Fram hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir komandi átök í Inkasso-deildinni í knattspyrnu.
Framherjinn Þórir Guðjónsson er búinn að semja við félagið en hann kemur til liðsins frá Breiðablik. Áður lék Þórir með Fjölni. Hann er þó uppalinn Framari og því kominn aftur heim.
Hinn 28 ára gamli Þórir skrifaði undir tveggja ára samning við Safamýrarliðið.
Skagamaðurinn Albert Hafsteinsson er einnig kominn til Fram en þessi 23 ára gamli miðjumaður skrifaði undir þriggja ára samning. Hann hefur leikið með ÍA allan sinn feril.
Fyrir voru komnir þeir Ólafur Íshólm Ólafsson markvörður, Alexander Már Þorláksson sóknarmaður og varnarmaðurinn Gunnar Gunnarsson. Fram lék síðast í efstu deild árið 2014.
Albert og Þórir í Fram
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn

„Sorgardagur fyrir Manchester City“
Enski boltinn


Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika
Körfubolti

„Erum í basli undir körfunni“
Körfubolti



Finnur Freyr framlengdi til 2028
Körfubolti

