Öruggt hjá Börsungum gegn Dortmund Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 27. nóvember 2019 22:00 vísir/getty Barcelona tryggði sér toppsæti F-riðils Meistaradeildar Evrópu með sigri á Borussia Dortmund í kvöld. Lionel Messi og Luis Suarez sáu um Dortmund í fyrri hálfleik, Messi lagði upp mark fyrir Suarez á 29. mínútu og Úrúgvæinn þakkaði fyrir sig með því að leggja upp fyrir Messi fjórum mínútum seinna. Antoine Griezmann skoraði þriðja mark Börsunga í seinni hálfleik og það kom ekki að sök þó Jadon Sancho hefði náð inn marki fyrir Dortmund. Lokatölur urðu 3-1 og er Barcelona með 11 stig á toppi riðilsins. Dortmund er í þriðja sæti með sjö stig líkt og Inter í öðru sætinu. Inter mætti Slavia Prag í sama riðli og vann þar 3-1 sigur. Romelu Lukaku og Lautaro Martinez sáu um að skora mörkin fyrir Inter. Meistaradeild Evrópu
Barcelona tryggði sér toppsæti F-riðils Meistaradeildar Evrópu með sigri á Borussia Dortmund í kvöld. Lionel Messi og Luis Suarez sáu um Dortmund í fyrri hálfleik, Messi lagði upp mark fyrir Suarez á 29. mínútu og Úrúgvæinn þakkaði fyrir sig með því að leggja upp fyrir Messi fjórum mínútum seinna. Antoine Griezmann skoraði þriðja mark Börsunga í seinni hálfleik og það kom ekki að sök þó Jadon Sancho hefði náð inn marki fyrir Dortmund. Lokatölur urðu 3-1 og er Barcelona með 11 stig á toppi riðilsins. Dortmund er í þriðja sæti með sjö stig líkt og Inter í öðru sætinu. Inter mætti Slavia Prag í sama riðli og vann þar 3-1 sigur. Romelu Lukaku og Lautaro Martinez sáu um að skora mörkin fyrir Inter.
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn