Útreiðartúr talinn til stuðnings við Andrés Jón Þórisson skrifar 25. nóvember 2019 07:15 Ljósmyndarar fylgja drottningunni hvert sem hún fer í daglegum verkefnum sínum. Nordicphotos/Getty Frá því er greint í breskum fjölmiðlum að sést hafi til Elísabetar Englandsdrottningar og sonar hennar, Andrésar prins, í útreiðartúr í nágrenni Windsorkastala á föstudag. Eins og kunnugt er hefur gustað nokkuð um Andrés í kjölfar viðtals á sjónvarpsstöðinni BBC þar sem hann ræddi tengsl sín við Jeffrey Epstein. Frá því var greint að hann myndi draga sig í hlé frá opinberum skyldum fjölskyldunnar um fyrirsjáanlega framtíð, eins og það var orðað í tilkynningu, og féllst drottningin á það, eins og þar kom fram. Næg tíðindi ættu að teljast að Elísabet, sem er 93 ára, skuli halda til útreiða, en ekki síður hefur það vakið athygli að Andrés skuli hafa verið með í för, svo skömmu eftir að hann dró sig í hlé. Fréttaskýrendur sumir hafa dregið þá ályktun að útreiðartúrinn hafi ekki verið tilviljun og með honum hafi drottningin viljað lýsa stuðningi sínum við prinsinn, þó með óbeinum hætti sé. Fastlega hefði mátt búast við því að þau næðust á mynd þar sem ljósmyndarar vaka gjarna yfir hverju fótmáli drottningar. Með þessu hafi Elísabet viljað undirstrika að jafnvel þótt Andrés axli ekki opinberar skyldur sem hann hafði, sé hann enn hluti konungsfjölskyldunnar. Andrés prins, sem er annar sonur Elísabetar og af sumum talinn í meira eftirlæti drottningar en eldri sonur hennar, Karl ríkisarfi, hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að hafa ekki sýnt fórnarlömbum Epsteins nærgætni í viðtalinu á BBC. Þótt Elísabet hafi enn ekki tjáð sig um tengsl Andrésar við Epstein, og er ekki talið að til þess komi, er þetta ekki í fyrsta sinn sem hún gefur stuðning sinn við Andrés til kynna opinberlega. Þann 11. ágúst síðastliðinn, daginn eftir andlát Epsteins í bandarísku fangelsi, ferðuðust þau saman í bíl drottningar til kirkju. Margir hafa á samfélagsmiðlum látið í ljós efasemdir um hvort það teljist viðeigandi fyrir drottningu að sýna stuðning sinn við Andrés með svo áberandi hætti. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Kóngafólk Mál Andrésar prins Tengdar fréttir „Jane Doe 15“ vill svör frá Andrési prins Kona, sem segir Jeffrey Epstein hafa brotið kynferðislega gegn sér þegar hún var 15 ára gömul, hefur höfðað mál gegn dánarbúi bandaríska auðkýfingsins. 19. nóvember 2019 06:51 Andrés prins hættir opinberum störfum Elísabet II Bretlandsdrottning hefur samþykkt ósk Andrésar prins um að hann hætti að sinna skyldum sínum fyrir konungsfjölskylduna um ófyrirsjáanlega framtíð. 20. nóvember 2019 18:15 „Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnar Um fátt hefur verið meira rætt í breskum fjölmiðlum um helgina en viðtal BBC Newsnight við Andrés prins sem sýnt var síðastliðið laugardagskvöld. 18. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Frá því er greint í breskum fjölmiðlum að sést hafi til Elísabetar Englandsdrottningar og sonar hennar, Andrésar prins, í útreiðartúr í nágrenni Windsorkastala á föstudag. Eins og kunnugt er hefur gustað nokkuð um Andrés í kjölfar viðtals á sjónvarpsstöðinni BBC þar sem hann ræddi tengsl sín við Jeffrey Epstein. Frá því var greint að hann myndi draga sig í hlé frá opinberum skyldum fjölskyldunnar um fyrirsjáanlega framtíð, eins og það var orðað í tilkynningu, og féllst drottningin á það, eins og þar kom fram. Næg tíðindi ættu að teljast að Elísabet, sem er 93 ára, skuli halda til útreiða, en ekki síður hefur það vakið athygli að Andrés skuli hafa verið með í för, svo skömmu eftir að hann dró sig í hlé. Fréttaskýrendur sumir hafa dregið þá ályktun að útreiðartúrinn hafi ekki verið tilviljun og með honum hafi drottningin viljað lýsa stuðningi sínum við prinsinn, þó með óbeinum hætti sé. Fastlega hefði mátt búast við því að þau næðust á mynd þar sem ljósmyndarar vaka gjarna yfir hverju fótmáli drottningar. Með þessu hafi Elísabet viljað undirstrika að jafnvel þótt Andrés axli ekki opinberar skyldur sem hann hafði, sé hann enn hluti konungsfjölskyldunnar. Andrés prins, sem er annar sonur Elísabetar og af sumum talinn í meira eftirlæti drottningar en eldri sonur hennar, Karl ríkisarfi, hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að hafa ekki sýnt fórnarlömbum Epsteins nærgætni í viðtalinu á BBC. Þótt Elísabet hafi enn ekki tjáð sig um tengsl Andrésar við Epstein, og er ekki talið að til þess komi, er þetta ekki í fyrsta sinn sem hún gefur stuðning sinn við Andrés til kynna opinberlega. Þann 11. ágúst síðastliðinn, daginn eftir andlát Epsteins í bandarísku fangelsi, ferðuðust þau saman í bíl drottningar til kirkju. Margir hafa á samfélagsmiðlum látið í ljós efasemdir um hvort það teljist viðeigandi fyrir drottningu að sýna stuðning sinn við Andrés með svo áberandi hætti.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Kóngafólk Mál Andrésar prins Tengdar fréttir „Jane Doe 15“ vill svör frá Andrési prins Kona, sem segir Jeffrey Epstein hafa brotið kynferðislega gegn sér þegar hún var 15 ára gömul, hefur höfðað mál gegn dánarbúi bandaríska auðkýfingsins. 19. nóvember 2019 06:51 Andrés prins hættir opinberum störfum Elísabet II Bretlandsdrottning hefur samþykkt ósk Andrésar prins um að hann hætti að sinna skyldum sínum fyrir konungsfjölskylduna um ófyrirsjáanlega framtíð. 20. nóvember 2019 18:15 „Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnar Um fátt hefur verið meira rætt í breskum fjölmiðlum um helgina en viðtal BBC Newsnight við Andrés prins sem sýnt var síðastliðið laugardagskvöld. 18. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
„Jane Doe 15“ vill svör frá Andrési prins Kona, sem segir Jeffrey Epstein hafa brotið kynferðislega gegn sér þegar hún var 15 ára gömul, hefur höfðað mál gegn dánarbúi bandaríska auðkýfingsins. 19. nóvember 2019 06:51
Andrés prins hættir opinberum störfum Elísabet II Bretlandsdrottning hefur samþykkt ósk Andrésar prins um að hann hætti að sinna skyldum sínum fyrir konungsfjölskylduna um ófyrirsjáanlega framtíð. 20. nóvember 2019 18:15
„Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnar Um fátt hefur verið meira rætt í breskum fjölmiðlum um helgina en viðtal BBC Newsnight við Andrés prins sem sýnt var síðastliðið laugardagskvöld. 18. nóvember 2019 13:00
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent