Ótrúlegt mannhaf beið Flamengo í Rio Arnar Geir Halldórsson skrifar 25. nóvember 2019 08:00 Það var stemning í Rio í gær vísir/getty Einn stærsti leikur félagsliðafótboltans á ári hverju er úrslitaleikur Copa Libertadores, Meistaradeild Suður-Ameríku, og hann olli engum vonbrigðum í ár þegar tvö af stærstu liðum álfunnar mættust á laugardag þar sem Flamengo, stærsta lið Brasilíu, atti kappi við River Plate, annað af tveimur stærstu liðum Argentínu. Leikið var í Lima, höfuðborg Perú, og stefndi allt í að River Plate væri að fara að vinna keppnina annað árið í röð þegar Gabriel Barbosa, lánsmaður frá Inter Milan, tók til sinna ráða og skoraði tvö mörk á lokamínútum leiksins. Lokatölur 2-1 eftir svakalega dramatík. Flamengo er bæði ríkasta félag Brasilíu og það félag sem á flesta stuðningsmenn og það sást bersýnilega þegar liðið sneri heim til Rio de Janeiro í gær. Tugir þúsunda fylltu stræti brasilísku stórborgarinnar og hylltu hetjur sínar. Endaði með átökum við lögregluEitthvað virðist fögnuðurinn þó hafa farið úr böndunum því áður en yfir lauk greip óeirðalögreglan til átaka við stuðningsmenn Flamengo. Steinum og flöskum var kastað í átt að lögreglumönnum sem sinntu öryggisgæslu og svaraði lögreglan því með að grípa til vopna. Óeirðalögreglan batt endi á fögnuðinnvísir/gettyFlamengo er sögufrægt félag að mörgu leyti þó það sé ekki það allra sigursælasta í brasilískum fótbolta en öll sigursælustu félögin koma frá Sao Paulo, fjölmennustu borg Brasilíu, en Rio er næstfjölmennasta borgin. Heimavöllur Flamengo er hinn sögufrægi Maracana leikvangur en á honum verður úrslitaleikur Copa Libertadores spilaður á næsta ári. Þetta hefur svo sannarlega verið ár Flamengo því liðið tryggði sér brasilíska meistaratitilinn á dögunum en liðið vann hann síðast árið 2009. Þetta var í annað sinn sem liðið vinnur Copa Libertadores en liðið vann keppnina fyrst 1981 þar sem brasilíska goðsögnin Zico var allt í öllu hjá liðinu. Brasilía Fótbolti Tengdar fréttir Stjóri Flamengo hræðist ekki Liverpool Jorge Jesus, stjóri Flamengo, er klár í slaginn þurfi liðið að mæta Liverpool í HM félagsliða sem fer fram í Katar í næsta mánuði. 24. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Einn stærsti leikur félagsliðafótboltans á ári hverju er úrslitaleikur Copa Libertadores, Meistaradeild Suður-Ameríku, og hann olli engum vonbrigðum í ár þegar tvö af stærstu liðum álfunnar mættust á laugardag þar sem Flamengo, stærsta lið Brasilíu, atti kappi við River Plate, annað af tveimur stærstu liðum Argentínu. Leikið var í Lima, höfuðborg Perú, og stefndi allt í að River Plate væri að fara að vinna keppnina annað árið í röð þegar Gabriel Barbosa, lánsmaður frá Inter Milan, tók til sinna ráða og skoraði tvö mörk á lokamínútum leiksins. Lokatölur 2-1 eftir svakalega dramatík. Flamengo er bæði ríkasta félag Brasilíu og það félag sem á flesta stuðningsmenn og það sást bersýnilega þegar liðið sneri heim til Rio de Janeiro í gær. Tugir þúsunda fylltu stræti brasilísku stórborgarinnar og hylltu hetjur sínar. Endaði með átökum við lögregluEitthvað virðist fögnuðurinn þó hafa farið úr böndunum því áður en yfir lauk greip óeirðalögreglan til átaka við stuðningsmenn Flamengo. Steinum og flöskum var kastað í átt að lögreglumönnum sem sinntu öryggisgæslu og svaraði lögreglan því með að grípa til vopna. Óeirðalögreglan batt endi á fögnuðinnvísir/gettyFlamengo er sögufrægt félag að mörgu leyti þó það sé ekki það allra sigursælasta í brasilískum fótbolta en öll sigursælustu félögin koma frá Sao Paulo, fjölmennustu borg Brasilíu, en Rio er næstfjölmennasta borgin. Heimavöllur Flamengo er hinn sögufrægi Maracana leikvangur en á honum verður úrslitaleikur Copa Libertadores spilaður á næsta ári. Þetta hefur svo sannarlega verið ár Flamengo því liðið tryggði sér brasilíska meistaratitilinn á dögunum en liðið vann hann síðast árið 2009. Þetta var í annað sinn sem liðið vinnur Copa Libertadores en liðið vann keppnina fyrst 1981 þar sem brasilíska goðsögnin Zico var allt í öllu hjá liðinu.
Brasilía Fótbolti Tengdar fréttir Stjóri Flamengo hræðist ekki Liverpool Jorge Jesus, stjóri Flamengo, er klár í slaginn þurfi liðið að mæta Liverpool í HM félagsliða sem fer fram í Katar í næsta mánuði. 24. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Stjóri Flamengo hræðist ekki Liverpool Jorge Jesus, stjóri Flamengo, er klár í slaginn þurfi liðið að mæta Liverpool í HM félagsliða sem fer fram í Katar í næsta mánuði. 24. nóvember 2019 13:00