Leikaranemar halda jólatónleika Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 28. nóvember 2019 07:00 Frá vinstri: Stefán, Almar, Níels, Örn Gauti, Ellen, Fannar og Björk. Á myndina vantar þær Kristrúnu og Urði. Næsta vor stefna annars árs nemar í leiklist við Listaháskóla Íslands til Vilníus í Litháen þar sem æfingar fara fram á verkum í samstarfi við meistaranema í leikstjórn þar ytra. Leikstjórarnir eru nú á landinu í nokkrar vikur að æfa verkin með leikurunum, en þau fara svo út til þeirra og æfa enn frekar í vor ásamt því að sýna verkið.Stórt verkefni „Við erum með styrktartónleika fyrir námsferðinni þann 7. desember. Verkið sem við erum að æfa er á ensku. Samstarfsverkefnið er milli okkar, leikaranema í Finnlandi og leikstjóranema í Litháen. Þetta verkefni er tiltölulega nýtt, Listaháskólinn er að einbeita sér að meira samstarfi á milli landa,“ segir leiklistarneminn Björk Guðmundsdóttir. „Leikaranemar fyrri ára hafa oft farið til Danmerkur, til dæmis á kúrs í Shakespeare með þá dönskum leikaranemum. Þetta er aðeins stærra. Yana Ross, sem hefur verið uppi í Borgarleikhúsi og leikstýrði meðal annars Mávinum, er leiðbeinandi nemanna úti í Litháen. Þetta er útskriftarverkefnið þeirra. Halldóra Geirharðsdóttir leiðbeinir svo okkur hérna heima,“ segir Fannar Arnarsson. Nemunum er skipt í tvo hópa sem æfa sitt leikritið hvor undir leikstjórn Litháanna, en þau segja leikstjórana með mjög ólíkar áherslur. „Þeir eru mjög ólíkir, með öðruvísi sýn og aðferðafræði. Við erum saman í hóp, en verkið sem við erum að gera þekktum við ekki fyrir,“ segir Björk. „Það heitir Orange Peel. Hinn hópurinn er að æfa verk eftir Strindberg, en þetta er allt mjög mikið á byrjunarstigi enn sem komið er,“ segir Fannar. „Við erum bláfátækir leiklistarnemar, þannig að við þurfum að safna fyrir ferðinni,“ segir Björk. „Við verðum líka með fleiri viðburði síðar,“ segi Fannar.Heildin skiptir miklu Það eru níu manns í bekknum. Fannar og Björk höfðu bæði reynt áður að komast inn, en Fannar komst inn í fjórðu tilraun og Björk í þeirri þriðju. Þau sinntu samt faginu af natni á þeim tíma sem leið þar til þau komust loks inn. „Maður var alls ekki að bíða bara eftir því aðgerðalaus að komast inn. Ég fann mig til dæmi í spunanum, í Improv Ísland. Þar er ég búin að vera með frá upphafi, eða í fimm ár. Ég er að nota þau verkfæri sem ég fékk þaðan alveg sjúklega mikið í náminu,“ segir Björk. „Ég kláraði leiklist í FG á sínum tíma. Á þessum sex árum síðan þá kom ég mér inn hér og þar. Í Ungleik til dæmis, Stúdentaleikhúsið og fleira,“ segir Fannar, en hann sló einmitt í gegn nýverið í nýjasta tónlistarmyndbandi söngkonunnar Elísabetar Ormslev. Lokahópurinn er tuttugu manns og þarf ekki endilega að þýða að það séu þeir bestu sem komast inn, heldur snúist þetta mikið um að mynda hóp sem passar vel saman. „Helmingurinn kemst inn, en stundum er einhver mjög hæfileikaríkur sem endar ekki í lokahópnum. Það þarf að búa til bekk sem verður að geta unnið alveg ótrúlega náið saman í þrjú ár. Það spilar stórt inn í,“ segir Fannar. „Í rauninni eru allir í tuttugu manna hópnum nógu hæfir að komast inn, en svo er þetta bara hvernig fólk vinnur saman. Eftir því er hópurinn sniðinn,“ segir Björk.Hugguleg stemning „Það verður mjög hugguleg stemning á tónleikunum, það eru mörg róleg lög. Ég er til dæmis að syngja Sálina hans Jóns míns og Björk lag með Abba. Svo eru jú einhver jólalög en við erum alls ekki að stimpla þetta sem bara jólatónleika,“ segir Fannar. „Við erum öll að æfa söng í náminu. Þar lærum við vocal-tækni sem snýst um að allir geti sungið ef þeir beita líkamanum rétt,“ segir Björk. Tónleikarnir eru þann 7. desember og fara fram í Ljósinu á Langholtsvegi 43. Það kostar 2.000 krónur inn en ekki er posi á svæðinu. Húsið er opnað klukkan 19.30 og gestum boðið upp á léttar veitingar. Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Næsta vor stefna annars árs nemar í leiklist við Listaháskóla Íslands til Vilníus í Litháen þar sem æfingar fara fram á verkum í samstarfi við meistaranema í leikstjórn þar ytra. Leikstjórarnir eru nú á landinu í nokkrar vikur að æfa verkin með leikurunum, en þau fara svo út til þeirra og æfa enn frekar í vor ásamt því að sýna verkið.Stórt verkefni „Við erum með styrktartónleika fyrir námsferðinni þann 7. desember. Verkið sem við erum að æfa er á ensku. Samstarfsverkefnið er milli okkar, leikaranema í Finnlandi og leikstjóranema í Litháen. Þetta verkefni er tiltölulega nýtt, Listaháskólinn er að einbeita sér að meira samstarfi á milli landa,“ segir leiklistarneminn Björk Guðmundsdóttir. „Leikaranemar fyrri ára hafa oft farið til Danmerkur, til dæmis á kúrs í Shakespeare með þá dönskum leikaranemum. Þetta er aðeins stærra. Yana Ross, sem hefur verið uppi í Borgarleikhúsi og leikstýrði meðal annars Mávinum, er leiðbeinandi nemanna úti í Litháen. Þetta er útskriftarverkefnið þeirra. Halldóra Geirharðsdóttir leiðbeinir svo okkur hérna heima,“ segir Fannar Arnarsson. Nemunum er skipt í tvo hópa sem æfa sitt leikritið hvor undir leikstjórn Litháanna, en þau segja leikstjórana með mjög ólíkar áherslur. „Þeir eru mjög ólíkir, með öðruvísi sýn og aðferðafræði. Við erum saman í hóp, en verkið sem við erum að gera þekktum við ekki fyrir,“ segir Björk. „Það heitir Orange Peel. Hinn hópurinn er að æfa verk eftir Strindberg, en þetta er allt mjög mikið á byrjunarstigi enn sem komið er,“ segir Fannar. „Við erum bláfátækir leiklistarnemar, þannig að við þurfum að safna fyrir ferðinni,“ segir Björk. „Við verðum líka með fleiri viðburði síðar,“ segi Fannar.Heildin skiptir miklu Það eru níu manns í bekknum. Fannar og Björk höfðu bæði reynt áður að komast inn, en Fannar komst inn í fjórðu tilraun og Björk í þeirri þriðju. Þau sinntu samt faginu af natni á þeim tíma sem leið þar til þau komust loks inn. „Maður var alls ekki að bíða bara eftir því aðgerðalaus að komast inn. Ég fann mig til dæmi í spunanum, í Improv Ísland. Þar er ég búin að vera með frá upphafi, eða í fimm ár. Ég er að nota þau verkfæri sem ég fékk þaðan alveg sjúklega mikið í náminu,“ segir Björk. „Ég kláraði leiklist í FG á sínum tíma. Á þessum sex árum síðan þá kom ég mér inn hér og þar. Í Ungleik til dæmis, Stúdentaleikhúsið og fleira,“ segir Fannar, en hann sló einmitt í gegn nýverið í nýjasta tónlistarmyndbandi söngkonunnar Elísabetar Ormslev. Lokahópurinn er tuttugu manns og þarf ekki endilega að þýða að það séu þeir bestu sem komast inn, heldur snúist þetta mikið um að mynda hóp sem passar vel saman. „Helmingurinn kemst inn, en stundum er einhver mjög hæfileikaríkur sem endar ekki í lokahópnum. Það þarf að búa til bekk sem verður að geta unnið alveg ótrúlega náið saman í þrjú ár. Það spilar stórt inn í,“ segir Fannar. „Í rauninni eru allir í tuttugu manna hópnum nógu hæfir að komast inn, en svo er þetta bara hvernig fólk vinnur saman. Eftir því er hópurinn sniðinn,“ segir Björk.Hugguleg stemning „Það verður mjög hugguleg stemning á tónleikunum, það eru mörg róleg lög. Ég er til dæmis að syngja Sálina hans Jóns míns og Björk lag með Abba. Svo eru jú einhver jólalög en við erum alls ekki að stimpla þetta sem bara jólatónleika,“ segir Fannar. „Við erum öll að æfa söng í náminu. Þar lærum við vocal-tækni sem snýst um að allir geti sungið ef þeir beita líkamanum rétt,“ segir Björk. Tónleikarnir eru þann 7. desember og fara fram í Ljósinu á Langholtsvegi 43. Það kostar 2.000 krónur inn en ekki er posi á svæðinu. Húsið er opnað klukkan 19.30 og gestum boðið upp á léttar veitingar.
Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira