Vilja að bærinn heiti áfram Norður-Hvoll Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. nóvember 2019 10:30 Bærinn Norður-Hvoll er skammt vestan Dyrhólaeyjar í Mýrdalshreppi. Hjónin á bænum Norður-Hvoli í Mýrdalshreppi vilja að undið verði ofan af nafnabreytingu á bænum sem Þjóðskrá tilkynnti þeim um í fyrra. Ekki hafi verið haft samráð við ábúendur jarðarinnar um nýju nafngiftina á bænum. „Maður er náttúrlega svo vanur að eiga heima á Norður-Hvoli að maður segir það og skrifar áfram,“ segir Birna Viðarsdóttir, ábúandi á Norður-Hvoli í Mýrdalshreppi sem Þjóðskrá vill að heiti Hvoll 2. Birna segir þau hjónin óvænt hafa fengið bréf frá Þjóðskrá í október í fyrra um að frá og með næstu áramótum þar á eftir myndi bærinn þeirra heita Hvoll 2. Bærinn hefur hingað til heitið Norður-Hvoll og hét það er þau Birna og Einar Magnússon fluttust þangað fyrir 35 árum. Þar stunda þau nú rófurækt og eru með 150 vetrarfóðraðar kindur. „Þetta hefur reyndar verið í tugi ára í búfjárskýrslum og maður hefur aðeins rekist á það þar að bærinn hafi verið skráður sem Hvolur 2. En svo kom þetta bréf frá Þjóðskrá og og síðan eru öll bréf og allt sem við fáum bara merkt sem Hvoll 2,“ segir Birna. Það stendur þó áfram Norður-Hvoll á skiltinu út við veg en Birna segir póstinn og aðra þó vel rata á réttan stað.Hjónin Birna Viðarsdóttir og Einar Magnússon á Norður-Hvoli.Nágrannabærinn Suður-Hvoll hefur sloppið við nafnabreytingu. „Það er mjög skrítið að það var engin breyting þar þótt þau séu líka í þessum afgömlu bændaskýrsluskrám sem Hvoll 1. Það erum bara við sem eigum ekki lengur heima á Norður-Hvoli. Og í rauninni ætti okkar bær að vera Hvoll 1 því það er komið að honum á undan Suður-Hvoli,“ bendir Birna á og hlær að öllu saman. „Þetta er reyndar svolítið fyndið í aðra röndina,“ viðurkennir hún. Í bréfi Þjóðskrár til Einars og Birnu kemur fram að nafni bæjarins hafi verið breytt til samræmis við skráningu í fasteignaskrá. Samkvæmt lögum skuli allar fasteignir bera heiti samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar. Birna og Einar óskuðu því liðsinnis Mýrdalshrepps og mun sveitarstjórinn skrifa Þjóðskrá og óska eftir að breytingin verði afturkölluð. Jafnframt vill Mýrdalshreppur fá yfirlit yfir allar sambærilegar breytingar sem Þjóðskrá hafi gert á þessum lagagrunni. „Mér skilst að það eigi ekki að vera mikið mál að breyta þessu,“ segir Birna Viðarsdóttir á Norður-Hvoli bjartsýn. Birtist í Fréttablaðinu Mýrdalshreppur Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Hjónin á bænum Norður-Hvoli í Mýrdalshreppi vilja að undið verði ofan af nafnabreytingu á bænum sem Þjóðskrá tilkynnti þeim um í fyrra. Ekki hafi verið haft samráð við ábúendur jarðarinnar um nýju nafngiftina á bænum. „Maður er náttúrlega svo vanur að eiga heima á Norður-Hvoli að maður segir það og skrifar áfram,“ segir Birna Viðarsdóttir, ábúandi á Norður-Hvoli í Mýrdalshreppi sem Þjóðskrá vill að heiti Hvoll 2. Birna segir þau hjónin óvænt hafa fengið bréf frá Þjóðskrá í október í fyrra um að frá og með næstu áramótum þar á eftir myndi bærinn þeirra heita Hvoll 2. Bærinn hefur hingað til heitið Norður-Hvoll og hét það er þau Birna og Einar Magnússon fluttust þangað fyrir 35 árum. Þar stunda þau nú rófurækt og eru með 150 vetrarfóðraðar kindur. „Þetta hefur reyndar verið í tugi ára í búfjárskýrslum og maður hefur aðeins rekist á það þar að bærinn hafi verið skráður sem Hvolur 2. En svo kom þetta bréf frá Þjóðskrá og og síðan eru öll bréf og allt sem við fáum bara merkt sem Hvoll 2,“ segir Birna. Það stendur þó áfram Norður-Hvoll á skiltinu út við veg en Birna segir póstinn og aðra þó vel rata á réttan stað.Hjónin Birna Viðarsdóttir og Einar Magnússon á Norður-Hvoli.Nágrannabærinn Suður-Hvoll hefur sloppið við nafnabreytingu. „Það er mjög skrítið að það var engin breyting þar þótt þau séu líka í þessum afgömlu bændaskýrsluskrám sem Hvoll 1. Það erum bara við sem eigum ekki lengur heima á Norður-Hvoli. Og í rauninni ætti okkar bær að vera Hvoll 1 því það er komið að honum á undan Suður-Hvoli,“ bendir Birna á og hlær að öllu saman. „Þetta er reyndar svolítið fyndið í aðra röndina,“ viðurkennir hún. Í bréfi Þjóðskrár til Einars og Birnu kemur fram að nafni bæjarins hafi verið breytt til samræmis við skráningu í fasteignaskrá. Samkvæmt lögum skuli allar fasteignir bera heiti samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar. Birna og Einar óskuðu því liðsinnis Mýrdalshrepps og mun sveitarstjórinn skrifa Þjóðskrá og óska eftir að breytingin verði afturkölluð. Jafnframt vill Mýrdalshreppur fá yfirlit yfir allar sambærilegar breytingar sem Þjóðskrá hafi gert á þessum lagagrunni. „Mér skilst að það eigi ekki að vera mikið mál að breyta þessu,“ segir Birna Viðarsdóttir á Norður-Hvoli bjartsýn.
Birtist í Fréttablaðinu Mýrdalshreppur Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira