Íslendingur til Albaníu að samræma björgunaraðgerðir Heimsljós kynnir 27. nóvember 2019 13:00 Frá rústum byggingar eftir jarðskjálftann í Albaníu. GENT SHKULLAKU/GETTY Sólveig Þorvaldsdóttir byggingaverkfræðingur er komin til Albaníu á vegum Sameinuðu þjóðanna, þar sem hún tekur þátt í því að skipuleggja og samræma björgunaraðgerðir vegna jarðskjálftans aðfaranótt þriðjudags. Hún er send á vettvang á grundvelli samninga utanríkisráðuneytisins við Samræmingarskrifstofu aðgerða SÞ í mannúðarmálum (OCHA) og við Slysavarnarfélagið Landsbjörg sem hún er félagi í. Tæplega fimmtíu manns hefur verið bjargað úr rústum húsa eftir jarðskjálftann sem mældist 6,4 á Richterskala og olli mestu tjóni í strandbænum Durres og þorpinu Thumane þar sem lýst hefur verið yfir þrjátíu daga neyðarástandi. Edi Rama frosætisráðherra lýsti yfir eins dags þjóðarsorg í morgun í Albaníu. Samkvæmt nýjustu upplýsingum hefur 48 einstaklingum verið bjargað úr rústum húsa en 28 hafa fundist látnir. Mörg hundruð íbúar eru slasaðir og sveitir frá her, lögreglu og hjálparsamtökum berjast í kapp við tímann að finna fleira fólk á lífi í húsarústum. Alls eru um 200 sérfræðingar komnir til Albaníu til að taka þátt í björgunarstarfi og leita með aðstoð hunda daga og nætur. Þúsundir íbúa dvöldu næturlangt í tjöldum eða á bersvæði á fótboltaleikvangi Durres þar sem 27 hús hrundu að mestu leyti í skjálftanum. Margir óttast að snúa heim því eftirskjálftar hafa verið um þrjú hundruð talsins og hafa fundist víða á Balkanskaganum. Hátíðahöldum vegna þjóðhátíðadags Albaníu á morgun, 28. nóvember, hefur verið aflýst. Sólveig Þorvaldsdóttir hefur langa reynslu af því að starfa á neyðarvettvangi og í rústabjörgunarsveitum á Íslandi og erlendis. Hún er annar tveggja sérfræðinga sem óskað var eftir að færi af hálfu UNDAC til hamfarasvæðanna í Albaníu. UNDAC er alþjóðlegt viðbragðsteymi vegna neyðarástands á vegum OCHA sem er ein af lykilstofnunum utanríkisráðuneytisins í mannúðarmálum.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Albanía Þróunarsamvinna Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent
Sólveig Þorvaldsdóttir byggingaverkfræðingur er komin til Albaníu á vegum Sameinuðu þjóðanna, þar sem hún tekur þátt í því að skipuleggja og samræma björgunaraðgerðir vegna jarðskjálftans aðfaranótt þriðjudags. Hún er send á vettvang á grundvelli samninga utanríkisráðuneytisins við Samræmingarskrifstofu aðgerða SÞ í mannúðarmálum (OCHA) og við Slysavarnarfélagið Landsbjörg sem hún er félagi í. Tæplega fimmtíu manns hefur verið bjargað úr rústum húsa eftir jarðskjálftann sem mældist 6,4 á Richterskala og olli mestu tjóni í strandbænum Durres og þorpinu Thumane þar sem lýst hefur verið yfir þrjátíu daga neyðarástandi. Edi Rama frosætisráðherra lýsti yfir eins dags þjóðarsorg í morgun í Albaníu. Samkvæmt nýjustu upplýsingum hefur 48 einstaklingum verið bjargað úr rústum húsa en 28 hafa fundist látnir. Mörg hundruð íbúar eru slasaðir og sveitir frá her, lögreglu og hjálparsamtökum berjast í kapp við tímann að finna fleira fólk á lífi í húsarústum. Alls eru um 200 sérfræðingar komnir til Albaníu til að taka þátt í björgunarstarfi og leita með aðstoð hunda daga og nætur. Þúsundir íbúa dvöldu næturlangt í tjöldum eða á bersvæði á fótboltaleikvangi Durres þar sem 27 hús hrundu að mestu leyti í skjálftanum. Margir óttast að snúa heim því eftirskjálftar hafa verið um þrjú hundruð talsins og hafa fundist víða á Balkanskaganum. Hátíðahöldum vegna þjóðhátíðadags Albaníu á morgun, 28. nóvember, hefur verið aflýst. Sólveig Þorvaldsdóttir hefur langa reynslu af því að starfa á neyðarvettvangi og í rústabjörgunarsveitum á Íslandi og erlendis. Hún er annar tveggja sérfræðinga sem óskað var eftir að færi af hálfu UNDAC til hamfarasvæðanna í Albaníu. UNDAC er alþjóðlegt viðbragðsteymi vegna neyðarástands á vegum OCHA sem er ein af lykilstofnunum utanríkisráðuneytisins í mannúðarmálum.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Albanía Þróunarsamvinna Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent