Körfubolti

Sigurganga Lakers stöðvuð | Myndbönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
LeBron James í eldlínunni.
LeBron James í eldlínunni. vísir/getty
LA Lakers tapaði sínum fyrsta leik síðan í fyrstu umferðinni í NBA-körfuboltanum í nótt er liðið tapaði með níu stiga mun, 113-104, fyrir Toronto á heimavelli í nótt.

Góður síðari hálfleikur lagði grunninn að sigri Toronto en Pascal Siakam var stigahæstur í þeirra liði með 24 stig. Einnig ellefu fráköst og fjórar stoðsendingar.

Anthony Davis gerði 27 stig fyrir Lakers en LeBron James skoraði 13 stig, tók þrettán fráköst og gaf fimmtán stoðsendingar. Myndarleg þrenna þar.





Það gengur ekki nægilega vel hjá í Atlanta en í nótt töpuðu þeir þriðja leiknum í röð og sjötta leiknum af níu mögulegum er liðið tapaði í framlengdum leik gegn Portland, 124-113.

Staðan var jöfn, 107-107, að loknum venjulegum leiktíma en í framlengingunni voru heimamenn í Portland mun sterkari aðilinn og höfðu að lokum betur.

Damian Lillard gerði 30 stig fyrir Portland en Trae Young gerði 35 stig fyrir Atlanta.



Öll úrslit næturinnar:

Denver - Minnesota 100-98

Indiana - Orlando 109-102

Charlotte - Philadelphia 106-114

Milwaukee - Oklahoma 121-119

Cleveland - New York 108-87

Brooklyn - Phoenix 112-138

Atlanta - Portland 113-124

Toronto - LA Lakers 113-104



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×