Vígamenn mala gull í Afríku Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2019 14:15 Í Búrkína Fasó, Malí og Níger er áætlað að svarti markaðurinn með gull velti um tveimur milljörðum dala á ári. Vísir/Getty Al-Qaeda, Íslamska ríkið og önnur hryðjuverkasamtök hafa að undanförnu dreift úr sér í Afríku. Sameinuðu þjóðirnar og aðrir sérfræðingar hafa sérstaklega varað við því að hryðjuverkasamtök nái stjórn á gullnámum á Sahel-svæðinu. Þannig gætu hryðjuverkasamtök náð sér í miklar tekjur til að öðlast nýja meðlimi og vopn.Umfangsmikil rannsókn blaðamanna Reuters varpar meira ljósi á umsvifa vígahópanna á svæðinu og þá sérstaklega í Búrkína Fasó. Þar hafa hundruð dáið í árásum vígamanna. Þar á meðal 39 námuverkamenn í nýlegri árás. Sömuleiðis hafa verið tilkynntar fjölmargar árásir og mannrán sem tengjast gullnámugreftri. Yfirvöld þar í landi framkvæmdu í fyrra óformlega rannsókn byggða á gervihnattarmyndum sem sýndi að um 2.200 óskráðar gullnámur voru starfræktar í Búrkína Fasó. Um helmingur þeirra er í minna en 25 kílómetra fjarlægð frá stöðum þar sem vígamenn hafa gert árásir. Í Búrkína Fasó, Malí og Níger er áætlað að svarti markaðurinn með gull velti um tveimur milljörðum dala á ári. Blaðamenn Reuters vörpuðu ljósi á það fyrr á árinu að gull þetta er að miklu leyti flutt úr landi í gegnum Mið-Austurlönd.Sahel-svæðið svokallaða er þurrt svæði suður af Shara-eyðimörkinni. Blaðamenn Reuters ræddu við íbúa bæjarins Pama, sem liggur við jaðar stórs verndarsvæðis. Þar hefur íbúum lengi verið meinað að stunda námugröft vegna verndarsvæðisins, þar sem dýralíf er mikið. Um mitt síðasta ár breyttist það hins vegar þegar fjölmargir og þungvopnaðir vígamenn streymdu inn á svæðið á mótorhjólum og pallbílum. Hermenn og skógarverðir flúðu. Vígamennirnir tilkynntu íbúum svo að þeim væri frjálst að stunda námugröft með ákveðnum skilyrðum. Stundum fóru vígamennirnir fram á hlut þess gulls sem var grafið upp og stundum keyptu þeir það. Greining Reuters sýnir að yfirráðasvæði vígamanna í Búrkína Fasó inniheldur einhverjar ríkustu gullnámur landsins, þó ómögulegt sé að staðhæfa að vígamenn stjórni þeim námum með beinum hætti. Oumarou Idani, námuráðherra landsins, sagði í maí vígamenn hefðu tekið yfir stjórn einhverra náma. Herinn greip svo til aðgerða gegn vígamönnum og ráku þá frá svæðinu. Árásum þeirra fækkaði um tíma en fjöldi þeirra hefur nú jafnast út aftur. William Linder, fyrrverandi starfsmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna í Vestur-Afríku, sem rekur nú ráðgjafaþjónustu, segir að nauðsynlegt sé að stöðva vígamenn á svæðinu. Annars muni ástandið á Sahel-svæðinu einungis versna til muna og vígamönnum vaxa ásmegin. Ousseni Compaore, öryggisráðherra, segir ríkisstjórnir ríkja á svæðinu vera meðvitaðar um ástandið og þær vinni saman til að sporna gegn þessari þróun. Búrkína Fasó Tengdar fréttir 37 látnir eftir árás á starfsmenn kanadísks námafyrirtækis í Búrkína Fasó Árásin er sú mannskæðasta í landinu í fimm ár en hún var gerð á rútur fyrirtækisins Semafo um 40 kílómetrum frá gullnámu í Boungou. 7. nóvember 2019 09:36 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Al-Qaeda, Íslamska ríkið og önnur hryðjuverkasamtök hafa að undanförnu dreift úr sér í Afríku. Sameinuðu þjóðirnar og aðrir sérfræðingar hafa sérstaklega varað við því að hryðjuverkasamtök nái stjórn á gullnámum á Sahel-svæðinu. Þannig gætu hryðjuverkasamtök náð sér í miklar tekjur til að öðlast nýja meðlimi og vopn.Umfangsmikil rannsókn blaðamanna Reuters varpar meira ljósi á umsvifa vígahópanna á svæðinu og þá sérstaklega í Búrkína Fasó. Þar hafa hundruð dáið í árásum vígamanna. Þar á meðal 39 námuverkamenn í nýlegri árás. Sömuleiðis hafa verið tilkynntar fjölmargar árásir og mannrán sem tengjast gullnámugreftri. Yfirvöld þar í landi framkvæmdu í fyrra óformlega rannsókn byggða á gervihnattarmyndum sem sýndi að um 2.200 óskráðar gullnámur voru starfræktar í Búrkína Fasó. Um helmingur þeirra er í minna en 25 kílómetra fjarlægð frá stöðum þar sem vígamenn hafa gert árásir. Í Búrkína Fasó, Malí og Níger er áætlað að svarti markaðurinn með gull velti um tveimur milljörðum dala á ári. Blaðamenn Reuters vörpuðu ljósi á það fyrr á árinu að gull þetta er að miklu leyti flutt úr landi í gegnum Mið-Austurlönd.Sahel-svæðið svokallaða er þurrt svæði suður af Shara-eyðimörkinni. Blaðamenn Reuters ræddu við íbúa bæjarins Pama, sem liggur við jaðar stórs verndarsvæðis. Þar hefur íbúum lengi verið meinað að stunda námugröft vegna verndarsvæðisins, þar sem dýralíf er mikið. Um mitt síðasta ár breyttist það hins vegar þegar fjölmargir og þungvopnaðir vígamenn streymdu inn á svæðið á mótorhjólum og pallbílum. Hermenn og skógarverðir flúðu. Vígamennirnir tilkynntu íbúum svo að þeim væri frjálst að stunda námugröft með ákveðnum skilyrðum. Stundum fóru vígamennirnir fram á hlut þess gulls sem var grafið upp og stundum keyptu þeir það. Greining Reuters sýnir að yfirráðasvæði vígamanna í Búrkína Fasó inniheldur einhverjar ríkustu gullnámur landsins, þó ómögulegt sé að staðhæfa að vígamenn stjórni þeim námum með beinum hætti. Oumarou Idani, námuráðherra landsins, sagði í maí vígamenn hefðu tekið yfir stjórn einhverra náma. Herinn greip svo til aðgerða gegn vígamönnum og ráku þá frá svæðinu. Árásum þeirra fækkaði um tíma en fjöldi þeirra hefur nú jafnast út aftur. William Linder, fyrrverandi starfsmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna í Vestur-Afríku, sem rekur nú ráðgjafaþjónustu, segir að nauðsynlegt sé að stöðva vígamenn á svæðinu. Annars muni ástandið á Sahel-svæðinu einungis versna til muna og vígamönnum vaxa ásmegin. Ousseni Compaore, öryggisráðherra, segir ríkisstjórnir ríkja á svæðinu vera meðvitaðar um ástandið og þær vinni saman til að sporna gegn þessari þróun.
Búrkína Fasó Tengdar fréttir 37 látnir eftir árás á starfsmenn kanadísks námafyrirtækis í Búrkína Fasó Árásin er sú mannskæðasta í landinu í fimm ár en hún var gerð á rútur fyrirtækisins Semafo um 40 kílómetrum frá gullnámu í Boungou. 7. nóvember 2019 09:36 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
37 látnir eftir árás á starfsmenn kanadísks námafyrirtækis í Búrkína Fasó Árásin er sú mannskæðasta í landinu í fimm ár en hún var gerð á rútur fyrirtækisins Semafo um 40 kílómetrum frá gullnámu í Boungou. 7. nóvember 2019 09:36