Von á barni og skemmtistað Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 29. nóvember 2019 08:45 Herra Hnetusmjör í Eldhúspartýi FM957 á dögunum. vísir/daníel thor „Fyrst fékk ég hugmynd að viðlagi, jólalagi. Ég fór beint upp í stúdíó þar sem ég átti pantaðan tíma með Þormóði Eiríkssyni. Lagið er sem sagt framleitt af honum og Magnúsi Jóhanni Ragnarssyni. Ég sagði við hann að við værum að fara að gera jólalag. Þetta var of gott viðlag til að sleppa því. Þegar við vorum búnir að semja viðlagið og fyrsta erindið fórum við spjalla saman. Ég er náttúrlega alveg rosalega mikill aðdáandi Bó, ég fékk þannig tónlistarlegt uppeldi,“ segir rapparinn geðþekki Herra Hnetusmjör.Mikill aðdáandi Hann segist hafa verið vinur hans á Facebook og ákvað að taka af skarið og senda honum lagið. „Honum leist vel á þetta og var mjög til í að vera með í laginu. Við drifum þetta í gang. Svo hentar þetta ótrúlega vel líka út af því að ég er gestur á jólatónleikunum hans. Ég er alveg ógeðslega mikill aðdáandi hans,“ segir hann. Áður en hugmyndin að laginu spratt fram var Herra Hnetusmjör fenginn til að taka þátt í jólatónleikum Björgvins Halldórssonar. „Ég veit ekki alveg af hverju hann fékk mig. Við höfðum einu sinni hist áður, það var baksviðs á einhverri árshátíð. Hann þekkir afa minn og pabba minn. Þannig að hann vissi aðeins hver ég er. Ég held að hann hafi ekki vitað hve mikill aðdáandi ég er, ég hef sagt í viðtölum núna í eitt og hálft ár að ég sé búinn að gera lag með öllum sem mig langar að gera lag með, nema Björgvini Halldórssyni. Ég er búinn að gera lag með Hugin, Erpi og Frikka Dór, núna Bó og núna get ég lagt mækinn á hilluna,“ segir Herra Hnetusmjör hlæjandi.Barn og skemmtistaður Í febrúar á Herra Hnetusmjör von á sínu fyrsta barni, og því er hann á fullu í stúdíóinu til að eiga inni efni til að gefa út, svo kærastan og barnið geti átt hug hans allan í febrúar. „Ég er að vinna á fullu núna svo ég geti verið algjörlega heima með barninu, svo ég geti dælt út tónlist sem er þá búið að gera.“ Það er mikið í gangi hjá Herra Hnetusmjöri, það er ekki bara barn á leiðinni heldur líka skemmtistaður. „Það er ekki búið að opna, það myndi ekki fara fram hjá neinum. Staðurinn heitir 203 eftir póstnúmerinu á Vatnsenda.“En hverjir eru með honum í þessum nýja skemmtistað? „Það eru þöglir fjárfestar. Þetta er á tveimur hæðum, fyrir ofan Kebab-húsið. Ég mun vera duglegur að mæta þegar færi gefst en staðurinn er algjörlega eftir því sem ég sækist sjálfur í. Þetta verður eins og að koma inn í hausinn á mér. Allt mjög ýkt, gull og vesen,“ segir Árni.Leikherbergi á 203?Mætir hann þá með konuna og barnið í febrúar? „Jú, það verður leikherbergi,“ segir hann og hlær. Staðurinn verður opnaður á næstu vikum en Herra Hnetusmjör segir mikla áherslu lagða á að það sé gaman að koma fram þar. „Það er gott hljóðkerfi, ekki bara fyrir þá sem eru að dansa heldur líka fyrir þá sem eru að koma fram. Það eru mónitorar á sviðinu sem er ekki algengt. Ég vildi setja þetta þannig upp að það væri mjög auðvelt fyrir fólk að koma fram algjörlega fyrirvaralaust. Fólk getur farið upp á svið og tekið eitt lag, sem er algengt hjá fullum röppurum niðri í bæ,“ segir hann og hlær. Lagið Þegar þú blikkar kemur út í dag og hægt er að nálgast það á öllum helstu streymisveitum. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
„Fyrst fékk ég hugmynd að viðlagi, jólalagi. Ég fór beint upp í stúdíó þar sem ég átti pantaðan tíma með Þormóði Eiríkssyni. Lagið er sem sagt framleitt af honum og Magnúsi Jóhanni Ragnarssyni. Ég sagði við hann að við værum að fara að gera jólalag. Þetta var of gott viðlag til að sleppa því. Þegar við vorum búnir að semja viðlagið og fyrsta erindið fórum við spjalla saman. Ég er náttúrlega alveg rosalega mikill aðdáandi Bó, ég fékk þannig tónlistarlegt uppeldi,“ segir rapparinn geðþekki Herra Hnetusmjör.Mikill aðdáandi Hann segist hafa verið vinur hans á Facebook og ákvað að taka af skarið og senda honum lagið. „Honum leist vel á þetta og var mjög til í að vera með í laginu. Við drifum þetta í gang. Svo hentar þetta ótrúlega vel líka út af því að ég er gestur á jólatónleikunum hans. Ég er alveg ógeðslega mikill aðdáandi hans,“ segir hann. Áður en hugmyndin að laginu spratt fram var Herra Hnetusmjör fenginn til að taka þátt í jólatónleikum Björgvins Halldórssonar. „Ég veit ekki alveg af hverju hann fékk mig. Við höfðum einu sinni hist áður, það var baksviðs á einhverri árshátíð. Hann þekkir afa minn og pabba minn. Þannig að hann vissi aðeins hver ég er. Ég held að hann hafi ekki vitað hve mikill aðdáandi ég er, ég hef sagt í viðtölum núna í eitt og hálft ár að ég sé búinn að gera lag með öllum sem mig langar að gera lag með, nema Björgvini Halldórssyni. Ég er búinn að gera lag með Hugin, Erpi og Frikka Dór, núna Bó og núna get ég lagt mækinn á hilluna,“ segir Herra Hnetusmjör hlæjandi.Barn og skemmtistaður Í febrúar á Herra Hnetusmjör von á sínu fyrsta barni, og því er hann á fullu í stúdíóinu til að eiga inni efni til að gefa út, svo kærastan og barnið geti átt hug hans allan í febrúar. „Ég er að vinna á fullu núna svo ég geti verið algjörlega heima með barninu, svo ég geti dælt út tónlist sem er þá búið að gera.“ Það er mikið í gangi hjá Herra Hnetusmjöri, það er ekki bara barn á leiðinni heldur líka skemmtistaður. „Það er ekki búið að opna, það myndi ekki fara fram hjá neinum. Staðurinn heitir 203 eftir póstnúmerinu á Vatnsenda.“En hverjir eru með honum í þessum nýja skemmtistað? „Það eru þöglir fjárfestar. Þetta er á tveimur hæðum, fyrir ofan Kebab-húsið. Ég mun vera duglegur að mæta þegar færi gefst en staðurinn er algjörlega eftir því sem ég sækist sjálfur í. Þetta verður eins og að koma inn í hausinn á mér. Allt mjög ýkt, gull og vesen,“ segir Árni.Leikherbergi á 203?Mætir hann þá með konuna og barnið í febrúar? „Jú, það verður leikherbergi,“ segir hann og hlær. Staðurinn verður opnaður á næstu vikum en Herra Hnetusmjör segir mikla áherslu lagða á að það sé gaman að koma fram þar. „Það er gott hljóðkerfi, ekki bara fyrir þá sem eru að dansa heldur líka fyrir þá sem eru að koma fram. Það eru mónitorar á sviðinu sem er ekki algengt. Ég vildi setja þetta þannig upp að það væri mjög auðvelt fyrir fólk að koma fram algjörlega fyrirvaralaust. Fólk getur farið upp á svið og tekið eitt lag, sem er algengt hjá fullum röppurum niðri í bæ,“ segir hann og hlær. Lagið Þegar þú blikkar kemur út í dag og hægt er að nálgast það á öllum helstu streymisveitum.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira