Bjarni Ólafur Eiríksson mun spila með ÍBV í Inkassodeildinni næsta sumar en hann samdi við Eyjamenn í dag.
Bjarni Ólafur kemur frá Val þar sem hann hefur verið síðustu ár. Hann samdi við ÍBV til ársins 2020.
Bakvörðurinn, sem einnig getur leikið sem miðvörður, hefur þrisvar orðið Íslandsmeistari með Val og þrisvar bikarmeistari.
Hann á einnig 23 A-landsleiki að baki.
ÍBV féll úr Pepsi Max deild karla í haust og mun því spila í Inkassodeildinni á næsta ári.
Bjarni Ólafur til ÍBV
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Haaland flúði Manchester borg
Enski boltinn



Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt
Íslenski boltinn




„Mæti honum með bros á vör“
Körfubolti

Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby
Íslenski boltinn
