauðgaði mér. Í þessu tilfelli var það semsagt þannig, í seinna tilfellinu, var það þannig að ég var stödd á skemmtistað og mér var semsagt byrlað með einhverju lyfi sem að ég veit ekki hvað var og ég vakna upp um miðja nótt þar sem þessi maður sem ég veit ekkert hver er í dag, var semsagt þá bara ofan á mér. Ég auðvitað bara fríka út“ Theodóra Mjöll segir að hún gleymi því aldrei að hún hljóp út og gleymdi skónum sínum. Hún vissi þá ekkert hvar hún var.„Ég var allt í einu á laugarveginum, vissi ekkert hvar ég var, í hálfum fötunum í engum skóm.“ Hún náði að koma sér heim og segir að þetta hafi verið byrjunin á því hvað hún varð virkilega týnd. „Ég bara smá missti það. En það er alveg ótrúlegt að þegar eitthvað svona gerist, þá kemst maður að því hvar krafturinn í manni virkilega er. Það er búið að taka mig mörg ár, en ég hef alltaf fundið að það er kraftur innra með mér sem að kemur mér alltaf af stað aftur.“Þakklát fyrir fjölskyldu og vini Eftir nauðgunina missti Theodóra Mjöll vinnuna og var alveg miður sín. Hún fór í hárgreiðslunám og þegar hún var að klára það 21 árs, fann hún að hún væri að brotna. „Ég var búin að mynda ofsakvíða, ég var rosa kvíðin, rosa týnd þrátt fyrir að ég hafi fundið hárgreiðsluna.“ Hún leitaði til Stígamóta og þar hófst leit hennar að sjálfri sér og er hún Stígamótum þakklát fyrir að koma sér af stað. „Ég hef leitað mér aðstoðar bæði frá fjölskyldu og vinum sem eru búin að vera mér ómetanleg. Vegna þess að það er enginn sem kemst í gegnum neitt alveg einn, það er bara þannig og ég er ótrúlega þakklát fyrir fólkið í kringum mig.“ Theodóra Mjöll segir ótrúlega mikilvægt að segja frá svona áföllum. Þessu áttaði hún sig sérstaklega á eftir að hún varð móðir 26 ára gömul. Drengurinn hennar svaf lítið og var mikið kveisubarn og féll Theodóra Mjöll þá í mikið þunglyndi.„Ég fékk alveg ofboðslegt fæðingarþunglyndi og þá neyddist ég dálítið til að fara að endurskoða allt.“Stöð 2Ástríða fyrir hárgreiðslum Hún áttaði sig þá á því að það væri einhver dýpri sök, það væri meira að valda þessari líðan en kveisa barnsins. „Ég neyddist aðeins til að fara að skoða sjálfa mig og kafa dýpra. Þá kom það í ljós að þetta ofbeldi sem ég lenti í 15 ára og 17 ára lá miklu dýpra inn í mér heldur en ég gerði mér grein fyrir.“ Theodóra Mjöll segir að hún hafi séð þetta eins og hún væri fullklárað púsluspil, sem þyrfti að henda í gólfið og byrja upp á nýtt og púsla aftur saman. Hún hefur svo sannarlega náð að gera það og blómstrar í starfi sínu sem hárgreiðslukona. Bækur hennar hafa einnig notið mikilla vinsælla. Hárbókin sem er þriðja bókin sem hún gefur út með snilldar auðveldum hárgreiðslulausnum fyrir konur að nýta sér heima og hefur bókin þegar slegið rækilega í gegn. „Þetta er algjört „passion“ hjá mér, það er að taka hárgreiðslur og kenna fólki hvernig þú getur greitt á þér hárið á einfaldan hátt.“
Ísland í dag Kynferðisofbeldi Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira