Mourinho náði því besta fram í Alli Hjörvar Ólafsson skrifar 25. nóvember 2019 15:45 Dele Alli, leikmaður Tottenham Hotspur. fréttablaðið José Mourinho stýrði sínum fyrsta leik sem knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur þegar liðið lagði West Ham United að velli í 13. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í hádeginu á laugardaginn. Mourinho tók við starfinu af Mauricio Pochettino en eitt af því sem Pochettino átti í vandræðum með undir lok stjórnartíðar sinnar var að ná ekki að fá sóknartengilið sinn, Dele Alli, til þess að sýna sitt rétta andlit. Svo virðist sem ákvörðun hafi verið tekin um að Christian Eriksen yfirgefi herbúðir Tottenham Hotspur annaðhvort þegar félagaskiptaglugginn opnast í janúar eða næsta sumar. Af þeim sökum hafi Mourinho ávkeðið að veðja á Alli og tekið mikinn hluta af fyrstu æfingaviku sinni í að búa til taktík sem henti honum vel. Þá hafi hann nálgast Alli á þann hátt að hann hefði tröllatrú á honum og gert honum grein fyrir mikilvægi hans í framþróun liðsins. Mourinho ræddi það í samtali við fjölmiðla eftir sigurinn gegn West Ham að hann hefði ákveðið að búa til jafnvægi inni á miðsvæðinu sem stuðlaði að því að Alli væri oftar í stöðu til þess að fá boltann á hættulegum svæðum á vellinum. Alli var miðpunkturinn í sóknarleik liðsins og sá sem sá um að búa til færi fyrir sóknarþríeykið Son Heung-min, Harry Kane og Lucas Moura. Eric Dier var settur í það hlutverk að vera sitjandi miðvallarleikmaður sem verndar vörnina. Harry Winks fékk svo þau fyrirmæli að það væri í hans verkahring að koma boltanum hratt og örugglega á Alli sem ætti svo að skapa usla í varnarlínu West Ham með hlaupum sínum og stungusendingum.Mourinho lagði áherslu á að skerpa á hlutverki Alli Mourinho sagði að taktíski hluti æfingavikunnar hefði snúist að töluverðu leyti um að sýna Alli til hvers væri ætlast af honum. Alli hefði svo tekist að framkvæma það vel inni á vellinum þegar á hólminn var komið. Alli og Son Heung-min náðu vel saman, bæði í markinu sem suður-kóreski framherjinn skoraði og í aðdraganda marksins sem Son lagði upp fyrir Moura. Mourinho hefur verið legið á hálsi fyrir að vera ekki nógu nærgætinn í samskiptum við leikmenn sína þegar á móti blæs. Á meðan allt leikur í lyndi er hins vegar gott og gaman að leika undir stjórn portúgalska framherjans. Hann tekur ástfóstri við ákveðna leikmenn svo það lítur út fyrir að Alli sé í náðinni hjá Mourinho. Alli skaust hratt fram á sjónarsviðið eftir að hann gekk til liðs við Tottenham Hotspur frá MK Dons árið 2015. Meiðsli og andleg og líkamleg þreyta hefur hins vegar orðið til þess að hann hefur ekki verið líkur sjálfum sér á þessu ári. Það varð til þess að hlutverk hans hjá Tottenham Hotspur breyttist og hann var kominn aftar í goggunarröðina hjá Gareth Southgate hjá enska landsliðinu. Nú virðist öldin vera önnur, alla vega hjá Tottenham Hotspur, sé tekið mið af frumraun Mourinho við stjórnvölinn hjá Lundúnaliðinu. Stoðsending Alli á Son um helgina var fyrsta stoðsending enska sóknartengiliðsins á yfirstandandi leiktíð en hann jafnaði með því tölfræði Eriksen í þeim efnum. Ef lesið er í leik helgarinnar hjá Tottenham Hotspur mun Alli taka hressilega fram úr Eriksen í fjölda stoðsendinga það sem eftir lifir leiktíðarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Sjá meira
José Mourinho stýrði sínum fyrsta leik sem knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur þegar liðið lagði West Ham United að velli í 13. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í hádeginu á laugardaginn. Mourinho tók við starfinu af Mauricio Pochettino en eitt af því sem Pochettino átti í vandræðum með undir lok stjórnartíðar sinnar var að ná ekki að fá sóknartengilið sinn, Dele Alli, til þess að sýna sitt rétta andlit. Svo virðist sem ákvörðun hafi verið tekin um að Christian Eriksen yfirgefi herbúðir Tottenham Hotspur annaðhvort þegar félagaskiptaglugginn opnast í janúar eða næsta sumar. Af þeim sökum hafi Mourinho ávkeðið að veðja á Alli og tekið mikinn hluta af fyrstu æfingaviku sinni í að búa til taktík sem henti honum vel. Þá hafi hann nálgast Alli á þann hátt að hann hefði tröllatrú á honum og gert honum grein fyrir mikilvægi hans í framþróun liðsins. Mourinho ræddi það í samtali við fjölmiðla eftir sigurinn gegn West Ham að hann hefði ákveðið að búa til jafnvægi inni á miðsvæðinu sem stuðlaði að því að Alli væri oftar í stöðu til þess að fá boltann á hættulegum svæðum á vellinum. Alli var miðpunkturinn í sóknarleik liðsins og sá sem sá um að búa til færi fyrir sóknarþríeykið Son Heung-min, Harry Kane og Lucas Moura. Eric Dier var settur í það hlutverk að vera sitjandi miðvallarleikmaður sem verndar vörnina. Harry Winks fékk svo þau fyrirmæli að það væri í hans verkahring að koma boltanum hratt og örugglega á Alli sem ætti svo að skapa usla í varnarlínu West Ham með hlaupum sínum og stungusendingum.Mourinho lagði áherslu á að skerpa á hlutverki Alli Mourinho sagði að taktíski hluti æfingavikunnar hefði snúist að töluverðu leyti um að sýna Alli til hvers væri ætlast af honum. Alli hefði svo tekist að framkvæma það vel inni á vellinum þegar á hólminn var komið. Alli og Son Heung-min náðu vel saman, bæði í markinu sem suður-kóreski framherjinn skoraði og í aðdraganda marksins sem Son lagði upp fyrir Moura. Mourinho hefur verið legið á hálsi fyrir að vera ekki nógu nærgætinn í samskiptum við leikmenn sína þegar á móti blæs. Á meðan allt leikur í lyndi er hins vegar gott og gaman að leika undir stjórn portúgalska framherjans. Hann tekur ástfóstri við ákveðna leikmenn svo það lítur út fyrir að Alli sé í náðinni hjá Mourinho. Alli skaust hratt fram á sjónarsviðið eftir að hann gekk til liðs við Tottenham Hotspur frá MK Dons árið 2015. Meiðsli og andleg og líkamleg þreyta hefur hins vegar orðið til þess að hann hefur ekki verið líkur sjálfum sér á þessu ári. Það varð til þess að hlutverk hans hjá Tottenham Hotspur breyttist og hann var kominn aftar í goggunarröðina hjá Gareth Southgate hjá enska landsliðinu. Nú virðist öldin vera önnur, alla vega hjá Tottenham Hotspur, sé tekið mið af frumraun Mourinho við stjórnvölinn hjá Lundúnaliðinu. Stoðsending Alli á Son um helgina var fyrsta stoðsending enska sóknartengiliðsins á yfirstandandi leiktíð en hann jafnaði með því tölfræði Eriksen í þeim efnum. Ef lesið er í leik helgarinnar hjá Tottenham Hotspur mun Alli taka hressilega fram úr Eriksen í fjölda stoðsendinga það sem eftir lifir leiktíðarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Sjá meira