Í gær var greint frá því að Margrét Lára hefði lagt skóna á hilluna eftir glæsilegan feril.
„Það er óhætt að segja að hún sé einn mesti leiðtogi sem ég hef spilað með, kannski hún og Katrín Jónsdóttir,“ sagði Hallbera við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum.
Hún viðurkennir að hún hafi fengist að kynnast því á eigin skinni hversu mikil keppnismanneskja Margrét Lára er.
„Hún hefur líka sett geysilega miklar kröfur á aðra í kringum sig. Ég kynntist því þegar ég kom fyrst í Val. Ég var ekki komin upp á planið sem hún vildi hafa leikmennina á. Mér fannst hún mjög pirrandi fyrst. Hún var endalaust að nöldra í mér,“ sagði Hallbera.

Þrátt fyrir farsælan feril lenti Margrét Lára í miklu mótlæti á köflum og glímdi við erfið meiðsli.
„Hún hefur lent í ýmsu. Ég held að það séu ekki margir sem myndu leika þetta eftir,“ sagði Hallbera.
En hvernig brást Margrét Lára þegar liðin hennar töpuðu?
„Eins og allir keppnismenn var hún hundfúl. Þegar hún var yngri var hún aðeins erfiðari í skapinu. En það er bara gaman að fylgjast með henni, hvernig hún hefur þróast sem manneskja og keppnismaður,“ sagði Hallbera.
Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.