Vildu kenna Bandaríkjunum lexíu Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2019 11:30 Brak úr vopnum og drónum frá árásinni. Vísir/Getty Forsvarsmenn herafla Írans vildu refsa Bandaríkjunum fyrir að slíta sig frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða og beita Íran viðskiptaþvingunum á nýjan leik. Því settust hershöfðingjar og aðrir stjórnendur öryggissveita Írans niður í maí, fjórum mánuðum fyrir árásina á heimsins stærstu olíuvinnslu í Sádi-Arabíu, og ræddu sín á milli hvað þeir myndu gera. Á fyrsta fundinum voru, auk annarra, leiðtogar Byltingarvarða Írans, sem halda utan um eldflaugaþróun ríkisins. Hossein Salami, hershöfðingi og leiðtogi Byltingarvarðanna, stóð upp og sagði: „Nú er tíminn til að draga sverðin úr slíðrum okkar og kenna þeim lexíu.“ Aðrir harðlínumenn ræddu möguleika á því að ráðast með beinum hætti á herstöðvar Bandaríkjanna á svæðinu. Niðurstaðan varð þó að endingu, eftir nokkra mánuði og fleiri fundi, að gera árás á olíuvinnslu Sádi-Arabíu, bandamanna Bandaríkjanna. Ayatollah Ali Khamenei, leiðtogi Írans, er sagður hafa samþykkt aðgerðina en þó með þeim fyrirvara að engir borgarar Sádi-Arabíu né Bandaríkjamenn féllu. Þetta kemur fram í frásögn blaðamanna Reuters af fundinum sem unnin er upp úr samtölum við fjóra heimildarmenn. Uppreisnarmenn Húta í Jemen hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en það hefur þó verið dregið í efa og eru þeir ekki sagðir ráða við svo umfangsmikla árás. Bandaríkin, Sádar og fleiri vörpuðu sökinni strax á Íran. Íranar hafa alltaf neitað því að hafa gert árásina. Sjálf árásin stóð yfir í 17 mínútur og notast var við 18 dróna og þrjár eldflaugar. Skotmörkin væru tvær starfsstöðvar Aramco, opinbers olíufélags konungdæmisins. Helsta skotmarkið var olíuvinnsla Aramco í Abqaiq.Árásin stöðvaði olíuvinnslu Sádir-Arabíu tímabundið en vinnslan í Abqaiq sér um fimm prósent olíuframleiðslu heimsins. Bandaríkin beittu Íran frekari viðskiptaþvingunum og gerðu sömuleiðis tölvuárásir á Íran. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn að Bandaríkin væru klár í almennan hernað við Íran.Sjá einnig: Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-ArabíuFleiri skotmörk komu til greina Samkvæmt Reuters komu fleiri skotmörk til greina. Stór höfn og flugvöllur í Sádi-Arabíu komu til greina og sömuleiðis herstöðvar Bandaríkjanna. Þær hugmyndir voru þó lagðar til hliðar af ótta við að slíkar árásir gætu valdið fjölda dauðsfalla og jafnvel komið á stríði í Mið-Austurlöndum. Ákveðið var að ráðast á olíuvinnsluna með tilliti til þess að slík árás myndi fanga fyrirsagnir, valda andstæðingi Írans fjárhagslegu tjóni og senda skýr skilaboð til Bandaríkjanna. Sömuleiðis hafi árásin varpað ljósi á burði Írans. Bandaríkin Íran Sádi-Arabía Tengdar fréttir „Allsherjarstríð“ geri Bandaríkin árásir á Íran Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, segir að geri Sádi-Arabía eða Bandaríkin loftárásir á Íran verði afleiðing þess „allsherjarstríð“ og sagði að Sádar þyrftu að berjast til "síðasta bandaríska hermannsins“ ef af yrði. 19. september 2019 11:09 Segja brakið sanna að Íran hafi staðið að baki árásunum Varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu segir að brak drónanna og eldflauganna sem skotið var á Abqaiq olíuvinnslustöðina þar í landi staðfesti að Íranir séu á bakvið árásina. 18. september 2019 23:54 Senda hermenn til Sádi-Arabíu að verjast frekari árásum Bandaríkjastjórn tilkynnti í nótt að hún hygðist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu vegna drónaárásar sem var gerð á stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. 21. september 2019 20:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Forsvarsmenn herafla Írans vildu refsa Bandaríkjunum fyrir að slíta sig frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða og beita Íran viðskiptaþvingunum á nýjan leik. Því settust hershöfðingjar og aðrir stjórnendur öryggissveita Írans niður í maí, fjórum mánuðum fyrir árásina á heimsins stærstu olíuvinnslu í Sádi-Arabíu, og ræddu sín á milli hvað þeir myndu gera. Á fyrsta fundinum voru, auk annarra, leiðtogar Byltingarvarða Írans, sem halda utan um eldflaugaþróun ríkisins. Hossein Salami, hershöfðingi og leiðtogi Byltingarvarðanna, stóð upp og sagði: „Nú er tíminn til að draga sverðin úr slíðrum okkar og kenna þeim lexíu.“ Aðrir harðlínumenn ræddu möguleika á því að ráðast með beinum hætti á herstöðvar Bandaríkjanna á svæðinu. Niðurstaðan varð þó að endingu, eftir nokkra mánuði og fleiri fundi, að gera árás á olíuvinnslu Sádi-Arabíu, bandamanna Bandaríkjanna. Ayatollah Ali Khamenei, leiðtogi Írans, er sagður hafa samþykkt aðgerðina en þó með þeim fyrirvara að engir borgarar Sádi-Arabíu né Bandaríkjamenn féllu. Þetta kemur fram í frásögn blaðamanna Reuters af fundinum sem unnin er upp úr samtölum við fjóra heimildarmenn. Uppreisnarmenn Húta í Jemen hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en það hefur þó verið dregið í efa og eru þeir ekki sagðir ráða við svo umfangsmikla árás. Bandaríkin, Sádar og fleiri vörpuðu sökinni strax á Íran. Íranar hafa alltaf neitað því að hafa gert árásina. Sjálf árásin stóð yfir í 17 mínútur og notast var við 18 dróna og þrjár eldflaugar. Skotmörkin væru tvær starfsstöðvar Aramco, opinbers olíufélags konungdæmisins. Helsta skotmarkið var olíuvinnsla Aramco í Abqaiq.Árásin stöðvaði olíuvinnslu Sádir-Arabíu tímabundið en vinnslan í Abqaiq sér um fimm prósent olíuframleiðslu heimsins. Bandaríkin beittu Íran frekari viðskiptaþvingunum og gerðu sömuleiðis tölvuárásir á Íran. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn að Bandaríkin væru klár í almennan hernað við Íran.Sjá einnig: Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-ArabíuFleiri skotmörk komu til greina Samkvæmt Reuters komu fleiri skotmörk til greina. Stór höfn og flugvöllur í Sádi-Arabíu komu til greina og sömuleiðis herstöðvar Bandaríkjanna. Þær hugmyndir voru þó lagðar til hliðar af ótta við að slíkar árásir gætu valdið fjölda dauðsfalla og jafnvel komið á stríði í Mið-Austurlöndum. Ákveðið var að ráðast á olíuvinnsluna með tilliti til þess að slík árás myndi fanga fyrirsagnir, valda andstæðingi Írans fjárhagslegu tjóni og senda skýr skilaboð til Bandaríkjanna. Sömuleiðis hafi árásin varpað ljósi á burði Írans.
Bandaríkin Íran Sádi-Arabía Tengdar fréttir „Allsherjarstríð“ geri Bandaríkin árásir á Íran Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, segir að geri Sádi-Arabía eða Bandaríkin loftárásir á Íran verði afleiðing þess „allsherjarstríð“ og sagði að Sádar þyrftu að berjast til "síðasta bandaríska hermannsins“ ef af yrði. 19. september 2019 11:09 Segja brakið sanna að Íran hafi staðið að baki árásunum Varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu segir að brak drónanna og eldflauganna sem skotið var á Abqaiq olíuvinnslustöðina þar í landi staðfesti að Íranir séu á bakvið árásina. 18. september 2019 23:54 Senda hermenn til Sádi-Arabíu að verjast frekari árásum Bandaríkjastjórn tilkynnti í nótt að hún hygðist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu vegna drónaárásar sem var gerð á stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. 21. september 2019 20:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
„Allsherjarstríð“ geri Bandaríkin árásir á Íran Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, segir að geri Sádi-Arabía eða Bandaríkin loftárásir á Íran verði afleiðing þess „allsherjarstríð“ og sagði að Sádar þyrftu að berjast til "síðasta bandaríska hermannsins“ ef af yrði. 19. september 2019 11:09
Segja brakið sanna að Íran hafi staðið að baki árásunum Varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu segir að brak drónanna og eldflauganna sem skotið var á Abqaiq olíuvinnslustöðina þar í landi staðfesti að Íranir séu á bakvið árásina. 18. september 2019 23:54
Senda hermenn til Sádi-Arabíu að verjast frekari árásum Bandaríkjastjórn tilkynnti í nótt að hún hygðist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu vegna drónaárásar sem var gerð á stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. 21. september 2019 20:00