Í bliki stjarnanna felst von Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. nóvember 2019 08:00 "Fjarstjörnurnar eiga að minna okkur á að plánetan okkar er meðal stjarnanna í himinhvolfinu,“ segir Katrín. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Svarthvítar myndir af kvikmyndastjörnum eru gæddar lífi og lit á sýningu Katrínar Matthíasdóttur sem opnuð verður í dag klukkan 17 í Galleríi Gróttu á Eiðistorgi. Hún kallar þær fjarstjörnur. „Þær eiga að minna okkur á að plánetan okkar er meðal stjarnanna í himinhvolfinu og að henni eigum við að hlúa með öllum ráðum,“ segir Katrín. Upphafið að þessu þema rekur hún til dvalar sinnar í listamannaíbúð í Berlín. Þar kveðst hún hafa stundað söfn og líka farið á flóamarkað þar sem hún fann kvikmyndabæklinga frá 6. og 7. áratug síðustu aldar. „Mér fannst bæklingarnir flottir, ætlaði fyrst bara að kaupa einn eða tvo og spurði hvað þeir kostuðu. „Þeir kosta eina evru en þú getur fengið allan bunkann fyrir fimm evrur,“ svaraði sölumaðurinn. Auðvitað gleypti ég agnið. Þetta eru örugglega 100 bæklingar um kvikmyndir frá mörgum mismunandi löndum og allir á þýsku. Ég kannaðist ekki við nærri alla leikarana, enda voru þeir frá Japan, Rúmeníu, Tékklandi, Frakklandi, Finnlandi, Ítalíu og víðar. Sem sagt allt stjörnur í fjarlægð, bæði í tíma og rúmi og því kalla ég sýninguna Fjarstjörnur. En ég byrjaði að mála upp úr bæklingunum úti í Þýskalandi 2018 og hélt áfram eftir að ég kom heim. Bæklingarnir eru allir svarthvítir en ég hef myndirnar í lit og færi þær nær okkur í tíma og rúmi.“ Katrínu hefur mál málanna, hamfarahlýnun af manna völdum, lengi verið hugleikið. Hún tengir myndir og titla verkanna lauslega við þessa miklu vá sem var orðin þekkt fyrir 50 árum þegar fyrirmyndir verkanna skinu hvað skærast. Hálfri öld síðar er staðan orðin alvarleg og aðgerða er þörf. „Ég er ekki að predika en það er kraftur í nútímanum vegna meðvitundar fólks um ógnina,“ segir hún. „Öfl breytinga eru í gangi og þau verða ekki stöðvuð. Í bliki stjarnanna felst von.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Myndlist Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Svarthvítar myndir af kvikmyndastjörnum eru gæddar lífi og lit á sýningu Katrínar Matthíasdóttur sem opnuð verður í dag klukkan 17 í Galleríi Gróttu á Eiðistorgi. Hún kallar þær fjarstjörnur. „Þær eiga að minna okkur á að plánetan okkar er meðal stjarnanna í himinhvolfinu og að henni eigum við að hlúa með öllum ráðum,“ segir Katrín. Upphafið að þessu þema rekur hún til dvalar sinnar í listamannaíbúð í Berlín. Þar kveðst hún hafa stundað söfn og líka farið á flóamarkað þar sem hún fann kvikmyndabæklinga frá 6. og 7. áratug síðustu aldar. „Mér fannst bæklingarnir flottir, ætlaði fyrst bara að kaupa einn eða tvo og spurði hvað þeir kostuðu. „Þeir kosta eina evru en þú getur fengið allan bunkann fyrir fimm evrur,“ svaraði sölumaðurinn. Auðvitað gleypti ég agnið. Þetta eru örugglega 100 bæklingar um kvikmyndir frá mörgum mismunandi löndum og allir á þýsku. Ég kannaðist ekki við nærri alla leikarana, enda voru þeir frá Japan, Rúmeníu, Tékklandi, Frakklandi, Finnlandi, Ítalíu og víðar. Sem sagt allt stjörnur í fjarlægð, bæði í tíma og rúmi og því kalla ég sýninguna Fjarstjörnur. En ég byrjaði að mála upp úr bæklingunum úti í Þýskalandi 2018 og hélt áfram eftir að ég kom heim. Bæklingarnir eru allir svarthvítir en ég hef myndirnar í lit og færi þær nær okkur í tíma og rúmi.“ Katrínu hefur mál málanna, hamfarahlýnun af manna völdum, lengi verið hugleikið. Hún tengir myndir og titla verkanna lauslega við þessa miklu vá sem var orðin þekkt fyrir 50 árum þegar fyrirmyndir verkanna skinu hvað skærast. Hálfri öld síðar er staðan orðin alvarleg og aðgerða er þörf. „Ég er ekki að predika en það er kraftur í nútímanum vegna meðvitundar fólks um ógnina,“ segir hún. „Öfl breytinga eru í gangi og þau verða ekki stöðvuð. Í bliki stjarnanna felst von.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Myndlist Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira