Anthony tókst að gera stærsta skreytta jólatré landsins Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. nóvember 2019 10:00 Á sunnudag verður kveikt á 500 ljósaperum á jólatré í Hafnarfirði í garðinum hjá Ýr Káradóttur og Anthony Bacigalup. Samsett mynd Anthony Bacigalupo tókst áætlunarverk sitt og náði að gera stærsta skreytta jólatré á Íslandi. Anthony sagði frá verkefninu í viðtali við Vísi á dögunum en hann fékk styrk frá Hafnarfjarðarbæ til þess að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. Viðbrögðin hafa verið svo góð að Anthony segist ákveðinn að gera þetta að árlegum viðburði. Á sunnudaginn verður kveikt á ljósunum á trénu, alls 500 perum, og ætla Hafnfirðingar og fleiri að fjölmenna í garðinn hjá Anthony og eiginkonu hans Ýr Káradóttur að fylgjast með. Tréð er á lóð sem tilheyrir bænum og munu allir bæjarbúar og gestir geta fengið að njóta þess að skoða það.Tréð er í kringum 25 metrar á hæð.Mynd/Anthony Bacigalupo„Ég er jólaálfur í dulargervi. Þetta verður án efa stærsta listaverk sem ég hef nokkurn tímann gert. Tréð er það stórt að ég þurfti að byrja undirbúninginn núna í nóvember. Ég mældi tréð og það er svona 25 metra hátt,“ sagði Anthony í viðtalinu við Vísi. Sjá einnig: Féll fyrir Íslandi og fann ástina á Kaffibarnum View this post on InstagramThis little tree will bring so much joy to the our little town & we’re so happy to share that with everyone...See you Sunday at @shedhomesupply A post shared by Reykjavík Trading Co. (@rvktradingco) on Nov 29, 2019 at 12:28pm PST Það tók Anthony fimm daga að hengja sjálfur upp meira en 500 stórar ljósaperur á tréð. „Þetta er hugsanlega það ógnvægilegasta og brjálaðasta sem ég hef gert í langan tíma. Ég var 25 metra frá jörðu einn í lyftunni og vann stundum á kvöldin. En ég hugsaði bara um það hvað þetta myndi færa bænum mikla gleði. Ég er mjög ánægður með að vera á lífi til að njóta þess.“Ýr og Anthony hjálpuðu til við að skreyta jólaborð fyrir verslun Epal. Anthony segist vera mikill jólaálfur.Anthony og Ýr hafa verið á fullu síðustu vikur að undirbúa jólin, bæði fyrir vörumerki sitt Reykjavík Trading Co. og svo einnig á heimili sínu og í garðinum. Jólatré þeirra á eflaust eftir að gleðja bæjarbúa og gesti mikið næstu vikurnar. View this post on InstagramCome one, come all! This Sunday, at @shedhomesupply we will be lighting our newest work, the largest Christmas tree in Iceland. There will be cozy music, hot drinks, crackling fires & holiday cheer. We’ll also be releasing some of our new limited winter pieces, so hope you can make it! A post shared by Reykjavík Trading Co. (@rvktradingco) on Nov 28, 2019 at 1:31pm PST Hafnarfjörður Jól Tengdar fréttir Féll fyrir Íslandi og fann ástina á Kaffibarnum Anthony Bacigalupo hætti að vinna hjá Apple, flutti til Íslands og hefur skapað ævintýralegan garð fyrir utan húsið sitt. 10. nóvember 2019 07:00 Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Sjá meira
Anthony Bacigalupo tókst áætlunarverk sitt og náði að gera stærsta skreytta jólatré á Íslandi. Anthony sagði frá verkefninu í viðtali við Vísi á dögunum en hann fékk styrk frá Hafnarfjarðarbæ til þess að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. Viðbrögðin hafa verið svo góð að Anthony segist ákveðinn að gera þetta að árlegum viðburði. Á sunnudaginn verður kveikt á ljósunum á trénu, alls 500 perum, og ætla Hafnfirðingar og fleiri að fjölmenna í garðinn hjá Anthony og eiginkonu hans Ýr Káradóttur að fylgjast með. Tréð er á lóð sem tilheyrir bænum og munu allir bæjarbúar og gestir geta fengið að njóta þess að skoða það.Tréð er í kringum 25 metrar á hæð.Mynd/Anthony Bacigalupo„Ég er jólaálfur í dulargervi. Þetta verður án efa stærsta listaverk sem ég hef nokkurn tímann gert. Tréð er það stórt að ég þurfti að byrja undirbúninginn núna í nóvember. Ég mældi tréð og það er svona 25 metra hátt,“ sagði Anthony í viðtalinu við Vísi. Sjá einnig: Féll fyrir Íslandi og fann ástina á Kaffibarnum View this post on InstagramThis little tree will bring so much joy to the our little town & we’re so happy to share that with everyone...See you Sunday at @shedhomesupply A post shared by Reykjavík Trading Co. (@rvktradingco) on Nov 29, 2019 at 12:28pm PST Það tók Anthony fimm daga að hengja sjálfur upp meira en 500 stórar ljósaperur á tréð. „Þetta er hugsanlega það ógnvægilegasta og brjálaðasta sem ég hef gert í langan tíma. Ég var 25 metra frá jörðu einn í lyftunni og vann stundum á kvöldin. En ég hugsaði bara um það hvað þetta myndi færa bænum mikla gleði. Ég er mjög ánægður með að vera á lífi til að njóta þess.“Ýr og Anthony hjálpuðu til við að skreyta jólaborð fyrir verslun Epal. Anthony segist vera mikill jólaálfur.Anthony og Ýr hafa verið á fullu síðustu vikur að undirbúa jólin, bæði fyrir vörumerki sitt Reykjavík Trading Co. og svo einnig á heimili sínu og í garðinum. Jólatré þeirra á eflaust eftir að gleðja bæjarbúa og gesti mikið næstu vikurnar. View this post on InstagramCome one, come all! This Sunday, at @shedhomesupply we will be lighting our newest work, the largest Christmas tree in Iceland. There will be cozy music, hot drinks, crackling fires & holiday cheer. We’ll also be releasing some of our new limited winter pieces, so hope you can make it! A post shared by Reykjavík Trading Co. (@rvktradingco) on Nov 28, 2019 at 1:31pm PST
Hafnarfjörður Jól Tengdar fréttir Féll fyrir Íslandi og fann ástina á Kaffibarnum Anthony Bacigalupo hætti að vinna hjá Apple, flutti til Íslands og hefur skapað ævintýralegan garð fyrir utan húsið sitt. 10. nóvember 2019 07:00 Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Sjá meira
Féll fyrir Íslandi og fann ástina á Kaffibarnum Anthony Bacigalupo hætti að vinna hjá Apple, flutti til Íslands og hefur skapað ævintýralegan garð fyrir utan húsið sitt. 10. nóvember 2019 07:00